SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Side 18

SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Side 18
18 12. júní 2011 A lþjóðlega stríðið gegn eit- urlyfjum hefur mistekist með hrikalegum afleiðingum fyrir einstaklinga og samfélög um allan heim.“ Þannig hefst skýrsla Al- þjóðlegu nefndarinnar um fíkniefnastefnu, sem kom út fyrir rúmri viku. Í skýrslunni segir að ekki standi steinn yfir steini í bar- áttunni gegn fíkniefnum. Niðurstöður skýrslunnar koma kannski ekki á óvart, en athyglisvert er að skoða listann yfir þá, sem skrifa undir hana, ekki síst vegna þeirra hugmynda um umbætur, sem þar koma fram. Þar á meðal eru George P. Shultz, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Javier Solana, fyrrverandi yfirmaður Evrópusambandsins í utanríkis- og varn- armálum, Kofi Annan, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Paul Volcker, fyrrverandi yfirmaður bandaríska seðlabankans, Ernesto Zedillo, fyrrverandi forseti Mexíkós, og César Gaviria, fyrrver- andi forseti Kólumbíu. Allir eru þessir menn að meira eða minna leyti hluti af þeirri stefnu, sem í skýrslunni er sögð hafa beðið skipbrot, og nokkrir þeirra hafa verið í framlínu stríðsins. Skýrslan fékk mikla umfjöllun þegar hún var kynnt, ekki síst vegna nafnalistans á bak við hana, en margir bentu á að við nöfn flestra á honum stæði orðið fyrrverandi. Eini núverandi valdhafinn er Georgos Pap- andreou, forsætisráðherra Grikklands. Í The Observer var bent á að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefði lýst yfir því að stríðið gegn eiturlyfjum hefði „mistekist algerlega“ og David Cameron, forsætisráð- herra Bretlands, sagt að „stríð gegn eit- urlyfjum … hefði verið reynt og við vitum öll að það virkar ekki“. Ummæli Obama eru hins vegar frá 2002 og Camerons frá 2004 og langt í að þeir kæmust til valda. Stjórnast af hugmyndafræði og pólitík Í skýrslunni segir að nú séu fimmtíu ár frá samþykki sáttmála Sameinuðu þjóðanna um fíkniefni og fjörutíu ár frá því að Rich- ard Nixon Bandaríkjaforseti hóf stríðið gegn eiturlyfjum og brýn þörf sé á umbót- um í áætlunum um að hemja útbreiðslu eiturlyfja, jafnt á alþjóðlegum vettvangi sem í einstökum ríkjum. „Eiturlyfjastefna og aðgerðir á öllum stigum stjórnast allt of oft af hug- myndafræði og pólitískum hentugleika og hinn flókni heimur eiturlyfjamarkaðarins, eiturlyfjanotkunar og eiturlyfjafíknar fær of litla athygli,“ segir í skýrslunni. „Gríðarleg fjárútlát í glæpavæðingu og heftandi aðgerðir á hendur framleið- endum, flytjendum og neytendum ólög- legra lyfja hafa greinilega hvorki dugað til að hemja að neinu marki framboð né neyslu,“ segir í skýrslunni. „Sigrar, sem virðast hafa náðst með því að útiloka eina uppsprettu eða smyglarasamtök, eru máðir út nánast samstundis með nýjum upp- sprettum og smyglurum. Heftandi aðgerðir á hendur neytendum standa opinberum aðgerðum til að draga úr HIV/alnæmi, dauðsföllum vegna ofskammta og öðrum skaðlegum afleiðingum eiturlyfjanotkunar fyrir þrifum. Ríkisútgjöld til að draga úr framboði og til fangelsunar koma í stað skilvirkari fjárfestinga í að draga úr eft- irspurn og tjóni.“ Neyslan jókst þrátt fyrir stríðið Til marks um það hvað stríðið gengur illa er að á milli 1998 og 2008 jókst neysla heróíns og annarra ópíumlyfja í heiminum um 34,5%, neysla kókaíns um 27% og kanna- bis um 8,5%. „Við förum ekki í stríð við okkar eigin þjóð,“ sagði hollenskur lögregluvarðstjóri í samtali við blaðið The Economist þegar það fjallaði um sérstöðu Hollendinga í eitur- lyfjamálum fyrir nokkrum árum. Útgangs- punktur skýrslunnar er að viðurkennt verði að eiturlyfjavandamál heimsins felist í heilsufarslegum og félagslegum vanda, sem tengist innbyrðis og þurfi að koma stjórn á, fremur en stríði, sem þurfi að vinna. Nefndin leggur til að hætt verði að glæpavæða, útskúfa og brennimerkja fólk, sem notar eiturlyf, en veldur öðrum engu tjóni. Hún hvetur sömuleiðis ríkisstjórnir til þess að gera tilraunir með að leyfa eit- urlyf til þess að draga úr valdi skipulagðra glæpasamtaka og standa vörð um heil- brigði og öryggi borgaranna. „Þessi tillaga á einkum við um kannabis, en við hvetjum einnig til annarra tilrauna í að afnema glæpinn og setja lagaramma til að ná þess- um markmiðum og skapa öðrum fyr- irmyndir,“ segir í skýrslunni. Nefndin telur mikilvægt að þeim, sem á þurfa að halda, sé boðið upp á heilbrigð- isþjónustu og meðferð. Tryggja þurfi að fjölbreytt úrræði séu fyrir hendi, ekki bara meþadon og búprenorfín, heldur einnig meðferðir þar sem boðið er upp á heróín og gefið hafi góða raun í fjölda Evrópulanda og Kanada. Fíklar þurfi að hafa aðgang að sprautum og öðrum úrræðum, sem hafi reynst vel í að draga úr útbreiðslu HIV og annarra smitsjúkdóma, sem berast með blóði, sem og dauðsföllum vegna of stórra skammta. Virða þurfi mannréttindi eitur- Árangurs- laust stríð gegn eitri Sjaldan hefur annar eins fjöldi málsmetandi manna lagt nafn sitt við skýrslu og hópurinn, sem skrifar undir nýútkomna skýrslu um stríðið gegn eiturlyfjum. Niðurstaðan er sú að stríðið hafi gjörsamlega misheppnast og algerlega nýrr- ar hugsunar sé þörf. Karl Blöndal kbl@mbl.is Baráttan gegn eiturlyfjahringjum hefur kostað ófá mannslíf. Lengi vel virtist Kól- umbía ætla að verða eiturlyfjabarónum að bráð. Þar hefur ástandið skánað, en skálm- öld ríkir í Mexíkó. Í borginni Ciudad Juarez, sem kölluð hefur verið háborg morða í heiminum, munu vera 9.000 manns undir vopnum á vegum eiturlyfjabaróna, þar af 3.000 undir lögaldri, og í Chihuahua 5.000 manns. Báðar eru þessar borgir í norður- hluta Mexíkó. Ciudad Juarez er norðan við Rio Grande, hinum megin við ána er El Paso í Texas. Í fyrra voru 3.100 manns myrtir í Ciudad Juarez í átökum glæpagengja. Of- beldið heldur áfram þótt í borginni séu nú 9.000 hermenn og lögregluþjónar að reyna að spyrna við fótum og hafa 900 menn ver- ið myrtir þar á þessu ári. Til eru rannsóknir, sem benda til að harkalegar aðgerðir gegn eiturlyfjagengjum ýti undir ofbeldi þeirra í millum og vopnakapphlaups við yfirvöld. Bandarísk stjórnvöld hafa ávallt þrýst á yfirvöld í Suður-Ameríku að beita eiturlyfja- samtök hörðu og hafa lagt þeim til liðsafla. Bandarískar stofnanir hafa reyndar ekki alltaf verið samstiga í þeirri baráttu og til dæmis horft í gegnum fingur sér þegar skæruliðasveitir þeim þóknanlegar hafa fjármagnað starfsemi sína með eiturlyfjum. Stjórnmálamenn í Rómönsku-Ameríku hafa margir gagnrýnt þessa stefnu bandarískra stjórnvalda og bent á að eiturlyfjabar- ónarnir myndu ekki þrífast án eftirspurn- arinnar í Bandaríkjunum. Nær væri að huga að þeim þætti vandans en að reka stríð í öðrum löndum. Morðalda gengur yfir Mexíkó

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.