SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Page 20
20 12. júní 2011
B
jart er yfir Magnúsi Sædal Svav-
arssyni þegar hann tekur á móti
mér á heimili sínu í Breiðholtinu
þetta eftirmiðdegi – húsi sem
hann byggði með eigin höndum. Því fer
víðsfjarri að það sé eina húsið sem hann
hefur tekið þátt í að byggja um dagana en
ferill Magnúsar í faginu spannar nú hálfa
öld. Lengst hefur hann gegnt embætti
byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar en
lætur af störfum á næstu vikum. Þau
tímamót eru tilefni heimsóknar minnar.
Magnús er menntaður húsasmíða-
meistari en lauk einnig prófi sem bygg-
ingatæknifræðingur frá Tækniskóla Ís-
lands árið 1973. Hann vann í stuttan tíma
hjá Öryggiseftirliti ríkisins en réðst til
Rafmagnsveitu Reykjavíkur í ársbyrjun
1974 og hafði umsjón með bygginga-
framkvæmdum á hennar vegum í áratug.
Miklar framkvæmdir voru á vegum Raf-
magnsveitunnar á þessum tíma, meðal
annars uppbygging nýs aðveitukerfis í
borginni og bygging höfuðstöðva Raf-
magnsveitunnar á Suðurlandsbraut 34.
1984 réðst Magnús til byggingardeildar
borgarverkfræðings en hlutverk hans þar
var að sjá ásamt öðrum starfsmönnum um
mannvirki borgarsjóðs, byggingu, hönn-
un, eftirlit, viðhald og fleira. Upphaflega
var um ársleyfi frá rafmagnsveitunni að
ræða en Magnús ílentist hjá borgarverk-
fræðingi og tók við stöðu deildarstjóra
tæknideildar. „Þarna kom ég að byggingu
allra tegunda mannvirkja sem hið op-
inbera sér um að reisa, svo sem skólum,
sundlaugum, bókasöfnum og byggingum
fyrir aldraða,“ segir hann.
Hlutirnir þurfa að standast
Árið 1993 var staða byggingarfulltrúa
Reykjavíkurborgar auglýst og sótti Magn-
ús um. Hann var ráðinn og tók við emb-
ættinu 1. nóvember 1993. „Á þeim tíma-
punkti var ég kominn með mjög víðtæka
reynslu á sviði mannvirkjagerðar og hefur
það nýst mér prýðilega í starfi. Það er ekki
auðhlaupið að taka við embætti af þessu
tagi, þar sem framfylgja þarf ákveðnum
lögum og reglum, og koma inn í nýtt um-
hverfi þar sem framkvæma þarf stjórn-
sýslugerðir. Þar verða hlutirnir að stand-
ast.“
Sett voru ný skipulags- og byggingalög
1997 og við það segir Magnús mikla breyt-
ingu hafa orðið á störfum byggingarfull-
trúa. Tekið var upp nýtt kerfi í sambandi
við byggingarstjóra og ýmsar fleiri breyt-
ingar gerðar. „Það hefur gríðarlega mikið
breyst á þessum rúmu sautján árum sem
ég hef verið í þessu starfi. Skráning
mannvirkja er allt önnur heldur en var,
betri skil eru orðin á gögnum og um-
hverfið allt orðið harðara. Þar á ég við að
með stjórnsýslulögum 1993 voru kröfur
hertar til muna, auk þess sem fólk er orðið
miklu betur meðvitað um rétt sinn en áð-
ur. Það kallar á vandaðri vinnubrögð sem
eru vitaskuld af hinu góða.“
Þegar Magnús tók við embættinu var
starfandi pólítískt kjörin byggingarnefnd,
eins og verið hafði allar götur frá 1839, en
1995 tók borgin þátt í svokölluðu reynslu-
sveitarfélagsverkefni sem fólst m.a. í því
að fela byggingarfulltrúum í auknum
mæli afgreiðslu mála. „Þetta kerfi þróaðist
með þeim hætti að í dag er hin pólitískt
kjörna byggingarnefnd í raun horfin og
byggingarfulltrúinn tekinn við því hlut-
verki. Þetta er til mikilla bóta að mínu viti
enda virkar regluverkið í þessum geira
mjög vel. Embættismenn þurfa að fara að
stjórnsýslulögum.“
Rafrænar umsóknir
Um síðustu áramót tóku ný mann-
virkjalög gildi og þar koma, að sögn
Magnúsar, fram enn fleiri nýjungar og
breytingar á fjölmörgum sviðum. „Í
framtíðinni sé ég fyrir mér þær breytingar
að til dæmis öll umfjöllun um bygging-
arleyfi verði rafræn en menn eru þegar
byrjaðir að feta þá slóð. Ég sé líka fyrir
mér að hlutverk embætta byggingarfull-
trúa verði hrein stjórnsýsluembætti en
núgildandi lög opna fyrir það að hluti af
starfssviðinu færist yfir á markað.“
Spurður hvort eitthvað hefði mátt bet-
ur fara í tíð hans sem byggingarfulltrúa
svarar Magnús því til að borgarbúar hafi
byggt of hratt í „bólunni“ eftir aldamótin.
„Það var erfitt að hafna öllu sem þar var
lagt á borð fyrir menn. Ég beið alltaf eftir
því að byggingariðnaðurinn myndi
stranda en sá að vísu ekki fyrir mér að allt
annað myndi hrynja í leiðinni. Þetta var
ég farinn að óttast upp úr 2005 enda
steinhættur að botna í því magni bygginga
sem fór gegnum pípurnar hjá okkur. Hafa
ber þó í huga að Reykjavíkurborg steig
ekki trylltasta dansinn í sambandi við
íbúðarhúsnæði á þessum tíma, önnur
sveitarfélög gerðu það. Ef eitthvað er voru
byggðar færri íbúðir í Reykjavík en oft áð-
ur. Í minni tíð hefur verið lokið við um tíu
þúsund íbúðir sem eru um 20% af íbúðum
í Reykjavík. Til eru sveitarfélög sem
byggðu mun meira.“
Gríðarlega illvíg mál
Byggingarfulltrúi hefur aðkomu að ýms-
um málum, ekki öllum jafnskemmti-
legum, eins og gefur að skilja. Nágranna-
erjur eru í því sambandi Magnúsi efst í
huga. „Samskipti við borgarana geta
stundum verið mjög erfið. Það getur
komið til deilna á milli þeirra sem stig-
magnast þangað til þeir eru farnir að
leggja fæð hverjir á aðra. Þetta eru oft
gríðarlega illvíg mál sem krafist er að við
stígum inn í og leysum. Enda þótt við
séum öll af vilja gerð að sætta mál er það
stundum þannig að engar sættir nást. Þá
er gripið til þvingunarúrræða sem maður
vonar að dugi. Það gengur því miður ekki
alltaf, sum mál rísa upp aftur og aftur eftir
að hafa legið í láginni og önnur mál verða
aðeins leyst með einum hætti – dauða.
Þegar menn deyja verður ekki áfram
haldið. Dauðinn hefur stundum verið
góður bandamaður minn!“
Hann glottir.
Eftir að hafa starfað í tæpa fjóra áratugi
á vettvangi borgarinnar, á þremur vinnu-
stöðum, segir Magnús góð samskipti við
samstarfsfólk standa upp úr. „Reykjavík-
urborg hefur á að skipa miklu úrvalsliði.
Mannauður borgarinnar er mikill. Fólk
vinnur af metnaði og áhuga og leggur sig
fram um að gera sitt besta. Hlutverk okk-
ar er að þjóna borgarbúum og bæta sam-
félagið og það tel ég okkur vera að gera.“
Spurður hvort hinn almenni borgarbúi
skynji þetta segir Magnús það mjög mis-
jafnt. „Ég er sannfærður um að mjög
margir gera það en það eru líka margir
sem eru vissir um að við séum bara að
naga blýanta og reyna að leggjast í götu
þeirra. Ætli þetta velti ekki á úrlausnum
mála. Embætti byggingarfulltrúa er í eðli
sínu ekki vel fallið til þátttöku í vinsælda-
keppni.“
Byggt á
reynslunni
Fyrir réttum fimmtíu árum hætti ungur drengur í
skóla og réð sig í byggingavinnu. Hann óraði
ekki fyrir því þá en byggingar áttu eftir að verða
hans ævistarf. Undanfarin sautján og hálft ár
hefur Magnús Sædal Svavarsson verið bygging-
arfulltrúi Reykjavíkur en lætur senn af störfum
að eigin ósk og snýr sér að allt öðru.
Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Mynd: Ernir Eyjólfsson ernir@mbl.is
Magnús hefur komið að mörgum óvenjulegum verkefnum á starfsferlinum en eitt af þeim
minnisstæðustu tengist listaverki Richards Serra í Viðey sem sett var upp fyrir tveimur
áratugum. „Ég var fenginn til að aðstoða listamanninn við uppsetningu verksins og var
það mikið verk. Þetta eru miklir stuðlabergsdrangar. Fórum við Serra út í Viðey og reistum
saman eitt súlupar. Síðan átti mínu hlutverki að vera lokið og hann að taka við.“
Það fór á annan veg. „Daginn eftir hringdi Serra hingað heim, kvaðst vera veikur og bað
mig að koma og hitta sig á hóteli. Þá kom í ljós að hann var að fara heim til Bandaríkjanna
og vildi að ég kláraði að setja verkið upp. „Þú veist alveg hvað ég er að hugsa og hvernig
ég vil hafa þetta,“ sagði Serra.“
Magnús gat ekki skorast undan þessu og reisti súlurnar sem eftir voru á fimm dögum
með hjálp verktaka. „Ég kemst líklega ekki nær því sjálfur að vera listamaður en að reisa
verk eftir þennan heimsfræga mann!“
Listaverk Bandaríkjamannsins Richards Serra í Viðey.
Morgunblaðið/Þorkell
Hljóp í skarðið fyrir Serra