SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Page 30
30 12. júní 2011
Á
síðustu fimm vikum hef ég
skrifað fimm greinar á þessum
vettvangi um Ísland framtíð-
arinnar, þar sem ég hef lýst
sjónarmiðum um nokkur grundvallarmál
í samfélagsþróun næstu ára og áratuga.
Þessi greinaröð varð til af tveimur ástæð-
um. Annars vegar eftir samtal við tvo
yngri dóttursyni mína, sem spurðu
hvernig mér fyndist að samfélag okkar
ætti að verða í framtíðinni. Hins vegar
vegna hvatningar frá æskuvinkonu minni,
Bryndísi Schram. Eftir lestur tveggja
fyrstu greinanna sagði hún: Þetta er allt
gott og blessað hjá þér en þú ert einangr-
unarsinni. Í þessari síðustu grein í þessari
greinaröð um Ísland framtíðarinnar mun
ég fjalla um það viðhorf að við sem erum
andstæðingar aðildar Íslands að Evrópu-
sambandinu séum einangrunarsinnar.
Við Bryndís kynntumst ári áður en Atl-
antshafsbandalagið var stofnað. Ég hef
stutt aðild Íslands að því frá stofnun þess
og deildi hart við skólafélaga mína fyrir
þess hönd frá ellefu ára aldri. Atlantshafs-
bandalagið varð til sem varnarbandalag
frjálsra þjóða beggja vegna Atlantshafs
fjórum árum eftir heimsstyrjöldina síðari,
þegar ljóst var orðið að Sovétríkin hugðust
fylgja í fótspor Adolfs Hitlers og leggja
undir sig eins mikið af Evrópu og þeim
væri framast unnt. Stofnun þess varð til
þess að sú framsókn Sovétríkjanna og
kommúnismans var stöðvuð. Þar skipti
auðvitað mestu herstyrkur og efnahags-
styrkur Bandaríkjanna enda Evrópa í rúst
á þeim tíma.
Í dag er Atlantshafsbandalagið auðvitað
allt annað bandalag en það var á árum
kalda stríðsins. Nú er það orðið að eins
konar öryggismálabandalagi flestra Evr-
ópuríkja. Mörg fyrrverandi leppríki Sov-
étríkjanna hafa gerzt aðilar að því, ekki
sízt til þess að tryggja eigið öryggi í því til-
viki að stórveldið í austri bregði á leik. En
jafnframt verður sú spurning örugglega á
dagskrá á næstu árum, að Rússland gerist
einnig aðili að því. Þar með væri orðið til
öryggismálabandalag allra þjóða á vest-
urhveli jarðar, sem tryggði öryggi þeirra
gegn hugsanlegri ógn úr öðrum áttum. Í
þessu ljósi er tillaga VG um að Íslandi segi
sig úr Atlantshafsbandalaginu furðulegt
fortíðarfyrirbæri.
Eru þeir einangrunarsinnar, sem alla tíð
hafa stutt aðild Íslendinga að þessu sam-
starfi?
Þegar umræður stóðu yfir um aðild Ís-
lands að Fríverzlunarsamtökum Evrópu
(EFTA) undir lok viðreisnaráranna fjallaði
ég mikið um það mál á síðum Morgun-
blaðsins. Niðurstaðan varð aðild og henni
fylgdu margvíslegar breytingar á Íslandi,
bæði jákvæðar og neikvæðar. Markaðir
opnuðust betur en áður en samkeppni
jókst hér innanlands frá útlöndum með
þeim afleiðingum að myndarleg iðnfyrir-
tæki lögðust af. Heildarniðurstaðan varð
jákvæð. Andstæðinga aðildar Íslands að
EFTA var að finna á vinstri kanti stjórn-
málanna á þeim tíma.
Eru þeir einangrunarsinnar, sem
studdu aðild Íslands að EFTA?
Undir lok níunda áratugarins hófust
umræður um frekara samstarf EFTA-
ríkjanna, sem eftir stóðu við Evrópusam-
bandið. Sjálfstæðisflokkurinn hallaðist á
þeim tíma frekar að tvíhliða samningum
við einstök Evrópuríki. Við ritstjórar
Morgunblaðsins á þeim tíma vorum ann-
arrar skoðunar og studdum þátttöku Ís-
lands í hinu evrópska efnahagssvæði, sem
þá stóð til boða. Sömu afstöðu tók Sjálf-
stæðisflokkurinn síðar.
Eru þeir einangrunarsinnar, sem
studdu EES-samninginn, sem sam-
þykktur var á Alþingi 13. janúar 1993?
Í þessum þremur tilvikum var um að
ræða þátttöku Íslands í samstarfi við aðrar
þjóðir á þeim forsendum, að Íslendingar
voru eftir sem áður sjálfstæð þjóð. Við
réðum málum okkar sjálf. Gerðum tví-
hliða samning við Bandaríkin um varnir
Íslands á tímum kalda stríðsins og tryggð-
um okkur betri aðgang að mörkuðum í
Evrópu með EES-samningnum.
Aðild Íslands að Evrópusambandinu er
allt annað mál og alveg sérstaklega þegar
horft er til þess, hvernig ESB hefur þróazt
síðustu misseri. Evrópusambandið varð til
á grundvelli göfugra hugsjóna um að úti-
loka hernaðarátök á milli ríkja á megin-
landi Evrópu. Því markmiði hefur verið
náð með glæsibrag. Við áttum engan hlut
að þeim átökum, sem stóðu um aldir, og
þess vegna ekkert tilefni fyrir okkur til
þess að gerast aðilar af þeim sökum.
Evrópusambandið er að þróast í 500
milljón manna Bandaríki Evrópu. Það
liggur í augum uppi, að við sem erum
rúmlega þrjú hundruð þúsund munum
engin áhrif hafa í því ríkjabandalagi. Við
yrðum gleypt og mundum hverfa inni í
því mannhafi.
Eru þeir einangrunarsinnar, sem eru
andvígir því, að það gerist?
Ég held ekki.
Við náum okkur upp eftir hrunið. Við
eigum okkur glæsta framtíð, sem sjálfstæð
þjóð í lykilstöðu á Norður-Atlantshafi. Við
munum aldrei hafa nein áhrif á alþjóða-
vettvangi enda á það ekki að vera okkur
neitt kappsmál.
Við eigum að leggja áherzlu á að byggja
hér upp farsælt, lýðræðislegt og opið sam-
félag, sem hefur fyrst og fremst þann
metnað að búa fólkinu, sem hér býr, heil-
brigt og gott líf. Við þurfum á því að halda
en ekki öðru.
Það eru engin sérstök vandamál fólgin í
því að vinna að því marki en standa á eigin
fótum.
Þótt friður ríki í Evrópu og hafi gert að
mestu frá stríðslokum, ef átökin á Balk-
anskaga eru undanskilin, eru mörg
vandamál þar á ferð í samskiptum ríkja í
milli sem eru óleyst og ekki fyrirsjáanlegt
að verði leyst í náinni framtíð. Við höfum
ekkert bolmagn til að stuðla að lausn
þeirra. Þess vegna fer bezt á því að við
hugum að því, sem að sjálfum okkur snýr.
Varla er það einangrunarstefna að vilja
rækta eigin garð?
Ísland framtíðarinnar VI:
Er það einangrunarstefna að rækta eigin garð?
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@mbl.is
O
furfyrirsætan Adriana Lima fagnar þrítugs-
afmæli sínu um helgina. Hún ólst upp í Salva-
dor í Bahia í Brasilíu og er best þekkt sem ein
af englum bandaríska undirfatamerkisins
Victoria’s Secret. Hún hefur starfað fyrir nærfatarisann
frá árinu 2000 en hún var líka andlit Maybelline-
snyrtivara á árunum 2003-2009. Þótt hún sé grönn svelt-
ur hún ekki því frá árinu 2005 hefur Lima verið á topp
fimm á lista Forbes yfir tekjuhæstu fyrirsætur í heimi.
Lima fór í fyrirsætustarfið fyrir tilviljun eins og svo
margar stúlkur. Hún tók þátt í fyrirsætukeppni vegna
þess að vinkona hennar vildi ekki gera það ein. Skömmu
síðar, þegar hún var fimmtán ára, vann hún keppnina
„Ofurfyrirsæta Brasilíu“ og tók síðan þátt í keppninni
„Ofurfyrirsæta heims“ á vegum Ford-módelskrifstof-
unnar en þetta var árið 1996. Þar lenti hún í öðru sæti.
Þremur árum síðar flutti hún til New York og hefur hún
notið mikillar velgengni í tískuheiminum allar götur síð-
an. Hún hefur prýtt forsíður margra útgáfna af Vogue og
Marie Claire og gengið sýningarpallana fyrir marga
helstu hönnuði heims.
Hún hefur látið til sín taka í leiklistarheiminum en hún
lék í stuttmyndinni The Follow árið 2001 ásamt Clive
Owen og Mickey Rourke. Hún kom fram sem hún sjálf
ásamt fleiri Englum í þáttunum How I Met Your Mother
árið 2007. Hún lék líka sjálfa sig í einum þætti af tísku-
tengdu sjónvarpsþáttunum Ugly Betty en þar vingaðist
hún við aðalpersónu þáttanna, sem America Ferrera leik-
ur.
Hún var um tíma kærasta bandaríska rokksöngvarans
Lennys Kravitz en er nú er gift serbneska körfubolta-
manninum Marko Jaric. Þau eiga saman dótturina Val-
entinu Lima Jaric, sem kom í heiminn 15. nóvember
2009, aðeins tvö kíló eða átta merkur, eftir 34 vikna með-
göngu, en Lima fékk meðgöngueitrun.
ingarun@mbl.is
Limafögur
og launahá
Lima klæðist oft framandi fatnaði í vinnu sinni fyrir Victori-
a’s Secret en hér er hún við kynningu á sundfatalínu.
Reuters
’
Þótt hún sé grönn sveltur
hún ekki því frá árinu 2005
hefur Lima verið á topp
fimm á lista Forbes yfir tekju-
hæstu fyrirsætur í heimi.
Brjóstahaldari þessi er skreyttur þrjú þúsund demöntum.
Verðmiðinn er 230 milljónir króna.
Á þessum degi
12. júní 1981