SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Page 34
34 12. júní 2011
Á
r hvert er haldin í Árósum tónlistarhátíðin
Spot þar sem norrænar hljómsveitir koma
saman. Obbi sveitanna er danskur, sem
vonlegt er, bæði vegna staðsetningarinnar
og eins vegna þess að danska rokkráðið, ROSA -
Dansk Rock Samråd, heldur hátíðina. Að því sögðu
þá er líka talsvert af hljómsveitum og listamönnum
annars staðar af Norðurlöndum og undanfarin ár hafa
skipuleggjendur Spot fengið erlenda listamenn til að
krydda súpuna og það stundum rækilega, eins og síð-
ar verður greint frá.
Í tengslum við hátíðina eru haldnar málstofur og
fundir ýmiskonar og menn glíma við hinstu rök
rokktilverunnar eins og: Hvernig seljum við fleiri
plötur, hvernig fáum við Ameríkanana/Bretana/
Þjóðverjana til að hlusta á okkur, er hægt flytja út
norrænt rokk og svo má telja. Ein spurning sem
menn spyrja oft þar úti, og ég hef reyndar sjálfur
verið spurður oftar en einu sinni: Eiga norrænar
hljómsveitir eitthvað sameiginlegt / skilur eitthvað
norrænt rokk frá öðru rokki? Ég get svosem svarað
því hér í eitt skipti fyrir öll: Nei.
Fyrst það íslenska
Það er skynsamlegt að koma því íslenska frá: Á Spot
2011 spiluðu íslensku hljómsveitirnar Ham og Dikta
og tónlistarmennirnir Mugison (Örn Elías Guð-
mundsson), og Helgi Hrafn Jónsson. Það að fá Ham
inn á slíka hátíð var óvæntur bónus og skemmtilegur,
ekki síst þar sem stærsti hluti dagskrár sveitarinnar
var ný lög sem gefin verða út á árinu. Þar á meðal
var margt hnossgætið – til að mynda Ingimar sem er
næsti smellur Hamara.
Diktumenn voru að vanda fagmannlegir og vel
spilandi, enda að ljúka tónleikaferð um Þýskaland.
Þeir voru því miður að spila nokkuð snemma á laug-
ardeginum og mæting því ekki nema í meðalagi góð.
Kvöldið áður hafði Mugison leikið í sama sal en á
betri tíma og salurinn smekkfullur. Hann lenti í
hremmingum með græjuna sína góðu, hljóðfærið
heimasmíðaða, og var því bara með kassagítarinn, en
kom ekki að sök, það fer honum mjög vel, ekki síst
þegar áheyrendur þekkja lögin jafn vel og kom í ljós.
Undanfarin ár hefur Helgi Hrafn Jónsson verið
ráðsmaður hjá dönsku tónlistarkonunni Tinu Dickov.
Sú nýtur mikilla vinsælda í heimalandi sínu og það að
vonum, enda bæði fínn lagasmiður og góð söngkona.
Helgi var þó á Spot sem sinn eigin herra, var að
kynna eigin lagasmíðar, en nú var það hlutverk Tinu
Dickov að sjá um undirspil og bakraddir. Eflaust hafa
Af nor-
rænu
rokki
Á tónlistarhátíðinni Spot fær
norræn tónlist að hjóma, rétt
aðeins kryddað með framandi
tónum. Hljómsveitirnar eru
misjafnar eins og gengur, en
stundum geta menn ekki annað
en gapað yfir snilldinni.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Jenny Wilson hin
sænska tók feikn
fjöruga gospelrispu.
Ljósmynd/Spot/Thorsten Overgaard