SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Qupperneq 37

SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Qupperneq 37
12. júní 2011 37 Fyrst um sinn var einungis boðið upp á hlaðborð í hádeginu en fyrir rúmum tveimur mánuðum færði staðurinn út kvíarnar og er nú einnig opinn á kvöldin. Hlaðborðið samanstendur af mörgum matarhefðum með persnesku ívafi en á kvöldin er persneskur matur allsráðandi. Elham ræður ríkjum í eldhúsinu á Eld- hrímni en eftir að afgreiðslutíminn var lengdur koma fleiri að matseldinni með henni. Gestir geta valið á milli marg- víslegra kjötrétta, nauts, lambs eða kjúk- lings, sem gjarnan eru bornir fram á sverði með hrísgrjónum eða naan-brauði. Grænmetisréttir Elham njóta einnig mik- illar hylli. Elham segir galdurinn við matseldina vera að marinera nýtt kjötið í smá tíma enda geri það steikina mun safaríkari en ella. Fyrir vikið er ekki mikið um krydd í persneskri matargerð en safi meðal ann- ars sóttur í grillaða tómata sem gefa rétt- unum ferskan blæ. „Bragðið af kjötinu er aðalatriðið. Íslendingar eru mikið sósu- fólk og margir biðja um jógúrtsósu með kjötinu. Við verðum að sjálfsögðu við því en að mínu mati truflar sósan bragðið af eldgrilluðu kjötinu,“ segir Elham. Uppskriftirnar eru bæði frá Elham sjálfri, sem hefur verið mikilvirk í mat- argerð frá tíu ára aldri, ömmu hennar í Íran og öðrum fjölskyldumeðlimum. „Ég er alltaf að bæta við mig og prófa eitthvað nýtt en grunninn fékk ég í eldhúsinu heima.“ Máni, sem hefur nú slegist í hópinn, er spurður hvort hann komi með einum eða öðrum hætti að matseldinni. „Ertu frá þér?“ spyr hann skelkaður á svip. „Þá myndi staðurinn tæmast á augabragði!“ Sálin í staðnum Máni er sáttur við að vera maðurinn á bak við tjöldin. „Elham er heilinn, ég er vöðvarnir. Drungalegi maðurinn í skugg- anum!“ segir hann og hlær. „En að öllu gríni slepptu,“ heldur hann áfram, „þá er Elham sálin í staðnum. Hún er algjör galdrakona í eldhúsinu.“ Elham segir Mána líka hafa mikilvægu hlutverki að gegna. Hann sé til dæmis mjög sýnilegur á staðnum og gjarn á að gefa sig á tal við gesti. „Þeim líkar það alls ekki illa og þegar hann er ekki hérna er stundum spurt eftir honum – aðallega kvenfólkið!“ Dátt er hlegið. „Ég hef alltaf jafngaman af því að kynnast nýju fólki,“ útskýrir Máni. „Heimurinn væri lítils virði væri maður einn í honum.“ Matarins frá Eldhrímni má njóta víðar en í Borgartúninu en frændsystkinin leggja áherslu á fjölbreytta veisluþjón- ustu. Spurð hvort einhverjar fjöldatak- markanir séu á henni svarar Máni: „Nei, engar. Eina skilyrðið er að fólkið sé skemmtilegt!“ Á Elham er að skilja að matarvenjur Ís- lendinga og Írana séu gjörólíkar. „Heima í Íran gefur fólk sér góðan tíma til að und- irbúa og borða matinn. Fjölskyldan mín kemur öll saman við morgunverðarborðið og enginn er að flýta sér.“ Gefa menn sér jafnvel hálftíma, þrjú korter við morgunverðarborðið? spyr ég og er ríflegur á því. „Já, já,“ svarar Elham sposk, „og jafnvel lengri tíma um helgar.“ Sjá menn það fyrir sér í Grafarvoginum eða Breiðholtinu? Ætli það teljist ekki gott hjá fjölskyldum þar að ná tíu mínútum saman, hámark korteri, áður en reyks- pólað er út í daginn. „Einmitt,“ segir Elham brosandi. „Margir Íslendingar mega gefa sér meiri tíma til að njóta matarins. Það tekur rúm- lega klukkutíma að borða kvöldmat í Íran, helst lengur ef borðað er úti. Hér fær maður gjarnan þessa spurningu þegar fólk er búið að panta: „Hvað kemur maturinn eftir langan tíma?“ Við segjum fólki þá bara að það taki tíma að búa til góðan mat, bjóðum því framandi forrétt og ráðleggj- um fólki að njóta kvöldsins í ró og næði.“ Spurð hvaðan nafnið á staðnum komi upplýsir Elham að Máni hafi haft umsjón með því máli. „Það tók hann sex mán- uði!“ Er það ekki bara íranski hraðinn? spyr ég glottandi. „Jú, jú,“ segir Elham og hlær dátt. „Það var erfitt að finna nafn sem nær utan um það sem við erum, nútímalandnámsmenn sem búum til gómsætan mat.“ Máni kveðst hafa leitað álits víða og flestir hvatt hann til að velja stutt nafn, helst ekki fleiri stafi en þrjá til fjóra. „Menn voru að tala um REX og SALT og svona nöfn en mér fannst það ekki nægi- lega spennandi,“ segir hann. „Á endanum bárust okkur sjötíu tillögur og Eldhrímnir varð fyrir valinu. Það var ungur sagnfræð- ingur sem kom með það, Vésteinn Val- garðsson.“ Vettvangur listviðburða Bragi Valgeirsson, sem vinnur að mark- aðs- og kynningarmálum fyrir Eldhrímni, segir ótvíræð sóknarfæri fyrir hendi. „Það hefur vantað svona stað í Reykjavík og viðtökur hafa verið vonum framar,“ segir hann. „Fólk er alltaf spennt fyrir góðum mat á mannsæmandi verði.“ Bragi segir Eldhrímni leggja mikið upp úr því að vera fjölskylduvænn staður og vonast til að geta fljótlega boðið upp á leiksýningar fyrir börnin um helgar. Lif- andi tónlist á líka vísan samastað í Eld- hrímni og kveðst Bragi ekki síst vilja gefa ungu og upprennandi tónlistarfólki tæki- færi til að spila fyrir gesti, í hádeginu eða á kvöldin. Þá býðst listamönnum tækifæri til að láta ljós sitt skína á veggjum stað- arins. Um helgar er lítið mál að breyta efri sal Eldhrímnis í „besta danspall í Reykja- vík“ fyrir einkasamkvæmi. Þeir sem minna mega sín eiga líka traustan vin í Eldhrímni en hluti af veltu síðasta árs var gefinn til góðgerðarmála. „Þá ákváðum við að styrkja Barnaspítala Hringsins í fyrra og SOS barnahjálp á þessu ári. Þetta er góður og nauðsynlegur siður, þegar allt kemur til alls erum við öll gestir á Móður Jörð,“ segir Máni. Já, Eldhrímnir eldar að sönnu fyrir fleiri en æsi og einherja. Joojeh kabab, eldgrilluð kjúklingabringa á sverði með hrísgrjónum eða naan. Tómatsúpa með fersku basil. Grænmetisbuff með ferskum kryddjurtum, steiktu grænmeti og hrísgrjónum. Forréttur. Eggaldin með hvítlauki, basil og naan-brauði. Barg kabab. Eldgrillað nauta- eða lambafille á sverði og grillaður tómatur. Kjötið er gjarnan grillað á spjótum í eldhúsi Eldhrímnis. Skannaðu kóðann til að skoða matseðil Eldhrímnis

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.