SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 40

SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Blaðsíða 40
40 12. júní 2011 Æ vi Hallbjörns Hjartarsonar á Skagaströnd hefur ekki allt- af verið dans á rósum en í dag, laugardag, verður stig- ið stórt skref í þá átt að varðveita minn- ingu þessa ástsæla alþýðulistamanns, hins eina, sanna, íslenska sveitasöngvara, til frambúðar. Þá verður opnað Kántrýsetur í heimabæ hans. Dóttir Hallbjörns og tengdasonur, Svenný og Gunnar Halldórsson, sem nú reka Kántrýbæ (sem Hallbjörn kom á fót og rak lengi) fengu hugmynd að safni fyrir nokkrum árum og draumurinn er um það bil að rætast með dyggri aðstoð Margrétar Blöndal útvarpskonu og Björns Björnssonar leikmyndahönnuðar sem gerðu sýninguna. Hallbjörn, sem er nýorðinn 76 ára, trúir því varla sjálfur hvað er í nánd. „Þetta gerist venjulega ekki fyrr en 30 til 40 ár- um eftir að menn eru dauðir. Það er að minnsta kosti óvenjulegt að svona safn sé opnað á meðan fólk er enn ofan jarðar en mér finnst þetta alveg stórkostlegt. Mér hefði aldrei dottið í hug að ég ætti eftir að lifa þennan dag,“ sagði hann í samtali við Sunnudagsmoggann í vikunni. Litlu munaði raunar að ekkert yrði af því ævintýri sem líf Hallbjörns er, því þegar hann kom í heiminn, í júní 1935 á Blönduósi, var hann talinn andvana og það var fyrir hreina tilviljun að hjúkr- unarkona, sem átti leið í líkhúsið síðar sama dag, sá lífsmark með drengnum. Hjúkrunarkonan, Jóhanna að nafni, brá skjótt við og sá stutti hresstist fljótlega. Var hann síðan skírður í höfuðið á hjúkr- unarkonunni, ljósmóðurinni Hallberu og Birni eiginmanni hennar og heitir Hall- björn Jóhann. Hugmynd Svennýjar og Gunnars var fyrst að opna safn á efri hæð Kántrýbæjar „en það var til svo gríðarlega mikið af alls kyns hlutum, ljósmyndum og öðrum, að ákveðið var að nýta allt veggpláss í hús- inu,“ segir Gunnar. „Á sýningunni verður 21 veggspjald þar sem saga hans er rakin, í húsinu verða 11 sýningarskápar með ýms- um munum. Hér eru skjáir þar sem hægt verður að skoða margvíslegt sjón- varpsefni og við sum spjöldin eru spilarar þar sem hægt er að hlusta á lag sem passar við það spjald. Það er sem sagt mikið í þetta lagt og sýningin verður mjög glæsileg,“ segir Gunnar. Hljómplötur Hallbjörns nutu vinsælda og mörgum er í fersku minni þegar hann sló í gegn í Reykjavík á öndverðum níunda ára- tug síðustu aldar og söng m.a. fyrir leik KR og ÍA á Íslandsmótinu í knattspyrnu á Laugardalsvelli sumarið 1983 á vegum fé- lagsskapar sem kallaði sig KR-stuð. Hann hefur líka lent í ýmissi þrekraun; lenti í mjög slæmu slysi um árið, Kántrýbær brann og hann hefur glímt við veikindi. „Sá æðsti tók í taumana strax fyrsta dag- inn og lét litla fingurinn hreyfast; minn tími var ekki kominn þá frekar en oft síð- ar þegar á bjátaði. Mér var alltaf hleypt út í lífið aftur,“ segir Hallbjörn. Þrettán af sextán börnum með föður sínum eftir útför móður þeirra, Ástu Þ. Sveinsdóttur. Hallbjörn og Kristján bróðir hans léku oft saman. Kristján er með harmonikkuna. Reis á fyrsta degi aftur upp frá dauðum Hallbjörn Hjartarson var úrskurðaður látinn við fæðingu og fluttur í líkhús. Barninu varð til lífs að síðar sama dag átti hjúkrunarkona leið þar um og sá annan litla fingurinn hreyfast örlítið. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Hallbjörn kom frá í Óðali í samstarfi við KR-Stuð sumarið 1983 og þá var glatt á hjalla. Hallbjörn á Laugardalsvelli 1983. Formaður KR-Stuð, Baldur „Bóbó“ Frederiksen var kynnir. Hallbjörn á hótel Vík í Reykjavík 18 ára, þegar hann var í Tónlistarskólanum. Gamli Kántrýbær rifinn eftir elsvoða í október 1987. Staðurinn var opnaður á ný árið eftir. Hallbjörn og Amy Eymundsdóttir, eiginkona hans í rúmlega hálfa öld, skömmu eftir að þau kynntust á sjötta áratugnum. Hallbjörn 29 ára gamall.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.