SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Side 45

SunnudagsMogginn - 12.06.2011, Side 45
12. júní 2011 45 LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar KONA / FEMME, LOUISE BOURGEOIS 27.5. -11.9. 2011 KJARVAL, Úr fórum Jóns Þorsteinssonar og Eyrúnar Guðmundsdóttur 27.5. -11.9. 2011 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN KL. 14, í fylgd Jóns Guðmundssonar tónlistarmanns og kennara SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“ Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar Eitthvað í þá áttina, sýning um kortagerð, skrásetningu og staðsetningu. 14. maí - 21. ágúst Byggðasafn Reykjanesbæjar: Bátasafn Gríms Karlssonar: Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Ný sýning HLUTIRNAR OKKAR – úr safneign safnsins (9.6. – 16.10. 2011) Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17. KRAUM og kaffi. Garðatorgi 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ASÍ 21. maí til 26. júní Harpa Árnadóttir MÝRARLJÓS Sýningin er hluti af Listahátíð Opið 13-17, nema mánudaga. Aðgangur ókeypis. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Farandsýningin: Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn Stoppað í fat – Útskornir kistlar Glæsileg safnbúð og Kaffitár. Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga kl. 10-17 Myndin af Þingvöllum Verk frá 1782-2011 eftir 50 höfunda Laugard. 11. júní kl. 14 Einar Garibaldi Eiríksson ræðir við gesti um sýninguna OPIÐ: alla daga. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði Hugvit Einar Þorsteinn Ásgeirsson List án landamæra - Abstrakt Jón B.K. Ransu og Guðrún Bergsd. Sunnudag 12. júní Vinnustofa fyrir fjölskylduna – kl. 14 Á vinnustofunni verður unnið út frá sýningunni Hugvit Sýningastjóraspjall – kl. 15 Pétur H. Ármannsson ræðir við gesti um sýninguna Hugvit Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis 15. maí – 15. sept. Sumarsýningin Fundað í Fjölni Fjölbreyttar sýningar í báðum söfnum Opið alla daga kl. 11-18 www.husid.com Sími 483 1504 É g las nýlega að eitt skilyrðanna fyrir góð- um svefni væri að nýta svefnherbergið aðeins til þess að sofa. Það væri leyfilegt að vera náinn mak- anum í nokkrar mínútur áður en augum væri lokað en stranglega bannað að lesa. Mér finnst það mesta vitleysa. Lest- ur fyrir svefn skiptir mig svo miklu máli að ég hef eytt ómældum tíma í að finna hið fullkomna bókaljós sem veitir hæfilega birtu, ekki of mikla til að vekja lítið barn sem sefur í herberginu en nægilega til að ég sjái stafina á síðunum. Ég hef fundið út þægilegustu les- stellinguna í rúminu, liggjandi á bakinu með tvo kodda undir höfðinu, og velt fyrir mér stærð og þyngd bóka, gundvell- inum fyrir þeirri gæðastund sem kvöld- lesturinn er mér. Harð- spjaldabækur eru kvöl og pína. Þær eru oft of stórar og þungar og eftir stutta stund fara hand- leggirnir sem halda bókinni uppi að titra. Það getur kostað átak að halda bókinni opinni með þumlinum og síðurnar jafnvel það stórar að bókaljósið þarf að játa sig sigrað og lýsa aðeins á helming þeirra. Litlar, mjúkar, dásamlegar kiljur eru mitt uppáhald. Það má brjóta þær og beygja að vild, skinið frá bókaljósinu er nægilegt til þess að lýsa allt upp sem til þarf og að lestri loknum má koma kiljunni, lítilli og nettri, fyrir ofan á fatastafla eða milli síma, vekjaraklukku og snuða á sameiginlega náttborðinu. Ég geri alltaf ráð fyrir lestri áður en ég fer að sofa nema ég sé eitthvað alvarlega lasin! Hversu auðvelt ég á með að láta frá mér bókina eftir þann tíma sem ég skammta mér í lestur henn- ar er jafnframt mælikvarði á hana. Ef klukkutími er skyndi- lega liðinn hefur sagan náð að heilla mig og það kann ég vel að meta. Stundum gefst ég upp eftir nokkrar síður, vonsvikin og sár. Áður en ég loka aug- unum veg ég og met bækurnar og gef þeim stjörnur í hug- anum. Þetta er minn persónu- legi bókaklúbbur og hann lengi lifi. Kvöld- stund með bók ’ Rétta birtan og umbrot bóka skiptir höfuðmáli þegar kem- ur að kvöld- lestri Orðanna hljóðan Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is H öfundur tekur lesand- ann með sér í ferðalag aftur í tímann í Mela- hverfið í Vesturbæ Reykjavíkur; sagan hefst í stræt- isvagni þar sem hún situr og horfir á sögusviðið. Konan er komin á sjötugsaldur og horfir aftur á heim bernskunnar, hún er „snjáðari en áður. Samt sú sama sem lék sér hér forðum. Melastelpan.“ Melastelpan, minningabók byggist á minningum Normu E. Samúelsdóttur rithöfundar og ljóðskálds, frá árunum 1951 til 1971. Þetta er þroska- og upp- vaxtarsaga, sögð í þriðju per- sónu. Melastelpan fæddist í Glas- gow í Skotlandi árið 1945, dóttir skosks sjóliða og íslenskrar eig- inkonu hans. Hún elst upp í blokk á Melunum, hjá for- eldrum, systkinum og afa, og lesendinn kynnist smám saman heimi barnsins, fjölskyldunni, nágrönnum, vinum. Bernskunni er lýst af hlýju og fallegum smá- myndum er brugðið upp af heimili og úr skólanum, af stelp- um í ljósum, börnum sem lýsi er hellt uppí, þarna eru svipmyndir úr Tívolí og úr sumarvinnu í Bæj- arútgerðinni sem hún svindlaði sér í, of ung. Sagt er frá strákum sem fengu í sakleysi bernskunnar að kíkja á stelpurnar í hitakompu blokk- arinnar en líka segir höfund- urinn frá alvarlegri minningu um fullorðinn mann sem misnotar traust barnsins þegar hún fer með afa sínum í heimsókn. Eftir áreitni mannsins var ung stelpan „dofin og döpur“ og fannst eins og „blár himinninn væri kominn með svarta bletti á sig“. Inn í frásögnina koma dagbók- arbrot frá því höfundur var sex- tán ára, í öðrum kafla er sjónum beint að fólki í blokkinni, í einum eru minningabrot úr gagnfræða- skóla og aftur er lesandinn kom- inn í áhugaverða dagbókarupp- rifjun þegar Melastelpan fer í verslunarskóla í Glasgow og dveldur í þrengslum hjá ætt- ingjum þar í borg. Þaðan er stokkið í frásagnir af vinnu í Par- ísarborg rétt fyrir tvítugt og síð- an ferðalagi um Korsíku og Róm árið eftir. Undir lokin er sjónum beint að fullorðinni konu, þar koma við sögu brostin ást, fóst- urmissir og sjálfstæðisbarátta, og loks er hún með barni: „Nýtt líf! Splunkunýr tilgangur.“ Í Melastelpunni, minningabók er víða sleginn fínn og einlægur tónn; frásagnargleðin er mikil og margar minningarnar áhuga- verðar í endurlitinu. Sagan líður hinsvegar fyrir losaralega bygg- ingu og þegar líður á verður frá- sagnarhátturinn of laus í reip- unum; til að mynda tengjast sendibréf og dagbækur ekki vel upprifjunarforminu sem gengur vel upp í fyrri hluta bókarinnar. Þá er prófarkalestri og frágangi textans nokkuð ábótavant. Engu að síður eru endurminn- ingar Melastelpunnar áhuga- verðar, einlægar og frásögnin býsna lífleg á köflum. Minningar stelpu úr Melahverfinu Bækur Melastelpan, minningabók I bbmnn Eftir Normu E. Samúelsdóttir. Útgáfa höfundar, 2010. 142 bls. Norma Samúelsdóttir Einar Falur Ingólfsson

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.