SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Síða 2

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Síða 2
2 19. júní 2011 Við mælum með … Þriðjudagurinn 21. júní Tónlistarkonan Ólöf Arnalds heldur sólstöðutónleika í Café Flóru í grasa- garðinum í Laugardal klukkan 22 þriðjudaginn 21. júní. Ólöf hefur sett saman sérstaka dagskrá í tilefni þess að þarna er lengstur dagur og er því vel við hæfi að halda tónleikana í þessum sólbjarta garðskála. Morgunblaðið/Kristinn … sumarsólstöðum 13 Minnisvarðar í góðu standi Bretar leggja mikla áherslu á að heiðra minningu þeirra sem báru beinin í stríðum samvinnulýðveldisins. 24 Hingað eiga allir erindi Fyrsti starfsvetur menningarhússins Hofs á Akureyri er liðinn. Þar hef- ur verið líf í tuskunum og aðsókn betri en menn þorðu að vona. 28 Wagner bjargaði lífi mínu Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, ræðir um áfengi og rítalín og ósiði í íslenskri umræðuhefð. Og það gleðilegasta sem góðærið færði. 32 Kom á óvart … Guðrún Heimisdóttir og Þóra Eggertsdóttir hrepptu 2. sætið í Gullegg- inu nýverið fyrir viðskiptahugmynd sína, Puzzled by Iceland. 34 Vandamálið endalausa Skosku knattspyrnuliðin Celtic og Rangers hafa löngum verið erki- fjendur. En barátta um titla er aðeins hluti af vandanum í Glasgow. 36 Ég dýrka þessi svæði Jón Eyfjörð þekkir suðurþingeyska urriðann vel. „Veiðilöngunin dofnar ekkert,“ segir hann og fylgir blaðamanni með Kraká. 40 Fjórtán ár að rætast Áfró-kúbisma-verkefnið þykir með merkilegri viðburðum í heimstón- listarsenunni síðustu ár. Íslendingar fá senn að kynnast honum. Lesbók 42 Landið þitt er ekki til Feneyjatvíæringurinn stendur nú yfir. Framlag Íslands að þessu sinni er fjölþætt hljóðlistaverk Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar. 20 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson. 31 Augnablikið V ikuna áður en ég byrjaði aftur á Morg- unblaðinu fór ég í viku upp í sum- arbústað í Skorradal til að njóta ein- veru og næðis við skriftir. Eini ferðafélagi minn var Litli-Grænn. Gamall grænn Daihatsu frá síðustu öld sem ég kann ákaflega vel við. Var framleiddur áður en farið var að setja píp í bíla sem væla ámátlega ef maður setur ekki á sig beltið eða gleymir ljósunum í mælaborðinu á. Þannig að ég get rólegur keyrt án þess að vera með bílbelti og ljósið í mælaborðinu kveiki ég hvort eð er aldrei nema þegar ég keyri í gegnum Hvalfjarðargöngin. Þar í myrkrinu þarf maður að fylgjast vel með hraðamælinum til að eftirlits- myndavélarnar nái ekki af manni fé. Hann Litli- Grænn kvartar aldrei. Ég eyðilagði reyndar húdd- ið á honum ekki alls fyrir löngu og þurfti því að láta kunningja minn berja hann eitthvað til með hamri þar sem ég hafði ekki efni á almennilegri viðgerð, en utan þess hafa eiginlega engin vand- ræði verið með hann síðan ég keypti hann. Það er yndislegt að vera í friðsældinni í Skorradalnum, sérstaklega á virkum dögum þegar nánast enginn er í dalnum nema maður sjálfur. Bústaðurinn sem ég hafði til afnota er innst inni í dalnum þannig að engar truflanir eru af mannaferðum, maður er bara einn með sjálfum sér og kyrrðinni. Mér gekk vel að skrifa og ég var ánægður með dvölina þegar ég gekk frá bústaðnum og hugðist leggja af stað í bæinn. En þá vildi Litli-Grænn ekki hreyfa sig. Til þess að komast í friðsældina í Skorradalnum hafði ég einmitt þurft að keyra í gegnum Hvalfjarð- argöngin og gleymt að slökkva á ljósinu í mæla- borðinu sem leiddi til þess að hann varð raf- magnslaus. Það er nánast ljóðrænt að finna hvernig sú einvera og fjarlægð við mannabyggðir sem maður hafði sótt í og dásamað breytist í and- stæðu sína á einni sekúndu. Hvernig einmitt kostirnir við einveruna verða að ókostum. Núna var það mér lífsspursmál að finna einhvern og helst að þessi einhver væri með rafmagnskapla. Rúmlega klukkustundar ganga um sum- arbústaðahverfið skilaði mér loksins í fangið á fólki sem átti reyndar ekki kapla en var það hjálp- legt að keyra mig að næsta bæ til að fá þá. Hvílíkt vesen sem skapast af svona smámistökum. Ég var loksins kominn að bílnum mínum með kapla í hendi þremur klukkutímum seinna, og aðeins fyrir náð og miskunn þessa vinsamlega fólks. Ég var þeim mjög þakklátur þegar við ætluðum að opna húddið til að gefa honum start. En það var þá ekki hægt að opna það. Kunningi minn með hamarinn, sem ég í fátækt minni þurfti að leita til, hafði þá barið húddið einhvern veginn þannig saman að ekki var hægt að opna það. Það er svo- lítið neyðarleg tilfinning að standa frammi fyrir hjálpsömu fólki sem hefur lagt sig fram um að að- stoða mann en sér svo að það er til einskis. Það er líka óþægilegt að þurfa að tilkynna því fólki að það sitji eiginlega uppi með mann, því maður þurfi far í bæinn. Í aftursætinu hjá þeim, á leiðinni í bæinn, lofaði ég sjálfum mér að borga vel fyrir næstu viðgerð á Litla-Græn. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Í Skorradal er hægt að finna frið og ró fjarri mannaferðum, þótt einmitt það geti verið afskaplega óheppilegt. Ljósmynd/Jóhann Páll Valdimarsson Dýrt að vera fátækur Bandaríski áhugamaðurinn Bret Benjamin deilir hér við dómarann á annarri holu fyrstu umferðar á US Open. Mótið er fastur liður í PGA- mótaröðinni og fer það fram í Maryland í Bandaríkjunum. Keppni endar á sunnudaginn með veglegri verðlaunaathöfn en sigurveg- arinn fær um 160 milljónir dollara í sinn hlut og ætti því að eiga í sig og á í sumar. Veröldin Reuters Deilt við dómarann Laugardagskvöld 18. júní Það er alltaf hægt að gleðjast yfir bæði norrænu samstarfi og fríum tónleikum og á Bakkusi sameinast þetta tvennt um helgina. Tónlist- armenn á vegum finnsku jaðar- útgáfunnar Fonal Records eru á tónleikaferðalagi um Norðurlöndin um þessar mundir og staldra líka við á Íslandi. Tónleikarnir verða laugardagskvöldið 18. júní, hefjast þeir klukkan 20 og er frítt inn. Fo- nal verður með plötusölu og stuðn- ingsbauk á staðnum. Heimsókn Fonal Records til Íslands er styrkt af Kimi Records, sendiráði Finn- lands, Bakkus-bar og Nokia.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.