SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Qupperneq 4

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Qupperneq 4
4 19. júní 2011 Heimasíður sem hvetja til átraskana, eða pro-ana- heimasíður, eru hættulegur vettvangur fyrir fólk með átraskanir eða sem er óánægt með líkams- þyngdina. Á síðunum fer fram gegndarlaus áróður fyrir átröskunum og er því haldið fram að lyst- arstol (e. anorexia) sé lífsstíll, ekki geð- sjúkdómur. Aðstandendur síðnanna fara fram á viðurkenningu samfélagsins á þessum skoðunum sínum, og þar er sjúkdómurinn stundum persónu- gerður og talað um stelpu að nafni Ana í því skyni að gera hugmyndina viðkunnanlegri. Á fyrrnefndum heimasíðum kennir ýmissa grasa. Þar er meðal annars að finna „gagnleg“ ráð fyrir einstaklinga með átraskanir: Pistla um það hvernig á að leyna átröskunum, lista yfir mat sem ber að forðast og endalaus (óholl) ráð til að grennast. Á fjölmörgum slíkum síðum má einnig finna svokallaða megrunar-hvatningu (e. thin- spiration /thinspo). Í því felst að birtar eru mynd- ir og myndbönd af grönnu fólki, sem oft eru þekktir einstaklingar í samfélaginu. Jafnframt eru birtar myndir af of þungu fólki og offitusjúklingum í varnaðarskyni. Með þessu vilja aðstandendur og fylgjendur pro-ana-heimasíðna hvetja hver annan til þyngdartaps. Þessar heimasíður hafa sumar hverjar allt að trúarlegan undirtón. Á mörgum þeirra má finna til- vísanir í trúarrit og -hefðir, eins og föstur og hreinsanir. Talað er um „megrunarboðorðin“ og grannir einstaklingar eru birtir í formi engla og dýrlinga. Þá er oft vísað í ljóð og vinsæla texta til að styðja boðskap síðnanna. Hafa ber í huga að átraskanir eru geð- sjúkdómar, og að þessum heimasíðum er því hald- ið úti af alvarlega veikum einstaklingum í mikilli afneitun. Heimasíður sem hvetja til átraskana Á tröskun er geðröskun og einkennist hún af alvarlegum truflunum á matarvenjum. Át- röskun er samheiti yfir nokkra mismunandi geðsjúkdóma. Algengustu flokkarnir eru ofát (e. gluttony), lystarstol (e. anorexia), lotugræðgi (e. bu- limia), íþrótta-anorexia og vöðvaröskun. Þá er óskil- greind átröskun (e. eating disorder not otherwise speci- fied) einnig mjög algeng, en það er sambland af nokkrum flokkum átröskunar. Ýmsar ástæður liggja að baki því að fólk fær átröskun. Algengasta orsök átrösk- unar er áfall eða misnotkun. Oft byrjar átröskun þó á saklausri megrun sem þróast síðar út í öfgakennda megrun þannig að fólk sveltir sig eða losar sig við mat á einn eða annan hátt. Slíkur megrunarkúr getur endað með vítahring þar sem einstaklingnum finnst hann aldrei nógu grannur eða léttur og hann missir sjónar á því hvað sé eðlileg máltíð eða líkamsþyngd. Þess konar átröskun er jafnan kölluð lystarstol (e. anorexia). Lotugræðgi (e. bulimia) er einnig mjög algengt form átröskunar. Lotugræðgi er alvarlegt ofát þar sem ein- staklingur missir sjónar af því magni af mat sem hann lætur ofan í sig og losar sig síðan við hann, t.d. með uppköstum. Alma Geirdal, stofnandi Vökuróar, samtaka átrösk- unarsjúklinga, segir algengustu átraskanirnar á Íslandi vera ofát og óskilgreinda átröskun þar sem blandast saman ofát, lotugræðgi og lystarstol. Engar staðfestar heimildir eru til um fjölda einstaklinga sem þjást af át- röskunum, en Alma telur þá vera að lágmarki 10.000. Líkamleg og andleg vanlíðan fylgir átröskunum, sem og kvíði, þunglyndi og almenn óánægja með eigið útlit og líkamsburði. Hugsanir um mat, þyngd og hræðsla við að borða heltekur einstaklinga sem þjást af sjúkdómnum. „Sjúkdómnum fylgir gríðarlega mikið niðurrif, bæði andlegt og líkamlegt,“ segir Alma. „Þetta er svakaleg vanlíðan og sjálfseyðing og sjúkdómurinn stjórnar manni algjörlega. Sjúkdómurinn tekur frá manni alla skynsemi og löngun til að lifa af því að maður er að raska því sem er eðlilegast í lífi manns. Maturinn er ekki vandamálið, það er vanlíðanin, en maturinn er fíknin; stjórntækið. Hvorki ofáts- né lotugræðgisjúklingar hafa stjórn á sér þegar kemur aðmat og lystarstolssjúklingar stýra algjörlega næringarinntöku.“ Persónuleikinn breytist fljótt Augljósustu merki þess að einstaklingur þjáist af átrösk- un er breytt umgengni hans við mat sem og útlitsbreyt- ingar. Þá breytist persónu- leiki fólks mjög fljótt. „Skrítin umgengni við mat, þyngdaraukning eða þyngdartap eru fyrstu merki þess að manneskja þjáist af átröskun,“ segir Alma. Meðferðarúrræði á Íslandi eru af skornum skammti, en börn yngri en 18 ára geta sóst eftir því að komast að hjá barna- og unglingageðdeild og fullorðnum er bent á að sækja sína hjálp á Landspít- alann. „Þú færð ekki innlögn nema þú sért í bráða- ástandi.“ Hvítabandið, átröskunarteymi Landspítalans, býður upp á stuðning, matarprógramm og viðtal við lækna. „Í nágrannalöndum okkar eru meðferðarúrræði töluvert betri. Þar eru heimili, sem takast á við vandann, fleiri og sérhæfðari og jafnframt einkarekin. Meðferðin sem þú færð á þessum einkareknu heimilum miðast fyrst og fremst að því að sætta einstaklinginn við sjúkdóminn. Allt ferlið sem fylgir á eftir er í miklu meiri ró,“ segir Alma og bætir við að það séu engin úrræði í boði á Ís- landi fyrir þá sem eru á fyrri stigum sjúkdómsins. Vöku- ró vill berjast fyrir því að bæta meðferðarúrræði og for- varnir, ásamt því að veita átröskunarsjúklingum rödd í íslensku samfélagi. Að sögn Ölmu á Vökuró að gegna hlutverki samtaka sem þú getur leitað til og skiptir þá ekki máli hversu langt þú ert leiddur. Samtökin eru að koma sér upp aðstöðu á Nönnustíg 8 í Hafnarfirði, en þar munu fara fram stuðningsfundir fyr- ir fólk sem þjáist af sjúkdómnum. Fundirnir verða aug- lýstir síðar á fésbókarsíðu samtakanna. Sími samtak- anna er 616-9909, en þú getur einnig sent samtökunum skeyti á vokuroiceland@gmail.com. Þá er fésbókarsíða félagsins mjög öflug. Alma gaf nýlega út ljósmyndabókina 24 tímar í búli- míu og í henni er að finna myndir af Ölmu frá því hún barðist sjálf við lotugræðgi og lystarstol. Andlegt og líkamlegt niðurrif Samtök átröskunar- sjúklinga, Vökuró, sett á laggirnar Alma Geirdal, stofnandi og framkvæmdastjóri Vökuróar, samtaka fólks með átröskun. Morgunblaðið/KristinnVikuspegill Róbert B. Róbertsson robert@mbl.is Íþrótta-anorexía (e. anor- exia athletica), einnig þekkt sem æfingafíkn, er minna þekkt átröskun en ekki síður alvarleg. Ein- staklingur sem þjáist af íþrótta-anorexíu hefur enga ánægju af eða löng- un til þess að æfa, en finnur sig knúinn til þess. Sjúklingar finna fyrir mikl- um kvíða og þunglyndi þegar þeir sleppa æfingu og þeir eru jafnvel einnig mjög uppteknir af mat- aræði sínu. Sjúkdómurinn hefur mjög skaðleg áhrif á líkamann, en honum fylgir oft mikið álag á hjartað og getur hann í alvarlegustu tilvikum dreg- ið fólk til dauða. Vísbendingar um að einstaklingur þjáist af íþrótta-anorexíu eru meðal annars síendurteknar æfing- ar, breytt umgengni við mat, óánægja með eigin íþróttaárangur og þreyta. Ein- staklingur sleppir jafnvel vinnu og skóla til þess að komast á æfingu, og hvorki meiðsli né veikindi aftra honum. Íþrótta-anorexía

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.