SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Síða 14

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Síða 14
14 19. júní 2011 B ragi Þór Hinriksson tók sér tíma fyrir spjall í hádegishléi í tökum á þriðju myndinni um ævintýri Sveppa og félaga í upptökuveri Latabæjar. „Mynd þrjú var lofað í endann á mynd númer tvö,“ segir Bragi Þór en myndirnar tvær eru Algjör Sveppi og leitin að Villa og Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið. Báðar þessar myndir nutu mikilla vinsælda en samtals fóru um 70.000 manns á þær í bíó. Þriðja myndin ber nafnið Algjör Sveppi og töfraskápurinn og verður frumsýnd í byrjun september. Sveppi og Bragi Þór skrifa handritin að myndunum saman, Bragi Þór leikstýrir, Sveppi leikur aðalhlutverk og svo fram- leiða þeir myndirnar saman. Hann er að sjálfsögðu ánægður með velgengni myndanna. „Við hugsuðum, hvar eru svona myndir í dag eins og Nýtt líf og Dalalíf, svona léttmetismyndir,“ segir hann en þeim fannst vanta skemmtilegar fjölskyldumyndir. Stóð í röð til að fá miða á Löggulíf „Við stefndum að því að gera létta mynd, sem væri hægt að stilla upp á plakati við hliðina á Disney-mynd eða Toy Story, búa til íslenskan valkost,“ segir Bragi Þór og rifjar sæll upp að hafa staðið í röð við Borgarbíó á Akureyri úti á Ráðhústorgi að bíða eftir miðum á Löggulíf. „Ég horfði á Stellu í orlofi um daginn í flugvél en ég hafði ekki séð hana lengi. Það vantar svona glaðlegar myndir núna, eitthvað sem lyftir brún.“ Hann rifjar líka upp að þegar Löggulíf var frumsýnd var það viðburður að ís- lensk mynd kæmi í bíó. Núna eru þær töluvert fleiri og íslensk kvikmyndagerð vissulega í uppgangi en hann er ekki ánægður með orðið sem honum finnst ís- lenskar myndir hafa á sér. Hann segir marga hugsa að íslensk mynd jafngildi því að vera leiðinleg mynd. „Við vildum breyta því. Íslenskar myndir eru ekki leiðinlegar! Við erum að gera mjög góða hluti en þurfum að sinna áhorfendunum betur og það er það sem vakti fyrir okk- ur.“ Samstarf Braga Þórs og Sveppa byrjaði ekki í bíómyndunum. „Við byrjuðum á því að gera þætti á Stöð 2, sem segja frá Sveppa í herberginu sínu,“ segir hann en Sveppa-þættirnir hafa verið á dagskrá hverja helgi í fjögur ár. Hver þáttur er með þema, samanstendur af sex bútum og sýndar eru teiknimyndir inni á milli. „Síðan gerðum við sérstakan jólaþátt, Algjör Jóla-Sveppi. Þá fór hann út úr herberginu sínu í fyrsta skipti, í heim- sókn til ömmu sinnar. Við gerðum smá mynd úr þessu með ekkert lið í kringum okkur, bara hljóðmann, tökumann og ljósamann. Myndin var 46 mínútur og ríghélt. Það tók þrjá daga að taka hana upp. Við horfðum hvor á annan og sögð- um, ef við getum þetta, gætum við þá ekki gert bíómynd?“ Svarið var já. Hann segir gott að hafa prófað sig áfram í ævintýraheimi Sveppa í sjónvarpi áður en hann færðist á hvíta tjaldið. „Maður komst þarna með fæturna inn í einhvern heim, víkkaði hann, byrjaði að skoða alla króka og kima.“ Uppreisnargirnin í eðlinu En er ekki gaman að fá tækifæri til að sökkva sér inn í svona ævintýraheim? „Jú, aldeilis. Reglur eru beygðar á hátt sem er vanalega ekki leyft í kvikmynda- gerð. Þegar við vorum að taka fyrstu myndina áttuðum við okkur á því þegar við vorum búnir að taka nokkrar senur að aðalleikarinn var með giftingarhring á sér. Við tókum hann þá bara af. Þannig að þegar þú horfir á myndina er hann í víða skotinu með giftingarhring en í nær- mynd er hann farinn af. Það er svolítil uppreisnargirni í okkur. Þú getur eytt öllum deginum í að fullkomna eitthvert skot en ertu að segja góða og skemmti- lega sögu? Það er miklu sterkara en að leita að fullkomnun,“ segir hann og út- skýrir vinnuaðferðir þeirra nánar. „Við vinnum hratt, aðlögum okkur að hugsanlegum mistökum en við erum að gera þetta fagmannlega. Við erum bara aðeins afslappaðri en aðrir kvikmynda- gerðarmenn.“ Bragi Þór og Sveppi vinna vel saman enda í góðri æfingu. Reyndar nær sam- starf þeirra enn lengra aftur en Sveppa- þættirnir. „Ég gerði sjónvarpsþátt sem hét Búbbarnir fyrir nokkrum árum. Þetta var brúðugrínþáttur á Stöð 2. Við unnum náið saman þar og það var rótin að Sveppa-þáttunum sem fóru í gang tveimur árum síðar,“ útskýrir hann og heldur áfram. Alvöru töfraskápur í herberginu „Það er skemmtilegt að bjóða upp á al- íslenskt barnaefni. Ég tala nú ekki um ef það virkar,“ segir hann en aðsóknin á Sveppa-myndirnar talar sínu máli. Hann fellst á að segja aðeins frá næstu mynd. „Allir krakkar vita að Sveppi er með skáp í herberginu sínu, það er þessi töfraskápur. Hann býr yfir duldum eig- inleikum sem Sveppi og Villi læra á í þessari mynd. Þetta er í alvörunni töfra- Galdrarnir styrkjast í samvinnu Bragi Þór Hinriksson kvikmyndaleikstjóri lýsir sér sem afslöppuðum kvikmyndagerðarmanni, sem vill heldur segja góða sögu en leita að full- komnun. Honum er annt um að öll fjölskyldan skemmti sér saman í bíó og er núna að gera þriðju Sveppa-myndina. Hann ætlar líka að gera stuttmynd ásamt fóstursyni sínum um geðrof, sem fjallar um persónulega reynslu stráksins og fjölskyldunnar af þessum óboðna gesti. Texti: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Myndir: Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.