SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Page 18
18 19. júní 2011
R
ecep Tayyip Erdogan, for-
sætisráðherra Tyrklands, vann
stórsigur í kosningunum fyrir
viku og tryggði sér völdin
þriðja kjörtímabilið í röð. Erdogan nýtur
vinsælda meðal bæði snauðra og efnaðra.
Þrátt fyrir langa valdasetu fer fylgi hans
vaxandi. Hann komst til valda árið 2002
og í hans stjórnartíð hefur tyrkneskt
efnahagslíf blómstrað. Erdogan lagði á
það áherslu í kosningabaráttunni að
hann hygðist breyta stjórnarskrá lands-
ins og talaði um forsetakerfi, en forðaðist
þó að fara nákvæmlega út í með hvaða
hætti.
Óttast að Erdogan vilji aukin völd
Breytinga á stjórnarskránni er þörf enda
var hún sett eftir að herinn sölsaði til sín
völdin 1980. Sérstaklega þarf að skil-
greina samband Kúrda og Tyrkja áður en
bilið þar á milli verður of breitt. Árangur
flokks Kúrda í kosningunum mun auð-
velda þeim að gæta hagsmuna sinna í
þeim efnum.
Gagnrýnendur Erdogans óttast hins
vegar að stjórnarskrárbreytingunum sé
ætlað að tryggja honum aukin völd.
Minnkandi umburðarlyndi hans gagn-
vart gagnrýnendum og tilhneiging til að
sjá samsæri að baki hverju andófi hefur
ýtt undir þessar áhyggjur. Í kosninga-
baráttunni kallaði hann þátttakendur í
mótmælum gegn stjórninni „þorpara“
og gerði lítið úr andláti kennara á eftir-
launum sem fékk hjartaáfall eftir að lög-
regla notaði á hann piparúða til að leysa
upp mótmælafund. „Ég læt þá ekki valta
yfir lögregluna mína,“ sagði Erdogan
eftir að lögregla hafði beitt stúdenta í
mótmælaaðgerðum valdi í desember.
Hann hefur réttlætt handtökur á blaða-
mönnum, sem sakaðir eru um samsæri
og ráðabrugg, og þegar óútgefin bók var
bönnuð sagði hann að „sumar bækur
[hefðu] meiri eyðileggingarmátt en
sprengjur“.
„Ef forsætisráðherrann vill stjórna
þessu landi með friði ætti hann að vita
og aldrei gleyma að hin fimmtíu pró-
sentin eru til,“ skrifaði dálkahöfund-
urinn Mehmet Yilmaz í dagblaðið Hür-
riyet.
Erdogan hefur reynt að slá á þessa
gagnrýni eftir kosningarnar. „Fólkið …
hefur sent okkur boð um að nýja stjórn-
arskráin eigi að verða til með málamiðl-
unum, samráði og samningum,“ sagði
hann í sigurræðu sinni á sunnudag fyrir
viku.
Á mörkum tveggja heima
Tyrkland situr á mörkum hins vestræna
og austræna heims, bankar á dyrnar hjá
Evrópusambandinu og sækist eftir áhrif-
um í arabaheiminum. Á meðan Evrópu-
sambandið glímir við afleiðingar hinnar
alþjóðlegu kreppu, er Tyrkland það land,
sem einna best hefur staðið áhrif hennar
af sér. Hagvöxtur í Tyrklandi er þrefalt
meiri en í öðrum ríkjum Evrópu. Áður
gekk á með kreppum og valdaránum í
Tyrklandi. Undir stjórn Erdogans er
Tyrkland orðið að stórveldi í sínum
heimshluta.
Engu að síður er Tyrkland olnboga-
barn í Evrópu. Í rúm tuttugu ár hefur
Tyrkland staðið við dyr Evrópusam-
bandsins. Enn er mikil andstaða við að-
ild Tyrklands í ríkjum Evrópusambands-
ins og óttast menn greinilega áhrif þessa
fjölmenna múslímaríkis. Aðrir benda
hins vegar á að múslímar myndu aðeins
túlka höfnun Tyrklands á einn veg og
telja að ekkert geti skapað jafn afgerandi
tækifæri til að hafa áhrif á þróun mála í
hinum íslamska heimi og aðild Tyrk-
lands, þess múslímaríkis sem teljist hvað
nútímalegast, að ESB.
Leið Erdogans til valda
Flokkur Erdogans nefnist Réttlætis- og
þróunarflokkurinn (AKP) og á rætur í
íslam. Hann fékk 49,9% atkvæða í kosn-
ingunum, en vantaði fjögur sæti til að ná
þeim 330 sætum, sem hann þarf til þess
að breyta stjórnarskrá landsins án að-
komu annarra flokka. 550 sæti eru á
þinginu.
Erdogan er sonur skipstjóra. Á upp-
vaxtarárunum seldi hann sætindi á göt-
um Istanbúl til þess að fjármagna nám
sitt í kóranskóla. Hann er múslími og
kona hans og dætur ganga með slæðu á
höfði. Hann drekkur ekki áfengi og fer
reglulega í mosku.
Erdogan ólst upp í fátækt en efnaðist
þegar hann varð meðeigandi að fyrirtæki
í matvælageiranum og er nú milljóna-
mæringur.
Á háskólaárum sínum gekk hann í
pólitíska íslamistahreyfingu Necmettins
Erbakans, sem var fyrsti íslamistinn til
að verða forsætisráðherra Tyrklands. Er-
dogan var kjörinn borgarstjóri í Istanbúl
árið 1994 og naut vinsælda fyrir að bæta
samfélagsþjónustu. Hann bannaði einnig
áfengi í kaffihúsum í eigu borgarinnar og
hvatti fólk til að velja á milli íslams og
veraldlegra lífshátta. Á ýmsu hefur
gengið á pólitískum ferli Erdogans. Árið
1997 neyddi herinn Erbakan til að segja
af sér og Velferðarflokkur hans var
bannaður. Sama ár fór Erdogan með ljóð
á stjórnmálafundi þar sem málstað ísl-
amista var hampað. Hann var settur í
pólitískt bann og fjögurra mánaða fang-
elsi fyrir trúarlegan undirróður. Arftaki
Efnahags-
undur og
afturhald
Í Tyrklandi togast á kraftar þróttmikils efna-
hagslífs og afturhaldssemi. Fá ríki stóðu krepp-
una af sér með jafn miklum glæsibrag og Tyrk-
land þar sem hagvöxtur er þrisvar sinnum meiri
en almennt gerist í Evrópu. Fyrir viku vann Ta-
yyip Recep Erdogan forsætisráðherra stórsigur í
kosningum.
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrk-
lands, ávarpar stuðningsmenn sína á kosn-
ingafundi í Erzurum í Austur-Tyrklandi. Er-
dogan er nú að hefja sitt þriðja kjörtímabil.
Verðbréfamiðlari í kauphöllinni í Istanbúl les forsíðufréttir um kosningasigur Erdogans. Konur að störfum í saumastofu í Batman-héraði þar sem atvinnuleysi er mikið.