SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Side 22

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Side 22
22 19. júní 2011 U ppnámið í Evrópu stendur enn. Og uppnám er rétta orðið. Það væri ofsög- um sagt að evrópskur efnahagur stæði í ljósum logum. Evrópa stendur ekki og fellur með Grikklandi fremur en Ísland sporð- reistist vegna Álftaness. Og þótt horft sé til land- anna þriggja, sem hafa verið í mestum erfið- leikum, en auk Grikklands eru það Portúgal og Írland, þá er sameiginlegur efnahagur þeirra að- eins óverulegur hluti evrusvæðisins. Hefðu löndin ennþá yfirráð yfir eigin mynt hefðu þau, hvert fyrir sig, lagað sig að efnahagslegum raunveruleika á sínum stað. Sú aðlögun hefði vissulega ekki verið þrautalaus fyrir almenning í þeim löndum. En hún hefði verið kunn og um margt sanngjarnari og fólk sæi fljótt út úr augum. Þá væru ekki allar aðgerðir miðaðar við að skuldsetja heimaþjóðina upp fyrir haus með því að hrúga á hana skuldum óreiðu- manna til að tryggja að þýskir og franskir bankar fengju öll sín illa grunduðu lán greidd til baka án affalla. Og sameiginlegt myntsvæði verður einnig til þess að afmarkaður vandi á útjöðrum þess setur það allt í uppnám. Evrutrúaðir sætta sig illa við að sameiginlega myntin var Svarti-Pétur sem tryggði að löndin þrjú enduðu svo djúpt ofan í drullu- dýinu. En því verður ekki á móti mælt. Bönkum þeirra og bjargálnamönnum var öllum lánað blindandi eins og Þýskaland væri í ábyrgð fyrir skuldbindingum þeirra. Þegar það rann upp fyrir kröfuhöfum að þannig væri það ekki, þrátt fyrir sameiginlega mynt, var of seint til sitjandans seilst. Miðjan á jaðrinum Og hinn evrópski útnári í suðri, Grikkland, varð af þessum ástæðum upp úr þurru eins konar færan- leg miðja álfunnar og „grískur harmleikur“ hafði skyndilega verið settur upp á öllum sviðum henn- ar um svæðið þvert og endilangt. Og samkvæmt hinu nýja rítúali varð að vera sami leikstjórinn á öllum uppfærslunum, Herman Van Rompuy, sem fæstir vita hver er og kemur frá landi sem deilt er um hvort sé til, en ekki hefur verið talið taka því að koma sér þar upp ríkisstjórn misserum saman. Og „hin evrópska fjölskylda“ engist sundur og saman, leiðtogarnir hrekjast haltir eða blindaðir um sviðið og ástar- og hatursamband Sarkozys og Merkel hefur ógnvekjandi undirtón og óvíst hvort sé barn og hvort foreldri og litlu leiðtogarnir í kring, sem eru í rullum án þess að hafa raunveru- legt hlutverk, vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara og áhorfendum stendur á sama um það. En á meðan er allt á suðupunkti í sjálfri vöggu sið- menningarinnar, Aþenu við Eyjahaf. Þar hafa Karamanlisar og Papaandreouar skipst á að fara með völdin í áratugi og auðgast sjálfir hraðar á því stússi en íslenskir víkingar á útrásartímum. Evrópusambandið krefst þess að þegar í stað verði hrint af stað hressilegri einkavæðingu í land- inu, en hér í norðrinu telja flokkarnir, sem búnir eru að sækja um aðild að Evrópusambandinu, að íslensk einkavæðing sé uppruni alls ills. Grikkjum er vorkunn að telja að ekki sé endilega best að stofna til einkavæðingar þegar enginn er kaup- mátturinn heima fyrir. En það er ekki afsökun, segir Brussel, því að það eru aðrir sem ætla að sitja að þeim eignum sem hent verður á hrakvirðis- markaðinn. Grískur almenningur skynjar á skrokknum hvað er að gerast og spyrnir við fót- um, fremur af örvæntingu en afli. Í Evrópu er það haft í flimtingum að tugum ef ekki hundruðum þúsunda Grikkja sé sárt um að missa eftirlaun sín og bætur og telji það ekki innlegg í málið að eft- irlaunaþegarnir hafi gist í gröfum sínum í áratugi, þar sem framfærslukostnaður sé sannanlega lítill sem enginn. Og svo er Grikkjum lýst sem ónytj- ungum og veslingum. En það voru engir vesaling- ar sem hrintu her Mússólínis, ofurefli liðs, af höndum sér fyrir ríflega hálfri öld. Þeir þurfa ekki að sækja hetjudáðir þúsundir ára aftur í tímann. Af hverju er svona komið? Og hinn gríski harmleikur sem horft er upp á er svo sannarlega ekki úr fornum ritum. Hann á rót í nýjum forskriftum og tonnum af tilskipunum. Grikkir hafa óneitanlega farið illa að ráði sínu í efnahagsmálum síðustu 10 árin. Enginn getur neitað því. En það var egnt fyrir þá rétt eins og Íra og Portúgala. Og fleiri ríki en þessi þrjú tóku sömu fluguna. Spánn er ekki langt undan og Ítalía þar á milli. Skuldaálag á Spán fer nú hratt hækkandi. Og fari allt á versta veg hjá þeim hefur myndin heldur betur breyst. Þá eru rauntölurnar orðnar aðrar og illviðráðanlegri. Þá verður ekki lengur bollalagt um það á ráðstefnum hvort evran lifi í óbreyttri mynd. Þegar næst berast stunur og hjálparbeiðni verður sleppt að kalla til læknana. Sá millileikur verður talinn óþarfur. Þá veður líkbíllinn á undan sjúkrabílnum í hlað. Það væri ekki hagur neins að svo illa færi. Hvaða skoðun sem uppi er um hina „evrópsku tilraun“ þá er ekki keppikefli nokkurs manns að svo illa tækist til. Þá er hætt við að ekki yrði talað um uppnám heldur fremur talið að skollið hefði á efnahagslegt ofsaveður, með víð- tækum skaða. Saklausum yrði þá ekki hlíft frekar en fyrri daginn. Besti kosturinn væri auðvitað að leiðtogar Evrópu sæju ekki aðeins það sem virðist þegar skrifað á vegginn heldur legðu í það réttan skilning. „Sameiginleg mynt“ er ekki einhver glæpsamleg hugmynd. En það var vitað frá upp- hafi að hún gæti ekki gengið upp á stóru svæði, sem næði til fjölda ólíkra þjóða og ríkja, nema ákveðnar forsendur væru til staðar. Þær voru það ekki þegar til myntarinnar var stofnað og þær eru það ekki enn þá. Trichet, bankastjóri Seðlabanka sameiginlegu myntarinnar, viðurkenndi þessa staðreynd í mikilvægri ræðu fyrir fáeinum vikum. Hann lagði þar til að stofnað yrði eitt fjármála- ráðuneyti fyrir allt evrusvæðið. Hugmyndin vakti athygli en í rauninni er hún ekki frumleg, hún er Reykjavíkurbréf 17.06.11 Hafa síamsþríburarnir aðeins e

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.