SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Síða 27

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Síða 27
19. júní 2011 27 ingasagna er hann nauðbeygður að fylgja samvisku sinni, hvað sem það kostar. Í fyrstu bók Burkes um Dave Robic- heaux, The Neon Rain (1987), blöskrar söguhetjunni áhugaleysi lögreglu- yfirvalda um örlög þelþökkrar vænd- iskonu og tekur að sér að hafa uppi á morðingjum hennar upp á eigin spýtur; sú rannsókn vindur rækilega upp á sig og leiðir í ljós vopnasmygl bandarísku leyniþjónustunnar til hægri öfgamanna í Níkaragva. Merkilegt nokk var þessi bók gefin út áður en komst upp um Íran/ Kontra-hneykslið svonefnda, sem gekk einmitt út á slíkt smygl. Burke tekur svipaðan pól í hæðina í Last Car to Elysian Fields (2003), en þar einsetur Robicheaux sér að rannsaka ólöglega flutninga á iðnaðarúrgangi yfir á land- skika í eigu fátækrar blökkukonu. Þar kemur við sögu spilltur iðnjöfur af gam- algróinni suðurríkjafjölskyldu með tengsl við mafíuna og innan skamms er fjandinn laus. Burke er raunar einn af örfáum rithöfundum sem fjallað hafa um viðvarandi ítök mafíunnar í Lousiana, bæði í ræðu og riti, en fyrir þá sem ekki vita voru lengi uppi kenningar um að þar hefðu mafíósar skipulagt morðið á John F. Kennedy. Gjörningaveður Eins og kannski sést á þessari upptaln- ingu er Burke með mörg sverð á lofti í einu þegar kemur að söguþræði Robic- heaux-bókanna. Í fléttum hans tvinnast saman örlög tukthúslima, glæpaforingja, vændiskvenna, eiturlyfjasala og spilltra lögreglu- og stjórnmálamanna sem allir lifa lífinu á eins konar tilvistarlegu átakasvæði. Mannlífinu er lýst sem margbrotnu völundarhúsi mannlegra lasta, þar sem hver vegur, svíkur, serð- ur og sakfellir annan. Verstir eru þeir sem mest eiga undir sér; fulltrúar minnihlutahópa: kvenfólk, blökkumenn og blásnautt Cajun-fólk, er yfirleitt sýnt í jákvæðara ljósi. Þrátt fyrir það tekst Robicheux oftast nær að komast óskaddaður út úr því gjörningaveðri sem brestur á í hverri bók, án þess að tapa trúnni á réttlætið og siðferð- isgrundvöll mannlegs samfélags. Fjöl- þættur söguþráðurinn í bókum Burkes, einræður söguhetjunnar og náttúrulýs- ingarnar gera hins vegar að verkum að ekki hefur tekist að gera frambærilegar kvikmyndir eftir þeim, þrátt fyrir við- leitni ágætra leikara á borð við Alec Baldwin og Tommy Lee Jones (In the Electric Mist). Sögupersónur Burkes, jafnt aðal- sem aukapersónur, eru dregnar fáum en skýrum dráttum. Tungutak þeirra er mergjað, harðsoðið og skotið frösum úr mállýsku blökkumanna eða Cajun-fólks. Fáar þeirra eru þó jafn ljóslifandi og Clete Purcel; hinn sínálægi, fórnfúsi og seinheppni Sancho Panza við hlið lukk- uriddarans Robicheaux. Raunar er Pur- cel með allra stórbrotnustu sögu- persónum sem ratað hafa á bók. Hann er fyrrverandi Víetnam-hermaður og rannsóknarlögreglumaður eins og Robicheaux, riðvaxinn og hamslaus drykkjubolti með sjálfseyðingarhvöt, kvensamur, kjaftfor og óforskammaður þegar mikið liggur við. Hins vegar er hann hið mesta tryggðartröll, við- kvæmur inn við bein og þolir ei órétt fremur en fóstbróðir hans. Bæði Burke og Robicheaux iðka kaþ- ólska trú í viðlögum. Fyrir þann síð- arnefnda er trúin bæði haldreipi og uppspretta erfiðra samviskuspurninga. Kaþólsk viðhorf koma víða fram í við- horfi Burkes til illskunnar. Fyrir honum er hún staðreynd og helstu varmenni í bókum hans eru nánast holdgervingar hennar, t.d. plantekruverkstjórinn fyrr- verandi Legion Guidry í Jolie Blońs Bo- unce (2002) og nýnasistinn og geðvill- ingurinn Walter Buchalter í Dixie City Jam (1994). Sá fyrri virðist raunar vera sjálfur andskotinn lifandi kominn, enda leggur fnykinn af eldi og brennisteini yfir fenjasvæðið þar sem hann nánast gufar upp eftir skotbardaga. Það er víðar í bókum Burkes sem óútskýranlegir hlutir gerast, rétt eins og í skáldsögum annarra suðurríkjahöfunda. Í bókinni In the Electric Mist with Confedetrate Dead (1993) birtist Robicheaux ítrekað löngu dauður hershöfðingi í suðurríkjaher, John Bell Hood, og reynist honum ráð- hollur. Fylgja – og samviska – annarrar söguhetju Burkes, lögreglumannsins Billy Bob Holland, er fyrrverandi starfs- bróðir hans, L.Q. Navarro, sem hann skaut til bana í misgripum. Og í nýjustu bókinni um Robicheaux, The Glass Ra- inbow (2010), sér söguhetjan, sem nú er farin að eldast, gufubáti frá 19. öld ítrekað bregða fyrir á sundunum úti fyr- ir heimili hans, eins og nokkurs konar feigðarboða. Fyrirgefning syndanna En kaþólskir trúa einnig á fyrirgefningu syndanna fyrir iðran eða velgjörðir mannanna. Margt illmennið sem Robicheaux á í höggi við sýnir á sér óvæntar hliðar. Í einni bókinni er sögu- hetjan nauðbeygð að vingast við þekkt- an mafíuforingja, í því augnamiði að „negla“ hann fyrir alríkislögregluna FBI (sem Purcel nefnir jafnan Fúsk, Basl og Idjótí). Bæði er það að Robicheaux hugnast ekki aðferðir alríkismanna og hann kemst að því að mafíósinn á sér bæklaðan son sem hann elskar út af líf- inu; hvort tveggja verður fóla þessum til endurlausnar. Í annarri bók eltist Robic- heaux við leigumorðingja sem uppálagt er að drepa unga konu, en þyrmir henni fyrir undarlega háttvísi þegar til kast- anna kemur. Í The Tin Roof Blowdown reynir hann að hafa hendur í hári morð- ingja og nauðgara, en trúir því í lengstu lög að hann geti snúið honum til betri vegar. Og oftar en einu sinni þarf Robic- heaux að brjóta odd af oflæti sínu og taka í sátt meinta sakamenn, jafnvel að- stoða þá til að ná fram rétti sínum. Baksvið þessara átaka – og mótvægi þeirra – er náttúrufegurðin og dýralífið á fenjasvæðunum í Louisiana og við Texas-flóann og alþýðumenning fólks á þessum slóðum: Zydeco-tónlistin, mat- arhefðir og munnmælasögur. Ekki er of- sagt að bækur Burkes, einkum og sér- ílagi Robicheux-serían, séu lofgjörð til heimabyggðar höfundar, og raunar einnig til Montana, þar sem hann á sér einnig samastað. Náttúrulýsingar Burkes eru ljóðrænar í meira lagi, einkennast af útlistunum á flóru, fánu, veðurfari, birtu, litum og gróðurangan sem í ná- kvæmni sinni minna helst Thoreau, um leið og vegsömun höfundar á óstöðv- anlegum lífskrafti náttúrunnar kallast á við annan náttúrurómantíker, Walt Whitman. Í meðförum þeirra beggja verður náttúran eins konar griðastaður breyskra mannanna. Og í bókum Burkes fá þeir verstu útreiðina sem menga og svína út náttúruna í Lousiana: stjórn- málamenn, olíufélögin, verksmiðju- eigendur og eigendur spilavíta. Þannig tekst Burke æ ofan í æ að virkja sakamálasöguna, með innbyggðu uppljóstrunarferli sínu, til að koma upp um illvirki og illvirkja í víðara samhengi en við eigum að venjast, því umfjöllun hans tekur til þeirra myrku afla sem eru svo óhugnanlega áhrifamikil í banda- rísku þjóðlífi. Og þrátt fyrir meðfædda trú hans á hið góða í manninum er Burke ljóst að þótt illvirkjar séu fangaðir eða drepnir í henni Ameríku, fær ekkert haggað myrkraveröldinni sem þeir eru fulltrúar fyrir. Tommy Lee Jones og tónlistarmaðurinn Buddy Guy í kvikmyndinni In the Electric Mist sem gerð var eftir sögu James Lees Burkes. ’ Þannig tekst Burke æ ofan í æ að virkja sakamálasöguna, með innbyggðu uppljóstr- unarferli sínu, til að koma upp um illvirki og illvirkja í víðara samhengi en við eigum að venjast.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.