SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Side 28

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Side 28
28 19. júní 2011 arinn Tyrfingsson er yfirlæknir og fram- kvæmdastjóri meðferðarsviðs. Hann er aðhaldssamur og góður rekstrarmaður og sjúkrahúsreksturinn heyrir undir hann. Ásgerður Björnsdóttir hefur hald- ið vel um fjármál SÁÁ í 22 ár. Ég er for- maður SÁÁ og enginn starfsmaður heyr- ir undir mig.“ Var að missa vitið Þú hófst starfsferil þinn sem blaðamað- ur, varðst svo ritstjóri og fram- kvæmdastjóri. Hvernig átti við þig að vera framkvæmdastjóri fjölmiðla- samsteypunnar Norðurljósa? „Ég byrjaði sem ráðgjafi en varð síðar framkvæmdastjóri og ritstjóri Frétta- blaðsins. Því fylgdu ævintýr og glæstir sigrar. Svo var mér sparkað upp í fyr- irtækinu, þá til útlanda og loks af vagn- inum. Þú ræður ekki alltaf ferðinni þeg- ar þú vinnur hjá öðrum.“ Hvernig var lífið á toppnum? „Ef ég var einhvern tíma á toppnum þá var það þegar ég var að byggja upp Fréttablaðið með stórum hópi. Það var óskaplega gaman en kostaði svo mikla vinnu að við tókum eiginlega ekki eftir velgengninni. En þetta var gleðilegt puð. Það er ekkert skemmtilegra en að láta árangurinn draga sig áfram og óborg- anlegt að fá að upplifa það í stórum hópi. Það sem tók við var síður spenn- andi. samfélaginu spyrð þú hvort ég ætli að halda því fram að Nonni frændi sé ekki góður og gegn maður. Ef ég segi að óraunhæfar efnahagslegar væntingar millistéttarinnar á Íslandi hafi skilið hana eftir stórskulduga í alltof stórum húsum fullum af allskonar dóti segist þú heita Nonni, vera af millistétt og alls ekki hafa tekið þátt í bólunni. Þú eigir til dæmis enn þitt túbusjónvarp. Ef ég nefni misrétti í stöðuveitingum milli kynja spyrð þú hvort Nonni eigi að gjalda þess að vera kall. Ef ég tala um utanvegaakst- ur spyrð þú hvort Nonni megi ekki skoða Vatnajökul eins og annað fólk – það er ef hann væri til dæmis lamaður. Og það er sama hversu brýnt mál menn vilja hefja umræðu um; alltaf dregur einhver fram þennan Nonna og þar með er málið einhvern veginn útrætt.“ Að snúa ættarsögunni við Víkjum að sjálfum þér og þínu lífi. Var reynsla þín af áfengi bitur og erfið? „Hún var ekki góð; hvorki fyrir mig né aðra. Ég held að meira að segja bar- þjónarnir hafi orðið ánægðir þegar ég hætti.“ Byrjaðirðu ungur að drekka? „Svo ungur að ég vil helst ekki segja þér frá því af ótta við að börnin mín lesi þetta viðtal. Ég er annaðhvort af þannig fólki, af þeirri kynslóð eða úr slíku hverfi, að fullorðna fólkið hélt að þorpið myndi ala okkur upp. Það var eins og enginn hefði tekið eftir því að við vorum flutt í bæinn. Og bænum er ekki treyst- andi fyrir börnunum, ekki einum. Fólk sem er í svipaðri stöðu og ég get- ur horft eftir ættartrénu langt aftur í aldir og séð ekkert nema hörmungar alkóhólismans; brostnar vonir, brostið fólk. Okkur var gefið tækifæri til að snúa þessari ættarsögu við og það er okkar stærsta verkefni. Við leggjum okkur því fram svo börnin þurfi ekki að ganga í gegnum sömu raunirnar en rati út úr þeim ef því verður ekki forðað. Hvað með rekstrarþáttinn í starfi þínu. Á sínum tíma varstu forstjóri Dagsbrúnar og varst í fjárfestingum sem fóru ekki vel. Ertu góður rekstr- armaður? „Ég held reyndar að ég sé klókur rekstrarmaður, en það er ekki þar með sagt að ég sé góður í fjárfestingum. SÁÁ er heldur ekki fjárfestingarfélag. Þór- veikum grunni. Hverju svararðu þeirri gagnrýni? „Ég veit ekki af hverju læknar eru að gagnrýna mig fyrir þetta. Fleira og merkilegra fólk en ég hefur bent á að greining á ofvirkni og rítalínmeðferð byggð á henni er umdeild. Ég benti á þessa staðreynd vegna þess að mér fannst eins og nokkrir læknar ætluðu að ýta umræðunni um hryllilegar afleið- ingar rítalíns á vímuefnasjúklinga út af borðinu í nafni þess að ekki mætti raska viðkvæmri meðferð á þeim sem greindir hafa verið með ADHD. Auðvitað er það ömurlegt að löglegt lyf sem gerir einum hópi gott skuli stefna öðrum hópi í mikla hættu. En það þýðir ekki að við ættum að forðast að ræða hættuna. Og þeir sprautufíklar sem hafa notað rítalín eru í mikilli hættu. Af þeim þrett- án sem hafa líklegast smitast af HIV frá áramótum hafa tólf notað rítalín. Það er raunveruleg hætta á HIV faraldri meðal sprautufíkla og að sá faraldur breiðist út fyrir þann hóp. Og þó svo að þessi vá væri ekki fyrir dyrum, með þeim harmi sem henni fylgir fyrir einstaklingana og gríð- arlegum kostnaði fyrir samfélagið, þá á sú hlið rítalíns-málsins sem snýr að vímuefnasjúklingunum alveg sama rétt á umfjöllun og sú er snýr að löglegri notk- un. Okkur hættir til að ýta vímuefna- fíklinum í skuggann af því að hegðun hans stangast á við lög og er óviðunandi fyrir flesta. Oft reyna læknar fremur að fást við afleiðingar fíknarinnar í stað þess að beina þessu fólki í viðeigandi meðferð. Við verðum að hætta þessum feluleik. Stærsti hluti unga fólksins sem kemur á Vog er meira og minna í ólöglegri neyslu. Ef við opnum ekki allar leiðir fyrir þetta fólk til að fá bót meina sinna munum við missa það. Og höfum hug- fast að Vogur hefur tekið fleiri sölumenn fíkniefna af götunum en Litla-Hraun. Þér finnst að umræðan hafi þá ekki verið í réttum farvegi? „Ég held að það séu grasserandi als- kyns ósiðir í umræðu á Íslandi. Í hvert sinn sem einhver bendir á alvarlega skekkju í samfélaginu þá fæst það ekki rætt vegna þess að fyrsti andmælandinn dregur upp ímyndað dæmi um fórn- arlamb. Ef ég bendi á þann skaða sem pólitískar stöðuveitingar hafa valdið G unnar Smári Egilsson hefur verið kjörinn formaður SÁÁ. Hann segist ekki hafa sóst eftir starfinu. „Þórarinn Tyrf- ingsson ákvað að hætta sem formaður og spurði mig hvort ég vildi gefa kost á mér,“ segir Gunnar Smári. „Fáir þekkja SÁÁ betur en Þórarinn og eftir að hafa hugsað eitthvað sjálfur án niðurstöðu ákvað ég að treysta því að mat Þórarins væri rétt.“ Verða einhverjar nýjar áherslur í starfi SÁÁ við formannsskiptin? „Það má segja að kynslóð Þórarins hafi byggt upp SÁÁ. Fyrir þeirra starf eigum við sterkar heilbrigðisstofnanir fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga. Þetta þarf að verja en ekki að endurtaka. Besta leiðin til að verja sjúkrareksturinn er að halda SÁÁ sem breiðri og öflugri fjölda- hreyfingu. Til að nýjar kynslóðir finni farveg innan samtakanna verðum við að stefna á nýja sigra á fleiri sviðum. Og það er margt ógert. Og annað klárast aldrei. Við þurfum að efla réttindabar- áttu áfengis- og vímuefnasjúklinga, taka að okkur aukin félagsleg verkefni, auka félagsstarf og styrkja samtökin svo þau geti áfram staðið fyrir þróun meðferð- arinnar og bætt þjónustuna við okkar fólk. Myndir þú vilja ganga lengra í því að takmarka aðgang að áfengi en gert er? „Í lögum SÁÁ segir að samtökin séu á móti boðum og bönnum. Þau voru stofnuð 1977 þegar mun meira var af bönnum en í dag. En þótt við finnum vel fyrir þráðbeinum tengslum milli aukins aðgengis að áfengi og vímugjöfum og vaxandi neikvæðra afleiðinga neysl- unnar þá held ég að SÁÁ muni aldrei biðja um harðari áfengisstefnu en reka mætti í sátt við meginþorra fólks. Það má hins vegar spyrja sig hvort stefnan sé ekki komin út af hinum megin. Að hún sé svo frjálsleg að meginþorri fólks sé hættur að sjá tilganginn; til dæmis með því að hafa allt lið lögreglunnar til reiðu svo passa megi þá sem vilja drekka og dópa í miðbænum fram til sjö á morgn- anna.“ Alltaf þessi Nonni Þú ert svo til nýkominn í starfið og færð á þig harða gagnrýni frá læknum vegna orða þinna um hættulega rítalínnotkun og að greining á ofvirkni byggist oft á Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Wagner bjargaði lífi mínu Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, ræðir um áfengi og rítalín og ósiði í íslenskri umræðuhefð. Hann segir sömu- leiðis frá ömurlegu tímabili í lífi sínu og því gleðilegasta sem góðærið færði honum, sem er dóttirin Sóley. Hann út- skýrir einnig af hverju Íslendingar vanmeta mat. „Það sem hefur reynst mér best í lífinu er að læra að meta það sem kemur í fangið á mér. Þegar ég hef teygt mig eftir einhverju hefur það yfirleitt reynst illa,“ segir Gunnar.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.