SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Qupperneq 29

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Qupperneq 29
19. júní 2011 29 Var það ekki skemmtilegt? „Nei. Á endanum ferðaðist ég um heiminn til að fá menn til að fjárfesta í fjölmiðlafyrirtæki. Ég þvældist um flug- stöðvar, dragandi á eftir mér litla flug- freyjutösku með nærbuxunum mínum í, og var að missa vitið. Þetta var ömurlegt og innihaldslaust líf, sniðið að þeim sem drekka sig fulla á hverju kvöldi og kaupa mellu í hverri höfn. Ég geri hvorugt og var eins og álfur í þessari veröld. Til að bjarga geðheilsunni keypti ég mér iPod og fyllti hann af klassískri músík. Wag- ner bjargaði lífi mínu.“ Augu sem eru dýpri en alheimurinn Fyrir nokkrum árum ættleidduð þið hjónin litla dóttur frá Afríku. Hvernig gengur uppeldið? „Sóley er það sem ég og Alda Lóa fengum út úr góðærinu. Ég er ekki viss um að við hefðum haft kjark eða pen- inga til að fara til Tógó til að ættleiða barn nema vegna bólunnar. Ég mun því verða íslenska góðærinu ævarandi þakklátur fyrir að fá að kynnast Sóleyju. Og það er mikil forréttindi. Hún er ekki bara með augu sem eru dýpri en al- heimurinn heldur er hún gáfuð, sniðug, fyndin og sæt. Um leið og við fengum hana hvolfdist yfir okkur ábyrgðin sem fylgir litlu barni. Maður vill ekki gera neitt til að skemma þennan merkilega karakter.“ Þú sýnir á þér óvenjulega hlið í Fréttatímanum þar sem þú skrifar um mat. Hefur mataráhugi fylgt þér lengi? „Í kringum hrunið, þegar allir höfðu vit á efnahagsmálum og pólitík, þá beit ég það í mig að ég ætti að lesa mér til um eitthvað allt annað. Ég fór að kynna mér mat og eldamennsku og komst fljótlega að því að það gerði mér gott að elda mat. Það var ekki nóg að vita held- ur þurfti ég að þjálfa upp hæfni og leikni sem síðan byggði upp getu og þor. Mér fannst það mannbætandi að hnoða brauð. Ég held að við vanmetum mat. Okkur er gjarnt að líta svo á að hann tilheyri dýrinu í okkur. Við viljum hugsa eins og menn en borða eins og dýr. Maturinn tilheyrir lægri hvötum. En ég held að það sé farsælt að borða eins og maður. Það er líka mjög góð leið til að skoða menningarsöguna. Það má líka upplifa heiminn og skynja sköpunarverkið í gegnum bragð og lykt ekki síður en augu og eyru. Annað sem fékk mig til að hugsa um mat og að matbúa var að ég trúi því að það hefði læknandi áhrif ef okkur Ís- lendingum tækist að endurmeta mat- arsögu okkar. Við höfum neikvæða sýn á matarhefðir okkar fyrst og fremst fyrir misskilning. Þegar við hugsum til eigin hefðar sjáum við fyrir okkur það sem fólk almennt borðaði. Þetta berum við svo saman við matarlistasögu annarra landa. Matarlistasaga er eins og önnur listasaga. Hún er um það sem best hefur verið gert. Þetta er því eins og að bera almenna drátthæfni Íslendinga á mið- öldum saman við Michelangelo. Við eigum nokkuð til af efni um al- mennar matarhefðir en minna af frásög- um af frábæru skyri eða nosturslega gerðum lundaböggum. Reyndar glöt- uðust flestar bestu aðferðirnar við iðn- væðingu matariðnaðarins – en það er önnur saga og sorglegri.“ Þú hefur skrifað bækur, gætirðu hugsað þér að skrifa bók um mat? „Ég get skrifað endalaust um mat en mér finnst leiðinlegt að skrifa bækur. Það á ekki við mig að sitja allan daginn og ausa upp úr mér. Ég er ekki nógu gáfaður til þess. Ég myndi tæmast og verða heimskur á þremur mánuðum. Þess vegna finnst mér ágætt að vinna með fólki. Ég læri þá eitthvað jafnóðum og ég kjafta því frá mér.“ Þú varst kosinn formaður SÁÁ til eins árs, hvað tekur þá við? „Það er langt síðan ég hætti að velta fyrir mér hvað ég eigi að gera í framtíð- inni. Það sem hefur reynst mér best í líf- inu er að læra að meta það sem kemur í fangið á mér. Þegar ég hef teygt mig eftir einhverju hefur það yfirleitt reynst illa. Mér hefur alltaf boðist einhver vinna – á endanum. Frá því ég var 24 ára hef ég aðeins einu sinni gefist upp á biðinni og sótt um vinnu. Það var fyrir rúmum fimmtán árum. Þá sótti ég um vinnu hjá Morgunblaðinu. Ég var nýkominn úr meðferð, rosalega blankur og sá fram á að þurfa að lifa á engu. Ég sótti um vinnu hjá Styrmi Gunnarssyni. Styrmir réði mig ekki.“ Morgunblaðið/Eggert ’ Ég þvældist um flugstöðvar, dragandi á eftir mér litla flugfreyjutösku með nærbuxunum mínum í, og var að missa vitið. Þetta var öm- urlegt og innihaldslaust líf, sniðið að þeim sem drekka sig fulla á hverju kvödli og kaupa mellu í hverri höfn. Ég geri hvorugt og var eins og álfur í þessari veröld.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.