SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Blaðsíða 33
19. júní 2011 33 áætlanir standast eins og við gerum ráð fyrir.“ Hvernig hefur ykkur gengið frá því að fyrirtækið var stofnað 2010? Þóra: „Ákvörðunin um að stofna fyr- irtæki var tekin í júní og eftir nokkrar vangaveltur negldum við hugmyndina niður í júlí. Föstudaginn 13. ágúst stofn- uðum við svo kennitöluna enda við höf- um fulla trú á því að föstudagurinn þrett- ándi sé happadagur. Varan var svo komin til landsins og í verslanir í nóvember. Nú er næsta framleiðsla væntanleg til lands- ins eftir örfáa daga og verða þá komin 9 mismunandi púsl í verslanir. Það má því segja að þetta hafi gengið eins og í sögu.“ Guðrún: „Síðasta haust tókum við þátt í Hugmyndasmiðjunni sem var verkefni fyrir fólk í startholunum á vegum Hug- myndahúss háskólanna. Það var ómet- anlegt að fá að taka þátt í smiðjunni, enda voru þar allir af vilja gerðir við að hjálpa fólki af stað með hugmyndir sínar. Síðan skráðum við okkur í Gulleggið sem fór fram í byrjun árs og við lærðum ótrúlega margt í því ferli. Nú síðast í apríl fengum við síðan veglegan styrk frá Atvinnu- málum kvenna, en það er sjóður á vegum Vinnumálastofnunar sem hefur síðast- liðin 20 ár úthlutað styrkjum til kvenna sem hafa góðar viðskiptahugmyndir. Í ár bárust sjóðnum alls 338 umsóknir þannig að það var mikil viðurkenning að fá næst- hæsta styrkinn afhentan úr hendi vel- ferðaráðherra við hátíðlega athöfn. Við erum ótrúlega þakklátar fyrir hvað þetta hefur allt gengið vel.“ Er eitthvað í ferlinu hjá ykkur sem kom ykkur á óvart? Guðrún: „Já, kannski hvað það hefur í raun allt gengið upp og aldrei grunaði mig að þetta yrði svona gaman. Mér hefur alltaf fundist vinna bara vera vinna, eitt- hvert skyldustarf sem þarf að sinna til að færa björg í bú en nú er það þannig að ég verð alveg miður mín ef ég kemst ekki í vinnuna, t.d. vegna veikinda hjá börn- unum, því það er svo ótrúlega gaman í vinnunni. Það eru engir mánudagar hjá okkur – allir dagar eru föstudagar.“ Þóra: „Það kom mér einna helst á óvart hvað það að tala um hugmyndina breytir miklu. Í byrjun þorðum við ekki að tala um hugmyndina en okkar reynsla er sú að um leið og þú byrjar að tala við fólk þá færðu þeirra skoðun á hugmyndinni og þá gerist svo margt. Hræðslan við að ein- hver annar fari að stela hugmyndinni frá þér er óþörf, því að það þarf þennan mikla eldmóð sem sá hefur, sem upp- haflega fær hugmyndina, til að geta kom- ið henni í verk. Maður græðir svo miklu meira á því að deila hugmyndinni með fólki en að sitja einn með hana.“ Samstarf við Unicef Á mæðradaginn var haldið útgáfukaffi í tilefni af upphafi samstarfs Puzzled by Iceland og Unicef. Frú Vigdís Finn- bogadóttir, sem er verndari heimsfor- eldra Unicef á Íslandi, tók við fyrsta púsl- inu. Hvaðan kom hugmyndin að samstarfi við Unicef? Þóra: „Það var í raun maðurinn minn sem benti mér upprunalega á þennan möguleika hjá okkur. Hann hefur vitað lengi af löngun minni að vera virkari í góðgerðarmálum og þá sérstaklega varð- andi konur og börn í þróunarlöndum. Það var eitt kvöldið í kjölfar einnar fjölmargra umræðna okkar hjóna um gang fyrirtæk- isins að hann kom með þessa hugmynd að gefa hluta af söluandvirði púsluspils til góðgerðarmála. Við Guðrún kolféllum fyrir því og settum hana strax í fram- kvæmd með því að hringja í Unicef og kynna hugmyndina fyrir þeim.“ Guðrún: „Þar sem börnin okkar eru ástæðan fyrir því að við stofnuðum fyr- irtækið ákváðum við að þemað í púslinu sem styrkir Unicef skyldi vera móðurást. Líkt og með öðrum púslum fylgir blað of- an í kassanum sem hefur að geyma fróð- leik um myndina. Í þessu tilfelli fjallar fróðleikurinn ekki um myndina sjálfa heldur hvað Unicef getur gert fyrir þær 500 krónur sem safnast af hverju seldu púsli. Sem dæmi má nefna að fyrir 500 krónur getur Unicef útvegað 28 bólusetn- ingar gegn mænusótt fyrir börn. Svo væri gaman að geta verið í samstarfi við Unicef í öllum þeim löndum sem við förum til í framtíðinni.“ Hvaða ráðleggingar hafið þið fyrir fólk sem vill hefja sinn eigin rekstur? Þóra: „Ég held að erfiðasta skrefið sé að taka ákvörðun um að láta reyna á hug- myndina. Maður nær ótrúlega langt án þess að sækja um kennitölu þannig að mitt ráð er bara að stinga sér í djúpu laug- ina og láta reyna á það. Ég mæli hiklaust með því að hafa einhvern með sér í liði en það þarf að vanda valið því þetta er mikil skuldbinding. Samstarfinu á milli okkar Guðrúnar má í raun líkja við annað hjónaband. En ég er ekki viss um að við hefðum látið þetta allt gerast ef við hefðum ekki verið saman í þessu.“ Guðrún: „Það þarf að vera ótrúlega gott samband á milli samstarfsfélaga í eigin rekstri. Við kynntumst í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík og eigum mjög ólík áhugamál, en eigum einnig mjög margt sameiginlegt. Við erum mjög ólíkar að mörgu leyti en kannski einmitt þess vegna vegum við hvor aðra vel upp. Við erum á sama stað í lífinu, báðar með tvö lítil börn, og það ríkir mikill skilningur á milli okkar, en þessi skilningur skiptir sköpum í góðu samstarfi. Svo viljum við líka benda fólki á að nýta öll tækifæri sem gefast til að fagna og fagna öllum sigrum, jafnt stórum sem smáum.“ Minjagripir eru sterk landkynning Vinkonurnar hafa sterkar skoðanir á hlutverki minjagripa og telja áhrif þeirra vanmetin þegar kemur að landkynningu fyrir Ísland. Minjagripir séu í raun afar mikilvægir bæði fyrir ferðamennina sem og landið sjálft. Guðrún: „Markhópurinn okkar sam- anstendur í grófum dráttum af erlendum ferðamönnum sem sækja Ísland heim. Okkar markmið er að hjálpa ferðamönn- um að varðveita minningarnar frá ferða- lagi sínu um landið, en það er jú meg- inhlutverk minjagripa. Við teljum þó minjagripi þjóna enn meiri tilgangi en einungis varðveislu minninga. Minjagrip- ir eru stór hluti af landkynningu sem á sér stað eftir að ferðamenn eru komnir aftur til síns heima. Þeir ferðamenn sem hafa áhuga á að koma til landsins og kaupa sér minjagripi til að halda í minninguna um Íslandsdvölina – þeir selja öðru fólki hug- myndina um að koma til Íslands með því að sýna því meðal annars hina ýmsu hluti frá ferðalögum sínum. Minjagripir þjóna þar af leiðandi gríðarlega mikilvægu hlut- verki í landkynningu Íslands. En það sem minjagripir gera er að þeir halda upplifun og minningum ferðamanna um Ísland lif- andi þannig að þessir ferðamenn verða að nokkurs konar gangandi auglýsingu fyrir land og þjóð. Þess vegna er svo mikilvægt að þeim standi til boða fallegir og vand- aðir minjagripir sem endast.“ Þóra: „Það er okkur afar mikilvægt að geta gefið ferðamönnum færi á að varð- veita dýrmætar minningar frá Íslands- dvölinni í skemmtilegum minjagrip. Það, að geta tekið þátt í landkynningu Íslands á þennan hátt, þar sem minjagripirnir frá Puzzled by Iceland munu koma til með að lifa vel og lengi á erlendum heimilum í framtíðinni, finnst okkur ótrúlega góð tilfinning.“ Hver eru næstu skref hjá ykkur? Þóra: „Næsta skref hjá okkur er að fara með vörumerkið út fyrir landsteinana. Við unnum aukaverðlaun í Gullegginu frá Íslandsstofu, en þau fela í sér þátttökurétt í verkefni á þeirra vegum sem er hugsað fyrir fyrirtæki sem ætla í útflutning með vöruna sína. Þetta verkefni hefst í haust og tekur við að sumarvertíðinni lokinni. Styrkurinn sem við fengum frá Atvinnu- málum kvenna miðast einnig við vöruþróun og erlenda markaðssókn þannig að nú þurfum við í raun bara að taka ákvörðun um hvert skal stefna, Puzzled by Norway, Puzzled by Austria, Puzzled by Texas o.s.frv. Í raun eru okkur allir vegir færir og við erum með mikinn meðbyr. Það eru spennandi tímar fram- undan og við tökum brosandi á móti hverri áskorun.“ „2. apríl hélt topp 10 hópurinn í Gullegginu kynningar fyrir 15 manna dómnefnd sem í kjölfarið tók ákvörðun um úrslit keppninnar. Hérna er- um við með Eyrúnu sem lenti í fyrsta sæti og menntamálaráðherra við verðlaunaafhendinguna á Háskólatorgi,“ segja Þóra og Guðrún. „Við höfum alltaf verið hrifnar af Unicef og hérna settum við upp rauðu nefin okkar“ segja Þóra og Guðrún. Á þessari mynd getur að líta púsl með mynd af fjallinu Hvítserki á norðvesturlandi.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.