SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Qupperneq 45

SunnudagsMogginn - 19.06.2011, Qupperneq 45
19. júní 2011 45 B reski rithöfundurinn Terry Pratchett, sem er ríflega sextugur, hefur glímt við veikindi undanfarin ár eins og hann ræddi meðal annars í viðtali við Morgunblaðið fyrir fjór- um árum, en þá kom meðal annars fram að dregið hefur úr afkastagetu hans við ritstörfin og í stað þess að skrifa tvær bækur á ári verði hann að láta sér nægja að skrifa eina. Þá var Pratchett að jafna sig eftir heilablóðfall og nýbúinn að læra að vélrita upp á nýtt, en það hrjáir hann fleira, því um líkt leyti kom fram að hann þjáðist af Alzheimer-sjúkdómi á byrjunarstigi. Þrátt fyrir sjúkdóma hefur Prat- chett haldið áfram að skrifa bækur, en smám saman hefur geta hans til að skrifa dvínað eftir því sem sjúk- dómnum miðar áfram. Í breska blaðinu The Guardian kom fram í vikunni að hann hefur nú sótt um að fá þau skjöl sem þarf til að geta svipt sig lífi á Dignitas-heilsuhælinu sviss- neska. Í blaðinu segir Pratchett að hann sé ekki búinn að ákveða að svipta sig lífi, en hafi viljað vera búinn að ganga frá öllum pappírum um það ef til kæmi. Hann segir meðal annars í blaðinu að hann hafi ekki gengið frá umsókninni enn þar sem hann sé of önnum kafinn við að „klára fjandans bók“. Að sögn talsmanns Dignitas hætta um 70% þeirra við sem sækja um að fá að svipta sig lífi á heilsuhælinu. Fyrir stuttu sýndi breska ríkissjón- varpið heimildarmyndina Choosing to Die eftir Pratchett, en í henni er meðal annars sýnt andlát hóteleigandans Peters Smedley, sem svipti sig lífi í Dignitas, en hann þjáðist af ólæknandi taugasjúkdómi. Sú ákvörðun að sýna andlát Smedleys hefur vakið miklar deilur í Bretlandi og víðar, enda segja gagnrýnendur að beinlínis sé verið að hvetja til sjálfsvíga. arnim@mbl.is Terry Pratchett íhugar sjálfsvíg Breski rithöfundurinn Terry Pratchett er alvarlega veikur. E kki þola allar bækur endurlestur. Það er eitthvað dapurlegt við að lesa bók sem maður hreifst eitt sinn af og komast að raun um að eftir öll þessi ár þá reynist bókin sem maður átti góðar minningar um afar lítils virði. Ansi margir hafa haldið því fram að bækurnar um Harry Potter séu drasl og J.K. Rowling, ein ríkasta kona heims, hafi platað umheiminn rækilega þegar hún sendi frá sér hvern doðrantinn á fætur öðrum um galdrastrákinn Harry Potter. Þegar maður tekur upp Harry Pot- ter bók tíu árum eftir að hafa les- ið hana fyrst þá hvarflar að manni að hugsanlega verði þetta einmitt niður- staðan sem maður komist að. Harry Potter sé ekkert svo sér- stakur. Svo fer maður að lesa og fær samviskubit yfir að hafa hugsað á þennan veg. Það er galdur í Harry Potter. Nægur galdur til að halda manni sam- viskusamlega við lesturinn. Ævintýraleg og viðburðarík frásögn er einn þátturinn, en kannski ekki sá mikilvægasti. Það má skamma J.K. Rowling fyrir að vera ekki mikill stílisti, en hún kann sannarlega að skapa persónur – og þess vegna fyrirgefst henni margt. Harry Potter, þessi vel gerði og hugrakki drengur, hreinlega lifnar við á síðunum. Það gerir líka vinkona hans, hin gáfaða og stundum ofurstolta Hermione, sem er ein af sterkustu kven- persónum í barnabókum seinni ára. Börn eru engir bjánar. Um all- an heim veðjuðu börn á Harry Potter. Þau vissu hvað þau voru að gera. Galdraheimar eru alltaf spennandi og þegar þeir eru fullir af sterkum karakterum er sannarlega unun að hrærast í þeim. Því fylgja engin vonbrigði að lesa Harry Potter tíu árum eftir allt fárið í kringum hann. Hann átti skilið að fá alla þessa at- hygli. Það besta er að hann fékk börn til að lesa þykkar bækur. Gald- urinn í Potter ’ Því fylgja engin vonbrigði að lesa Harry Potter tíu árum eftir allt fárið í kringum hann. Orðanna hljóðan Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar KONA / FEMME, LOUISE BOURGEOIS 27.5. -11.9. 2011 SUNNUDAGINN 19. júní kl. 14 - MAMMA KÖNGULÓ - Fjölskyldusmiðja Unnið er út frá sýningunni KONA / FEMME Samvinna við Myndlistarskólann í Reykjavík. Umsjón hefur Guðrún Vera Hjartardóttir myndlistarmaður KJARVAL, Úr fórum Jóns Þorsteinssonar og Eyrúnar Guðmundsdóttur 27.5. -11.9. 2011 SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“ Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar Eitthvað í þá áttina, sýning um kortagerð, skrásetningu og staðsetningu. 14. maí - 21. ágúst Byggðasafn Reykjanesbæjar: Bátasafn Gríms Karlssonar: Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Ný sýning HLUTIRNAR OKKAR – úr safneign safnsins (9.6. – 16.10. 2011) Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17. KRAUM og kaffi. Garðatorgi 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ASÍ 21. maí til 26. júní Harpa Árnadóttir MÝRARLJÓS Sýningin er hluti af Listahátíð Opið 13-17, nema mánudaga. Aðgangur ókeypis. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Pétur Thomsen: Ásfjall Kurt Dejmo: Ljósmyndir úr Íslandsheimsókn 1955 Farandsýningin: Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn Stoppað í fat – Útskornir kistlar Glæsileg safnbúð og Kaffitár Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga kl. 10-17 Myndin af Þingvöllum Sýningarstjóri: Einar Garibaldi Eiríksson Fjölbreytt verk frá 1782-2011, yfir 50 höfundar Kaffistofa – Leskró – Barnakró OPIÐ: alla daga. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði List án landamæra - Abstrakt Jón B.K. Ransu og Guðrún Bergsdóttir Síðasta sýningarhelgi Hugvit Einar Þorsteinn Ásgeirsson Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis 15. maí – 15. sept. Sumarsýningin Fundað í Fjölni Fjölbreyttar sýningar í báðum söfnum Opið alla daga kl. 11-18 www.husid.com Sími 483 1504

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.