SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Side 23
10. júlí 2011 23
Þ
að er ekkert venjulegt við Björk Guðmundsdóttur. Því fær heimurinn enn og
aftur að kynnast gegnum nýjasta tónlistarverkefni hennar, Biophiliu, sem
hleypt er af stokkunum í Manchester á Englandi þessa dagana. Listakonan fer
ekki troðnar slóðir fremur en endranær og af fyrstu umsögnum að dæma hittir
hún naglann á höfuðið. Alltént á Arnar Eggert Thoroddsen, blaðamaður Morgunblaðsins,
varla orð yfir upplifun sína í Sunnudagsmogganum í dag en hann var viðstaddur tónleika
Bjarkar ytra síðastliðið fimmtudagskvöld.
„Biophilia kallaði fram sterk hughrif, eitthvað sem ég er enn að vinna úr,“ skrifar Arnar
Eggert. „Um þetta verkefni verða skrifaðar langar og djúpar greinar á næstu árum, eitthvað
sem ég kemst hins vegar ekki í akkúrat núna, sitjandi á hótelherbergi í Manchester og uppi
við vegg vegna banastiku dagblaðaheimsins. En vonandi kemst ég í slíkt síðar. Ég ætla nú
að hvíla heilann aðeins og leyfa honum að vinna úr því sem hann hefur verið bombarder-
aður með. Það er ekki á hverjum degi sem maður upplifir raunveruleg tímamót – já þátta-
skil – í dægurtónlistarsögunni.“
Hér er rammt að orði kveðið og fróðlegt verður að fylgjast með hvernig Biophilia gengur
í tónelska en eins og menn vita er allur heimurinn undir þegar Björk Guðmundsdóttir
fremur sína list. Bretar hafa sérstakt dálæti á henni og gaman hefur verið að fylgjast með
þarlendum fjölmiðlum í aðdraganda Biophiliu og augljóst að eftirvæntingin er engu minni
þar en hér heima. Eflaust standast einhverjir aðdáendur Bjarkar ekki mátið og æða út til að
berja herlegheitin augum en hinir, sem ekki eiga heimangengt, geta byrjað að hlakka til
enda var gert heyrinkunnugt í vikunni að heimur Biophiliu muni taka á sig mynd í Silfur-
bergi Hörpunnar á sex tónleikum í október næstkomandi.
Það er hlýrra í næstu götu
Heimurinn er líka allur undir hjá annarri íslenskri kjarnakonu, Guðrúnu Margréti Páls-
dóttur, stofnanda ABC-barnahjálpar, en við hana er rætt í blaðinu í dag. Í meira en tvo ára-
tugi hefur hún ferðast heimshorna á milli og unnið með götubörnum á fátækustu svæðum
veraldar og í dag er ABC-barnahjálp með hvorki fleiri né færri en tólf þúsund börn í sinni
umsjá, ýmist í skólavist eða heimavist. Guðrún vill hjálpa fleirum og segir að í raun ætti
enginn að unna sér hvíldar á meðan börn eru munaðarlaus, deyjandi á götunni.
Mergjað er að lesa um fyrstu kynni Guðrúnar af þessu víðtæka vandamáli, heimilisleysi
barna. „Í hnattferðinni fannst mér erfiðast að ganga fram hjá ellefu ára gömlum dreng sem
var að leggjast til svefns á gangstéttinni,“ segir hún. „Ég gat ekki fengið það af mér og bauð
honum gistingu á gistihúsi, eins og það væri einhver lausn og hann afþakkaði það. Ég
spurði hvort honum væri ekki kalt og hann sagðist ætla að færa sig á aðra götu sem væri
hlýrri. Ég var með Nýja testamentið á spænsku í vasanum og gaf honum það – og hvílíkt
bros! Ég mun aldrei gleyma því brosi. Hann ljómaði eins og sólin og hann var læs. Frá þeirri
stundu þráði ég að geta gefið götubörnum heimili, þó að ég sæi ekki hvernig það væri
mögulegt.“
Vandinn er gríðarlegur og flest fórnum við bara höndum, teljum hann okkur ofvaxinn.
Guðrún ákvað hins vegar að láta slag standa og helga líf sitt baráttunni fyrir betri heimi.
Fleiri mættu fara að hennar fordæmi.
Þáttaskil í dægurtónlist
„Það er alveg augljóst að við keppum
ekki við Noreg í augnablikinu.“
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra. Fjöldi
íslenskra heilbrigðisstarfsmanna vinnur í Noregi.
„Þetta er ógeðslegt.“
David Cameron forsætisráðherra Breta
um símahlerunarmálið sem skekur Bret-
land.
„Ég kom til að sigra og gerði
það sem til þurfti.“
Joey Chestnut sem sigraði í
pylsuátskeppni í New York.
Sporðrenndi 62.
„Ég æfi fótbolta en er
bekkjarsetukarl í FH,
æfi það sérstaklega.“
Jón Jónsson hagfræðingur,
tónlistarmaður, fótbolta-
maður og ritstjóri Monitors.
„Svo er það eig-
inlega bara subbulegt
að setja á svið svoleiðis
senu hjá okkur þar sem
nálægðin er svona mikil við áhorf-
endur, fólk myndi bara finna vonda
lykt.“
Matthías Matthíasson söngvari en engin eiginleg
nektarsena er í Hárinu sem flyst úr Hofi í Hörpu.
„Við erum jafnvel bara besta
„crowd-ið“ eða hópurinn, þó að
við lítum út fyrir að vera það ekki.
Haukur Dór Bragason kynningarstjóri
málmhátíðarinnar Eistnaflugs.
„Mig dreymdi þetta í
nótt.“
Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR
sem dróst gegn BÍ/
Bolungarvík fyrir vestan í
undanúrslitum bikarkeppn-
innar í fótbolta.
„Það var ekki að
ástæðulausu að Bjarni
svitnaði í draumnum í
nótt.“
Guðjón Þórðarson þjálfari BÍ/
Bolungarvíkur og faðir Bjarna.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
og hvort samþykktir byggingayfirvalda viðkom-
andi sveitarfélags um jafnlangt skeið hafi enga
þýðingu. Auðvitað er það klókt af stjórnmála-
stéttinni að láta borgarbúann finna fyrir van-
mætti sínum með því að láta hann mæta sam-
þjöppuðu pólitísku valdi þegar honum þykir
brotið á sér.
Sú viðleitni að koma því inn hjá kjósandanum
að lífsskoðanir eigi ekki lengur að skipta máli
hjálpar vissulega til að furðuframboð eins og Besti
flokkurinn fái brautargengi. Sá flokkur hefur
reyndar með framgöngu sinni leitt til þess sjálfur
að fylgið flagnar af honum án þess að stuðlað sé að
því af öðrum flokkum í borgarstjórninni. Besti-
flokksbrandarinn þurfti ekki fjögur ár til að verða
fúll. En fylgismælingar létta ekki kvöð af öðrum
til að fara fram fyrir eigin afli og láta finna fyrir
sér og sýna fyrir hvað menn standa og að borg-
arbúar eigi talsmenn í öllum málum, stórum og
smáum. Þess háttar framganga mun skila árangri,
ekki aðeins til skemmri tíma.
En svo skrítið sem það kannski er þá virðast hin
venjubundnu verkefni sveitarstjórna gjalda þess
ef óhæfir verkstjórar veljast til forystu. Það eru
ekki bara gamlir borgarstjórar sem blöskrar að sjá
umgengnina og hirðuleysið sem borgaryfirvöld
sýna. Borgin setti löngum stolt sitt í það að láta
borgina blómstra um hið stutta sumarskeið. Nú-
verandi borgarstjóri hefur sagt að vilji hans standi
til að rífa upp fljótsprottnar aspir sem sett hafa
góðan svip á götumyndir víða og skapað skjól. En
á meðan niðurrifshernaður gegn öspum er boð-
aður sprettur njóli upp sem aldrei fyrr og gras
sprettur úr sér og það er þyngra en tárum taki að
horfa upp á hirðuleysið á grænum blettum í borg-
arlandinu. Það má vel vera að eitt af kosningalof-
orðum Bestaflokksins (og Samfylkingarinnar sem
ábyrgð ber á völdum hans) hafi verið: Látum njóla
vaxa til jóla! En hvers vegna getur ekki flokks-
brandarinn svikið það loforð eins og öll hin sem
hann sagðist ætla að svíkja?
Hestamenn
á hálendinu.
Morgunblaðið/RAX