SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Blaðsíða 27
10. júlí 2011 27 Stuðningur við Jón Sigurðsson Jón Sigurðsson og Maurer voru miklir mátar og má rekja vinskap þeirra til þess að Maurer skrifaði um málefni Ís- lands í þýska blaðið Allgemeine Zeitung sem gefið var út í Augsburg. Grein hans var síðan þýdd og birt í Nýjum fé- lagsritum. Þar tekur hann afstöðu með Jóni í deilum hans við Dani. Jón hélt því fram að Íslendingar væru eingöngu með samninga við norska konunginn og heyrðu því ekki undir danska þingið. Þessu mótmælti danskur fræði- maður en Maurer studdi Jón. Jóhann segist ekki vita hvort þeir hafi þekkst áður en þó sé líklegt að Jón hafi skrifað til Maurers og spurt hann ráða. Báðir námu þeir norrænan rétt og hugsanlega hefur Jón verið búinn að lesa skrif Maurers um slíkt. Þá lagði Maurer til að Jón yrði gerður meðlimur í Bæ- versku vísindakademíunni. Í fundargögnum akademí- unnar frá júní 1866 segir Maurer: „Ótvírætt má líta á Ís- lendinginn Jón Sigurðsson sem fremsta fræðimann nútímans á sviði norðurgermanskra fornfræðirann- sókna.“ Á öðrum stað segir Maurer að rannsóknir á norðurgermönskum tungumálum og fornfræði eigi full- an rétt rétt á að eiga sinn fulltrúa í akademíunni. Varð úr að Jón var gerður að meðlimi akademíunnar það sama ár. Hindurvitni og hjátrú Það kom sér vel að Maurer talaði nokkra íslensku þegar hann kom hingað til lands. Hana lærði hann af nánum ís- lenskum vinum sem hann eignaðist á þeim tíma sem hann dvaldi í Kaupmannahöfn til að undirbúa sig fyrir Íslandsförina. Þar hóf hann einnig að safna íslenskum þjóðsögum og gaf út bókina Isländische Volkssagen der Gegenwart árið 1860. „Þeir Jón Árnason og Magnús Grímsson höfðu eiginlega gefist upp á söfnuninni því það var gert grín að þeim. En Maurer stappaði í þá stálinu og talaði um hve mikil verðmæti þessar sögur væru, rétt eins og Grimms-bræður hefðu sýnt í Þýskalandi. Þjóð- sögurnar eru stór menningarhluti Íslands en smekkur Ís- lendinga var svo yfirþyrmandi af Íslendingasögunum. Þær voru taldar, eins og að líkum lætur, stórmerkilegar bókmenntir en þjóðsögurnar voru taldar hindurvitni og hjátrú sem menn gerðu grín að. Margir þakka því Maurer fyrir að þjóðsögurnar urðu bókmenntagrein og jafn mik- ilvægur hluti af menningunni og þær áttu að vera,“ segir Jóhann. Þekktari á Íslandi Jóhann segir Maurer mun þekktari hér en í Þýskalandi. Það sé merkilegt að hingað hafi komið maður til lands í þessum erindagjörðum sem hafi ekki haft neinna hags- muna að gæta heldur eingöngu haft einskæran áhuga. Ís- lendingar þurfi að virða þetta góðverk ef svo megi segja því Maurer gerði þetta að eigin frumkvæði og á eigin kostnað. „Þetta mun auka áhuga þýskra ferðamanna á að koma til Íslands. Þá hef ég nú bætt við að þetta sé ein allsherjar hestaferð og mætti tala um að feta í hófför Maurers. Einhverjir af þeim tugum þúsunda hestaeig- anda í Þýskalandi gætu haft gaman af því að lesa slíka hestasögu,“ segir Jóhann og hlær við. Hugmyndin er sú að birta tvær útgáfur í Þýsklandi. Önnur væri vísindaleg útgáfa sem gefin yrði út af Bæversku vísindaakademí- unni og þar yrði notast við frumtexta Maurers. Í þeirri útgáfu myndi dagbókin einnig fylgja. Hin væri alþýðlegri útgáfa sem Jóhann hefur stungið upp á að yrði eingöngu um ferðalagið og myndi vekja áhuga mun víðari hóps. Hún yrði í svipuðu formi og Árbækur Ferðafélagsins með fleiri myndum og góðum kortum. „Það er mikilsvert að verkum Maurers sé haldið lif- andi, sérstaklega fyrir Íslendinga þar sem þetta er hluti Íslandssögunnar. Hann kemur víða við, í sambandi við sjálfstæðisbaráttuna, þjóðsögurnar, Íslendingasögurnar, þar sem hann var með kenningar um sönnunargildi þeirra, og Grágás eða lög íslenska þjóðveldisins. Eins hafði hann áhuga á daglegu lífi, æðardúnsframleiðslunni, afréttum, landbúnaðinum og mörgu öðru. Þegar hann kemur til Íslands lendir hann til að mynda í miðjum deil- unum um fjárkláðamálið og þurfti að hafa læknisvottorð að sunnan til að ferðast um Norðurland,“ segir Jóhann. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Martin Maurer er nú staddur hérlendis til að feta í fót- spor langalangafa síns, Konrads Maurers. Hann mun ferðast um landið í júlí og heimsækja staði sem finna má í ferðabók Konrads Maurers, en heimsókn Martins fór að hluta til saman við heimsókn foreldra hans, Wolfgangs og Ingrid Maurer. Mikið ævintýri „Faðir minn er helsti áhugamaður fjölskyldunnar um ættfræði. Hann sagði mér sögur af Konrad Maurer og tjáði mér að ég ætti mikilvægan langalangafa. Síðastliðin ár hef ég líka aflað mér upplýsinga sjálfur, bæði af netinu og frá fólki sem stundar fræðistörf tengd Konrad Mau- rer,“ segir Martin sem nú er í sinni fyrstu heimsókn til Íslands. Hann segir að margt hafi komið sér á óvart við lestur ferðasögunnar. Þá einna helst hvað lífið var öðru- vísi í þá daga og mun erfiðara að ferðast. Hestar voru fararskjótarnir og engir vegir til nema þá einhverjir troðningar. Á þeim tíma hafi slík för verið mikið æv- intýri en í dag sé þetta allt öðruvísi með bættum sam- göngum. Tíu setningar á íslensku „Hvert sem Konrad fór þekkti hann sögu staðarins en bað fólk síðan um að segja sér þjóðsögur og annað slíkt. Þær skrifaði hann niður og bætti enn frekar við kunn- áttu sína. Hann hafði lesið sér til um sögu Íslands áður en hann kom hingað. Hafði lesið miðaldahandrit og þekkti Íslendingasögurnar. Hann talaði líka íslensku sem hann hlýtur að hafa lært frekar hratt. Hana lærði hann fyrst sjálfur en í Kaupmannahöfn gat hann síðan æft sig í að tala hana við Íslendinga sem aðstoðuðu hann við að leiðrétta framburð og annað slíkt. Sjálfur get ég sagt um tíu setningar og þær lærði ég úr ferðahandbók,“ segir Martin og hlær við. Líkt og langalangafi hans ætlar Martin sér að gista á sveitabæjum á ferðum sínum. Honum hefur ekki verið lofað gistingu fyrirfram en vonast eftir góðum viðtökum þar sem hann kemur við. Martin fer í öfuga átt við Kon- rad, heldur fyrst norður og keyrir þaðan réttsælis um landið. Þar sem Martin ferðast um á venjulegum fólksbíl mun hann halda sig við aðalvegi. Því segist hann ekki vera viss um hvaða staði hann geti heimsótt en vonandi sem flesta og hann ætlar sér að taka mynd á hverjum og einum. Ferðalag í júlí Martin mun blogga um ferðina og fyrir áhugasama er slóðin www.martinstuckerbag.blogspot.com. Hann segist ekki ætla sér að gefa út bók en tekur hógvær undir þá tilgátu blaðamanns að ef til vill gæti útprent af blogg- inu fundist einn daginn í kjallara. Rétt eins og handrit langalangafa hans. Martin segir fyrstu kynni sín af Ís- landi vera góð, veðrið sé fallegt og það hafi verið tekið vel á móti honum. Það komi honum á óvart hversu margir Íslendingar þekki til Konrads Maurers. Í Þýska- landi sé hann óþekktur nema meðal fræðimanna. Ein- mitt þess vegna væri þjóðráð að gefa einnig út minna fræðilega útgáfu af bókinni sem myndi henta betur fyrir almenning. Bloggar um ferðasöguna Það var glatt á hjalla í Dillonshúsi þar sem hittust meðal annars Jóhann J. Ólafsson (t.v.) og Martin Maurer.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.