SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Page 32
32 10. júlí 2011
G
uðrún Margrét Pálsdóttir hef-
ur unnið ötult starf til bjargar
börnum í verstu mögulegu
aðstæðum. Hún hefur ferðast
heimshorna á milli og unnið mikið með
götubörnum á fátækustu svæðum ver-
aldar. Hún hefur barist fyrir því að veita
börnum heimavist og skólagöngu og gefa
þeim von um framtíð án fátæktar. Guð-
rún stofnaði ABC-barnahjálp fyrir 22 ár-
um og hefur gefið vinnu sína í öll þessi
ár, enda mikil hugsjónamanneskja með
ástríðuna að vopni. Í dag er ABC-
barnahjálp með tólf þúsund börn í sinni
umsjá, ýmist í skólavist eða heimavist.
Guðrún vill hjálpa fleirum og segir að í
raun ætti enginn að unna sér hvíldar á
meðan börn eru munaðarlaus, deyjandi á
götunni. Talið er að um 100 milljónir
barna séu á götunni í heiminum, svo það
er ærið verk fyrir höndum.
Á sínum yngri árum fór Guðrún í
heimsreisu og varð vitni að skelfilegri fá-
tækt. Hugsjón varð til í þessari hnattferð
er hún kynntist því hversu margir eru
ólæsir og hversu ömurleg tilhugsun það
er að vera fullorðinn og kunna ekki að
lesa. Þar sem fátæktin er mikil snýst lífs-
baráttan um það eitt að komast af. Hún
brá því á það ráð að kaupa bækur og gefa
þær í fátækustu þorpum sem hún fann.
„Í hnattferðinni fannst mér erfiðast að
ganga fram hjá ellefu ára gömlum dreng
sem var að leggjast til svefns á gangstétt-
inni,“ segir hún. „Ég gat ekki fengið það
af mér og bauð honum gistingu á gisti-
húsi, eins og það væri einhver lausn og
hann afþakkaði það. Ég spurði hvort
honum væri ekki kalt og hann sagðist
ætla að færa sig á aðra götu sem væri
hlýrri. Ég var með Nýja testamentið á
spænsku í vasanum og gaf honum það –
og hvílíkt bros! Ég mun aldrei gleyma
því brosi. Hann ljómaði eins og sólin og
hann var læs. Frá þeirri stundu þráði ég
að geta gefið götubörnum heimili, þó að
ég sæi ekki hvernig það væri mögulegt.“
Að hnattferð lokinni var Guðrún
ákveðin í að fara heim til Íslands, safna
peningum og fara svo aftur út til að
kenna fólki að lesa og skrifa. Hún hafði
ekki verið viku á Íslandi þegar hún hitti
tilvonandi eiginmann sinn. Þá flæktust
málin því köllun hennar var að fara aftur
út. „Ég endaði á því að biðja Guð um
skýrt svar. Það eina sem mér datt í hug,
af því ég treysti ekki minni dómgreind,
var að taka sex krónur og segja við Guð
að ef fiskarnir kæmu upp færi ég, en ef
hin hliðin kæmi upp yrði ég á Íslandi og
myndi væntanlega gifta mig. Svo lokaði
ég augunum, hristi krónurnar, kastaði
þeim upp í loftið og það kom enginn
fiskur upp,“ segir Guðrún.
ABC-hjálparstarf var svo stofnað árið
1988, tveimur árum eftir heimkomuna
úr hnattferðinni, sem íslenskt, kristið
hjálparstarf. Barnastarfið hófst á Filipps-
eyjum árið 1990. Þar voru 100 börn
styrkt í skóla og byggð heimili fyrir
götubörn. Frá Filippseyjum dreifðist
hjálparstarfið til Indlands, Úganda,
Kambódiu og Bangladesh. Starfið á Ind-
landi jókst svo til muna og þar voru
byggð tvö stór barnaheimili í samstarfi
við innfædda. Árið 2005 fór ABC að
styrkja börn í Pakistan og nú eru 3.000
börn í skólum ABC í Pakistan. Áfram var
haldið með barnahjálpina til Kenía, Líb-
eríu og víðar. Reynt er að vinna sem
mest í samvinnu við heimamenn, það
hefur reynst best því innfæddir þekkja
menningu svæðisins og tala tungumálið.
Þetta er því samvinna fyrst og fremst.
Menningarsjokk
„Að koma inn í fátækrahverfi eins og í
Nairobí í Kenía er mikið áfall fyrir venju-
legt fólk. Ef fólk er ekki undirbúið og
hefur ekki fengið réttar upplýsingar fyr-
irfram fær það hreinlega menning-
arsjokk af verstu gerð,“ segir Guðrún.
Fátækrahverfin eru gríðarlega þéttbýl. Af
fimm milljónum íbúa í Nairobí eru þrjár
milljónir í fátækrahverfum. Þar eru eng-
ar götur, segir Guðrún. „Þetta eru mold-
artroðningar á milli húsanna og ef maður
teygir sig í báðar áttir nær maður á milli
kofanna. Það er ekkert rafmagn og engin
klósett, nema kannski eitt fyrir 500
manns og það þarf að borga til að nýta
þjónustuna. Það viðtekna eru fljúgandi
klósett. Þá gerir fólk þarfir sínar í poka
og svo hendir það pokanum bara út. Þar
eru því haugar af plastpokum og síðan
rennur skólpið bara opið á milli
húsanna.“
Það eru engar skólplagnir og það eru
moldargólf í kofunum. Kofarnir eru
byggðir þannig að reist er timburgrind
og hún klædd með bárujárni. Oft eru
þeir gisnir svo það rignir inn. Þegar
rignir þá blandast skólpið regnvatninu
og flæðir inn í kofana. „Það geta jafnvel
átta manns búið í tíu fermetra kofa,“
segir Guðrún.
„Oftast eru það bara konan og börnin
því maðurinn er oftast farinn. Í svona
mikilli örbirgð gefast þeir oft upp og
stofna nýja fjölskyldu annars staðar og
konan situr ein eftir með börnin sem oft
eru smituð af alnæmi.“
Svo er margt sem herjar á eins og mal-
aría og berklar og mikið er um rottur
sem koma inn í kofana og bíta í tær,
fingur, nef og eyru. Fæðingar eiga sér
stað í þessum kofum því fólk hefur ekki
efni á að fara til læknis og það hefur ekki
efni á malaríulyfjum þó að þau kosti að-
eins fimm hundruð krónur. Það er rétt
svo að fólk dragi fram lífið.
„Hætturnar eru fleiri. Það eru gengi
sem misþyrma og nauðga, þannig að fólk
er ekki öruggt í þessum kofum sem það á
ekki einu sinni. Það leigir þá af þeim sem
eiga landið og hafa byggt öll þessi hreysi
og ef það getur ekki borgað þá er því
hent út. Úr þessum verstu hugsanlegu
aðstæðum mannkynsins erum við að
taka inn börn.“
Þúsundir barna vantar stuðningsaðila
Þórunn Helgadóttir er í Kenía með götu-
barnastarf á vegum ABC og börn sem
Barátta
upp á
líf og
dauða
Guðrún Margrét
Pálsdóttir stofnaði
ABC-barnahjálp fyrir
rúmum tveimur ára-
tugum og eru samtökin
með tólf þúsund börn í
sinni umsjá, ýmist í
heimavist eða skóla-
vist. Enn er mikið verk
óunnið, því talið er
að 100 milljónir barna
eigi sér ekkert athvarf.
Áslaug Einarsdóttir
Guðrún Margrét Pálsdóttir hefur ferðast heimshorna á milli og unnið mikið með götubörnum á fátækustu svæðum veraldar.