SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Page 35

SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Page 35
10. júlí 2011 35 Í fréttaöflun á Íslandi Kl. sjö, um kvöldmat, var lagt í hann aftur. Með í þessari ferð voru auk mín og Unnars Nancy King og Drew Patter- son, ungt par frá New York, og á þriðja hjólinu vou Hall- dór Kolbeins ljósmyndari, barnabarn samnefnds prests sem var prestur hér í Vestmannaeyjum og skírði mig, og Egenie Nina Larsson, fréttamaður AFP. AFP er heildsölu- fréttastofa sem gerir fréttir og fréttatengda þætti um allan heim og selur þeim sem vilja kaupa fréttirnar, en Nína var að gera fréttir hér á Íslandi um hrunið þ. á m. og þessa ferð. Nína er norsk en býr í Stokkhólmi í Svíþjóð. Fyrst það var fréttakona með upptökutæki þurfti að keyra fram og til baka og allar hundakúnstir. Halldór ljósmyndari var með Nínu til að mynda fyrir hana svo hægt væri að aug- lýsa fréttirnar um allan heim. Ferðin gekk í alla staði vel, ekki var útlitið þó gott er við lögðum af stað, rignt hafði og jökullinn hulinn skýjum en er við fórum ofar og ofar létti meir og meir þar til að skýin fóru, rétt eftir að við komum á topp Goðabungu. Haldið var niður eins og í fyrri ferðinni og gengið held- ur lengra en áður, þannig að við sáum gilið langleiðina frá gíg, og niður að lóninu í Þórsmörk. Hvílík fegurð og hrikaleiki að maður hefur ekki séð annað eins, öflin sem léku aðalhlutverk á þessum stað fyrir ári hafa farið ham- förum og skilið eftir sig liti sína, svart og hvítt. Jökullinn sprunginn með ógurlegum sprungum sem eru ekki færar nokkrum manni, maður varð orðlaus að sjá þessa hrika- legu fegurð. Nína fréttakona ræddi við Unnar fararstjóra og Nancy, ekki gat ég séð annað en að hún væri hrærð að sjá allt þetta og brosið fór ekki af Nancy allt kvöldið. Á þessum stað var boðið upp á kaffi sem hitað var á staðnum, kexið og súkkulaðikexið var tekið upp og vel var tekið á við að gera þessum veigum skil. Unnar vildi fara nær gígnum til að sýna okkur hann, Nína þurfti að fara í viðtal við Geir Haarde og Steingrím J. daginn eftir og lagði ekki í að fara þar sem hún vildi ekki mæta í viðtölin hálfsofandi. Einstakt sólarlag Klukkan var að verða hálftólf þegar lagt var aftur af stað niður jökulinn, ánægja var meðal fólksins sem fór í þessa ferð, einstakt sólarlag var er við vorum að leggja í hann, ekki skemmdi það fyrir, og glaðir ferðalangar héldu í hann. Rétt fyrir kl. hálf-tvö komum við niður á láglendi og klukkan var að verða tvö þegar við vorum búin að klæða okkur úr göllum okkar. Ég aðstoðaði Unnar við að ganga frá fjórhjólunum og göllum, eftir það var boðið upp á kaffi og kökur. Ferða- langar spjölluðu saman í stutta stund. Ég ók að Hvassafelli undir Eyjafjöllum og kom mér í rúm rúmlega þrjú, sæll og glaður eftir langan en góðan dag. Fyrir vana menn er þetta létt mál, Unnar var sá eini sem reyndi þetta, við hin horfðum bara á listir hans. Þegar búið er að keyra um á fjórhjólum í nokkrar klst. í ösku, sandi og möl, þar sem rykið ræður ríkjum og ein beygja er tekin og Gjáin birtist með þessum fallegu fossum og gróðri, og maður hætt- ir á augabragði að hafa það á tilfinningunni að maður sé staddur á tunglinu. Gjáin er staðsett rétt norðan við Búrfell. Pálmi Jónsson, Solveig Pálmadóttir og Unnar Garðarsson hjá Óbyggðaferðum. Útsýnið við Goðabungu er einstakt, þetta er í raun í hina áttina frá því sem ég er vanur að sjá. ’ Ég hef oft séð gíg Eldfells og Helgafells, en þeir eru örverpi samanborið við þennan gíg. Mikil gufa var frá gígbörmunum og niður eftir gilinu mátti sjá mikla gufu hér og þar. Skannaðu kóðann til að skoða fleiri myndir úr ferðinni.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.