SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Qupperneq 36
36 10. júlí 2011
G
uðmundur Finnbogason
heimilisfræðikennari í Laug-
arnesskóla stendur fyrir mat-
reiðslunámskeiðum fyrir börn
og unglinga í sumar. Indverskur dagur
var á námskeiðinu þegar blaðamaður og
ljósmyndari komu í heimsókn. „Við
bjuggum til naanbrauð, tikka masala-
kjúkling, jógúrtsósu og hrísgrjón,“ segir
hann en krakkarnir borða saman þegar
þau hafa tíma, annars er maturinn tekinn
heim. „Það er vinsælt líka, ekki síst hjá
foreldrunum,“ segir Guðmundur sem
byrjaði með matreiðslunámskeiðin í fyrra
en þau eru haldin í heimilisfræði-
kennslustofu Laugarnesskóla. Þörfin var
greinilega til staðar en öll námskeið urðu
fljótt uppbókuð. Núna eru ennþá nokkur
pláss laus í námskeiðunum sem byrja á
mánudaginn. Aldursflokkarnir eru 10-12
ára (eins og þegar Sunnudagsmogginn
kom á staðinn) en líka 8-9 ára og 13-15
ára en allar upplýsingar eru á síðunni
Matreiðslunámskeið.is.
Áður en Guðmundur byrjaði með nám-
skeiðin eyddi hann sumrunum í skáta-
starfi með börnum. Hann stjórnaði sum-
arnámskeiðum fyrir Skátafélagið Vífil
auk þess að vera aðstoðarforstöðumaður
sumarbúða skáta á Úlfljótsvatni.
Hann segir matreiðslu vera sérstaklega
hentugt verkefni fyrir börn og líkir elda-
mennskunni við að spila tölvuleiki. „Það
er svo skjót svörun í tölvuleikjum og líka
í heimilisfræðinni. Maður sér strax ár-
angurinn. Bakar eitthvað, smakkar það
og veit hvort það er gott eða vont. Svo
spillir ekki fyrir að að það má borða af-
raksturinn,“ segir hann en margt fleira
jákvætt er í kringum matreiðsluna eins
og að það er hægt að sýna afraksturinn,
vera stoltur af honum og bjóða öðrum
með sér.
Byrjað á bakstri
Hann byrjar yfirleitt á bakstri með nýjum
hópum og notar þá líka tímann til að
kenna krökkunum á eldhúsið og leyfa
hópnum að kynnast. Á meðal annarra
verkefna á námskeiðinu, sem er viku-
langt, er líka pizzugerð, sem hann segir
vinsæla hjá krökkunum. „Það er barn-
vænt verkefni, klikkar ekki. Þau hafa svo
mikla stjórn á útkomunni því þau ráða
því hvað þau setja ofan á hana.“
Indverski dagurinn er síðan af allt öðr-
um toga. „Þetta er svolítið flókið, enginn
krukkumatur heldur búið til frá grunni.
Maður gæti haldið að þetta væri fullorð-
insverkefni en ef þessu er pakkað rétt inn
og þetta gert í rólegheitunum er ekkert
mál fyrir krakka að elda þennan mat.“
Eldamennskan felur líka í sér fræðslu.
„Svona lærir maður líka um fleiri lönd og
aðra menningarheima.“
Á námskeiðinu er líka gerð súpa og sal-
at en á lokadeginum er farið út að grilla.
„Það er gaman að enda á því. Við mar-
inerum kjúkling, búum til kjúklinga-
spjót, grillum banana og búum til
drykk.“
Krakkarnir útskrifast að námskeiðinu
loknu með kokkahatt á höfði og fá upp-
skriftabók með sínum uppskriftum í út-
skriftagjöf. „Þeim finnst þetta gaman.
Þetta er svolítil upphefð,“ segir Guð-
mundur.
Hann vill að matartíminn og und-
irbúningurinn fyrir hann verði fjöl-
skyldutími. „Ég hef verið að tala fyrir því
að fjölskyldan noti þetta tækifæri til að
vera saman. Maður þarf hvort eð er að
elda og borða. Þarna er tækifæri til að
bjóða krökkunum að taka þátt í heim-
ilshaldinu og verkefnunum og eiga svo-
lítið í þessu,“ segir hann og bætir við að
það sé aldrei of snemmt að byrja.
„Maður á að byrja um leið og þau sýna
áhuga. Það er ekkert aðalatriði að þau
taki þátt í öllu verkefninu. Pítsan eða
súpan er alveg jafn mikið þeirra þó þau
hafi bara verið að í stutta stund,“ segir
hann og ítrekar að það eigi að bjóða
krökkunum að taka þátt í því sem þau
ráða við.
„En þegar þau eru orðin eldri skiptir
frágangurinn auðvitað máli,“ segir hann
með áherslu.
Heimilisfræði fyrir fullorðna
Guðmundur var með þróunarverkefni í
heimilisfræðinni í vetur þar sem foreldr-
unum var boðið að koma í heimsókn.
„Ólíkt umsjónarkennurunum þá hitti ég
aldrei foreldrana,“ segir Guðmundur sem
var með góða gesti með sér í kennslunni.
Umfjöllunarefnið var meðal annars hollt
mataræði og möguleikinn á því að nota
eldamennsku sem fjölskyldusamveru.
„Það var gaman að fá foreldrana í
heimsókn. Þeir elduðu uppskriftir sem
krakkarnir hafa gert, bjuggu til súpu og
brauð. Við settumst niður í lokin og
borðuðum saman. Eldhúsið er staður þar
sem maður getur talað saman.“
Guðmundur stefnir að því með tíð og
tíma að vera með fjölbreytt matreiðslu-
námskeið í gangi allt árið. Í vetur var
hann til dæmis með námskeið í konfekt-
gerð og páskaeggjagerð. „Þessi námskeið
eru bæði kjörin fyrir fjölskyldusamveru,“
segir Guðmundur sem er kominn með
nokkra fastakúnna. Hann hefur líka hag-
að verðlagningunni þannig að því fleiri
sem skrá sig saman, því lægra verð.
Hann stefnir síðan á að halda námskeið
í ítalskri matargerð í vetur. Líka ætlar
hann að halda námskeið fyrir unglinga,
sem eiga í vandræðum með aukakílóin og
annað námskeið fyrir fjölskyldur með of
þung börn. Þetta ætlar hann að gera í
samvinnu við Ebbu Guðnýju Guðmunds-
dóttur, sem er mikill hollustufrömuður
og þekkt fyrir bókina Hvað á ég að gefa
barninu mínu að borða?
„Það er gaman að geta lagt sitt á vogar-
skálarnar í þessari baráttu,“ segir Guð-
mundur sem lítur líka á matreiðslunám-
skeiðin sem ákveðna menningarfræðslu.
„Hluti af þessu er að bjóða fólki ekki að-
eins menntunina heldur líka innblást-
urinn. Maður þarf stundum bara spark í
rassinn til að koma sér af stað,“ segir
hann og útskýrir nánar hvað hann er að
gera.
„Við erum að færast nær Ameríku og
fjær Evrópu í þessum matarmenning-
armálum. Við erum að færast inn í
Matur er
samvera
Guðmundur Finnbogason heimilis-
fræðikennari í Laugarnesskóla stendur
fyrir skemmtilegum matreiðslunámskeiðum
fyrir krakka í sumar en hann er með vefinn
Matreiðslunámskeið.is.
Matur
Besta forvörnin gegn
offitu er að elda sjálfur
og krökkum finnst
matseld jafn skemmti-
leg og tölvuleikir,
að mati Guðmundar
Finnbogasonar heim-
ilisfræðikennara
í Laugarnesskóla.
Texti: Inga Rún Sigurðardóttir
ingarun@mbl.is
Myndir: Ernir Eyjólfsson
ernir@mbl.is