SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Síða 40

SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Síða 40
40 10. júlí 2011 Lífsstíll S vo ber við á hverju ári að Bandaríkjamenn fagna afmælinu mínu með stæl. Grilla, fara í skrúðgöngur, skjóta flugeldum á loft og ég veit ekki hvað og hvað. Samt hef ég aldrei búið í Bandaríkjunum og þar þekkir mig enginn, eftir því sem ég best veit. Það vill bara svo vel til að afmælið mitt ber upp á þjóðhátíðardegi Bandaríkja- manna hinn fjórða júlí. Mér finnst af- ar skemmtilegt að eiga afmæli og nýt þess í botn að láta dekra (enn meira) við mig þennan dag og hafa það sem náðugast. Nú bar svo vel til að í af- mælisgjöf fékk ég bæði vandað pipar- og saltkvarnasett og töfrasprota. Því get ég nú kannski farið að gera eitt- hvað af viti í eldhúsinu. Prófað eitt- hvað nýtt og kryddað matinn al- mennilega. Töfrasproti þessi er galdratæki. Hann má setja í pottinn til að mauka grænmeti og búa til súpu. En svo má líka nota skálina sem fylgir til að mauka ýmislegt saman eða þeyta rjóma. Ég er þegar farin að sjá þetta síðsumar og haust fyrir mér í hillingum í eldhúsinu. Þar mun ég standa sveitt og sæl við ótal tilraunir. Örugglega með útsletta svuntu og skálar og diska út um allt. Búa til hummus af ýmsum gerðum, salsa í ýmsum litum og hakka og saxa eins mikið og töfrasprotinn þolir. Svo slettir húsfreyja í heilu fjöllin af vöfflum og þeytir rjóma með í skálinni góðu. Mjög hentugt að geta bara skellt þeytaragræju á töfrasprotann fyrir þá sem ekki eiga handþeytara. Aldrei að vita nema maður missi sig end- anlega og setji saman við sultu sem maður hefur gert sjálfur … Nei, best að fara nú ekki fram úr sjálfum sér … En súpueldhúsið verður í það minnsta starfandi daga og nætur. Ég sé sjálfa mig fyrir mér bera heim mörg kíló af kartöflum, rófum, gulrótum og annarri hollustu. Sjóða, krydda með salti og pipar úr kvörn- unum og mauka svo eins og ég eigi lífið að leysa. Nota líka kannski fersk- ar kryddjurtir sem ég get hakkað saman og blandað að vild. Þetta held ég að verði skemmtilegt tilraunaeld- hús og gott átak eftir nokkurt hlé í eldhússtörfum. Mikið sem maður er nú annars orð- inn þroskaður og fullorðinslegur. Ekki gleðst ég eingöngu yfir því að hafa fengið slík nytjatæki að gjöf (hefði örugglega frekar viljað fá föt og áfengi fyrir um áratug) heldur er ég líka búin að skrifa heila grein um það hvað ég hlakka til að eyða notaleg- um helgardögum og kvöldum í tilraunamennsku í eld- húsinu. Þá er bara að vera ánægð með það og byrja að skrifa niður matargestalista fyrir haustið, enda færi fljótlega í óefni ef ég ætlaði mér að borða allan afrakst- urinn ein og óstudd … Ætar tilraunir Tilraunamennska í eldhúsinu er skemmtileg. Spennandi er að sjá hvernig útkoman verður en ætíð er vonast eftir góðu bragði. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Ef marka má þessa mynd tókust tilraunir hertogaynjunnar af Cambridge á matreiðslunámskeiði í Kanada vel upp. Reuters ’ Ég sé sjálfa mig fyrir mér bera heim mörg kíló af kartöflum, rófum, gulrótum og annari hollustu. Sjóða, krydda með salti og pipar úr kvörnunum og mauka svo eins og ég eigi lífið að leysa. Það er hægt að einfalda eldamennskuna með góðum undirbúningi. Ef þú ætlar að halda matarboð er ráð að vera búin/n að einhverju daginn áður. Kaldar sósur og salöt eru til að mynda oft betri daginn eftir. Þá er allt hráefnið búið að blandast vel saman og sækja í sig bragð hvert frá öðru. Það er líka miklu minna stress að þurfa ekki að gera allt samdægurs. Slíkt endar oft með því að maður tekur á móti gestunum nýkomin/n úr sturtu. Eða bara sveitt/ur á svuntunni. Það er nú kannski skemmtilegra að reyna að forðast það. Góður undirbúningur Í tilefni Ólympíuleikanna í London á næsta ári hefur breska flugfélagið British Air- ways hrundið af stað sam- keppni. Hefur hún hlotið nafn- ið Greta Britons og er ætluð öllu áhugafólki um elda- mennsku. Nánar tiltekið áhugafólki um ljúffengari flug- vélamat. Þátttakendum er ætlað að senda inn tillögur að því hvernig flugvélamáltíð eigi að vera samsett. Fólki er ætl- að að senda hugmyndirnar inn skriflega en með má einnig senda teikningar og ljósmyndir. Sú hugmynd sem þykir girnilegust verður síðan færð yfir á bakka flugfarþega af Heston Blumenthal. Hann rekur Michel- in-stjörnustaðinn The Fat Duck, sem kosinn hefur verið besti veitingastaður í heimi. Keppnin er því allnokkur áskorun og um að gera að leggja höfuðið vel í bleyti fyr- ir þá sem ætla að taka þátt. Það eru ekki allir yfir sig hrifnir af flugvélamat og er hann líklegast meðal vin- sælustu umkvörtunarefna flugfarþega. Því verður spennandi að sjá hvað kemur út úr þessari sam- keppni. Keppt um flugvélamat Það þarf ekki að vera svo flókið að bjóða gestum heim í mat. Ef okkur finnst gaman að prófa okkur í eldhús- inu ættum við heldur ekki að vera hrædd við að fá fólk til að smakka með okkur. Það getur alltaf gerst að eitthvað mistakist eða brenni við. Þá er bara ekkert við því að gera. Annað- hvort má byrja aftur upp á nýtt eða í versta falli panta pitsu. Margir muna eftir því úr kvikmyndinni Bridget Jones þegar söguhetjunni tókst að búa til bláa súpu. Það getur nefnilega allt gerst í eldhúsinu og fínustu réttir sem við þekkjum í dag hafa sumir hverjir orðið til upp úr mistökum. Gott tapas Á netinu er að finna ótal uppskriftir sem geta hjálpað fólki við að fá góðar hugmyndir. Oft má líka finna þar góð ráð ef maður er ekki viss um eitthvað í eldamennskunni. Á vefsíðunni so- easyrecipies.com er t.d. hægt að finna alls konar girnilegar hugmyndir að spænskum smáréttum eða tapas. Síðan er sniðug að því leyti að þar er að finna uppskriftir auk þess sem lesa má sér til um hvern upp- skriftaflokk – eins og t.d. tapas, ítalskan mat og mexíkanskan. Það er um að gera að vera óhrædd/ur að prófa sig áfram. Um það snýst jú elda- mennskan að stórum hluta. Prófa nýj- ar samsetningar og leyfa bragðlauk- unum að leiða mann áfram að þeirri sem er best. Smakk er besta leiðin

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.