SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Side 41
10. júlí 2011 41
LÁRÉTT
1. Barnslegt ruglast. (9)
4. Málfræðihugtak sem lýsir því þegar óframfærin mann-
eskja fær tvisvar fimmtíu. (8)
10. Ókunnar lykti af barni. (12)
11. Tvo gin á dönsku fyrir sorgmætt með sérkennilegt
andlit. (10)
13. Varla verst farið andlega? (6)
15. Sný Snata við hjá hesti, helvítis. (6)
16. Ávöxtur með steinefni í heljartaki. (9)
18. Samkoma aldna vekur andmæli. (7)
19. Deilir um ílát fyrir hjón. (6)
21. Forðið klettinum. (7)
24. Dáð er tímafrek. (5)
28. Gaf til baka auk þess að fá viðbótar námsgrein. (7)
30. Jórturdýr sem lifir í uppsprettu reynist vera fugl. (9)
31. Græða óhóflega á belgjurt. (4)
32. Á laugardögum vefur alls ekki þungar. (10)
33. Sindraðir ekki út af plássum (9)
34. Stór skal ég vera og hættuleg. (8)
35. Óvættur sem nær að dvelja í Menntaskólanum á Eg-
ilsstöðum. (6)
36. Muldra í Hamrahlíð. (4)
LÓÐRÉTT
1. Títt snýst við hjá brú með vergri fjárhæð. (6)
2. Blanda setusalarins fyrir þær án mats. (12)
3. Fótabúnaður fyrir viðsnúið bein má gera úr fléttum. (6)
5. Með kind þrátt fyrir allt. (5)
6. Upphafsstafir sem þú finnur á fótboltavellinum á Litla-
Hrauni. (9)
7. Sorgmædd dragi foringja (8)
8. Ílát fyrir aðkomumenn eru nothæf sem íverustaðir.
(11)
9. Veik fer einfaldlega í að ýkja um eldsvoða (8)
12. Hvít kona sem á barn eða sú sem hjálpar við fæðingu
þess? (9)
14. Lækur nær að ræna ruglaðar spár. (8)
17. Perri fær ruglaðan klaufa í starf sem flest í söfnun
verðmæta (11)
20. Setja flott saman við ax til að fá brennanlegt efni. (10)
22. Slaufar öllu rugli gagnvart þeim sem er sviptur rétti.
(7)
23. Huga að tungutaki um erfiðleika. (8)
25. Leiðtogi þess sem hefur sköpulag. (8)
26. Botna í þrívídd í milligerð. (7)
27. Ruglum slaufum hjá þeim sem er án hiks (7)
29. Sjá okkur lenda í biluðum út af frásögn af eldgosum.
(7)
Verðlaun eru veitt fyrir rétta
lausn krossgátunnar. Senda
skal þátttökuseðilinn ásamt úr-
lausninni í umslagi merktu:
Krossgáta Morgunblaðsins,
Hádegismóum 2, 110 Reykja-
vík. Frestur til að skila úrlausn
krossgátu 10. júlí rennur út 14.
júlí. Nafn vinningshafans birtist
í blaðinu 17. júlí. Heppinn þátttakandi hlýtur bók
í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 3. júlí er
Anna Hermannsdóttir, Víðilundi 20, Akureyri.
Hún hlýtur í verðlaun bókina Ævintýri góða dát-
ans Svejks í heimsstyrjöldinni. Forlagið gefur út.
Krossgátuverðlaun
Fjórði heimsmeistarinn, Max
Euwe, hafði gríðarleg áhrif í
heimalandi sínu og jók mikið við
vinsældir og virðingu skák-
arinnar. Eftir að skákferlinum
lauk var hann kosinn forseti
FIDE en lét af embætti árið 1978.
Jan Timman tók við sem fremsti
skákmaður Hollendinga og
komst í lokaeinvígi áskorenda-
keppninnar árin 1990 og 1993.
Timman hefði þó aldrei átt mikla
möguleika á að hreppa titilinn ef
til einvígis við Kasparov hefði
komið, til þess var of mikill
styrkleikamunur á þeim. Eftir
hollenska meistaramótið sem
lauk í vikunni með yfirburðasigri
Anish Giri þykir mönnum óhætt
að spá því að þessi 17 ára piltur,
sem er með hollenskt ríkisfang, á
rússneska móður og föður frá
Nepal, eigi eftir að koma við sögu
heimsmeistarakeppninnar á
næstu árum. Samanburður við
Magnús Carlsen er nærtækur, en
á stórmótinu í Wijk aan Zee í árs-
byrjun vann Giri Magnús í aðeins
22 leikjum.
10 skákmenn tefldu í efsta
flokki hollenska meistaramótsins
og hlaut Giri 7 ½ v. af 9 mögu-
legum. Í 2. sæti varð Ivan Soko-
lov með 5 ½ v. og síðan komu
fjórir skákmenn með 5 vinninga.
Meðfram meistaramótinu fór
fram fremur veikt opið mót en
þar var Héðinn Steingrímsson
meðal þátttakenda. Hann var
stigahæstur keppenda en hafnaði
að lokum í 3. sæti með 6 ½ v. af
níu mögulegum. Vinningatala
hans var nokkuð undir ætluðum
árangri. Þetta er fyrsta mótið
sem Héðinn tekur þátt í síðan á
Íslandsmótinu í apríl sl. Sigur-
vegarar urðu heimamennirnir
Manuel Bosboom og Yge Visser
með 7 vinninga.
Eftir að hafa rennt yfir flestar
skákir Giri undrar mann mest
hversu auðveldlega hann yfir-
bugar andstæðinga sína. Pilt-
urinn á alveg sérstaklega auðvelt
með að tefla. Meiri baráttu var að
finna í skákum Ivans Sokolovs
sem er þekktur fyrir leggja mikið
á stöðurnar. Ivan hefur oft látið
þess getið að helsti áhrifavaldur
hans sé Boris Spasskí og eftirfar-
andi sigur hans minnir óneit-
anlega á þá gömlu góðu daga
þegar Spasskí náði að yfirbuga
Viktor Kortsnoj í ýmsum til-
brigðum drottningarbragðs:
Hollenska meistaramótið 2011; 8.
umferð:
L’Ami – Ivan Sokolov
Drottningarbragð
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4.
cxd5 exd5 5. Bg5 Be7 6. e3 c6 7.
Dc2 Rbd7 8. Bd3 Rh5 9. Bxe7
Dxe7 10. Rge2
Alþekkt en það kann að vera
betra að bíða með að ákvarða
stöðu riddarans og leika strax 10.
O-O-O.
10. … Rb6 11. h3 g6 12. O-O-O
Rg7 13. g4 Bd7 14. Rf4?! g5!
Snarplega leikið, svartur nær
að laga peðastöðuna og vinna
tempó í leiðinni.
15. Rfe2 h5 16. Rg3 O-O-O 17.
Rf5?
Annar yfirborðskenndur leik-
ur.
17. … Bxf5 18. gxf5 Re8!
Í anda Nimzowitch; riddarinn
stendur vel á f6.
19. Hhe1 g4 20. hxg4 hxg4 21.
Re2 Rf6 22. Hh1 Hh3 23. Hdg1
Betra var sennilega 23. Rf4 sem
svartur getur svarað með 23. …
Hxh1 og 24. … g3.
23. … Hdh8 24. Dd1 c5 25. dxc5
Dxc5+ 26. Kb1 Rc4 27. Rf4 Hh2
28. Hxh2 Hxh2 29. De1 Re5 30.
De2 Kb8 31. Hc1 Dd6 32. Dc2 Rc6
33. Bf1
Erfiðleikar hvíts stafa af lélegri
peðastöðu. Hann varð að reyna
33. Bb5.
33. … g3! 34. Bg2 Rg4 35. fxg3?
Ekki var auðvelt að sjá að með
35. De2! getur hvítur haldið tafl-
inu gangandi, t.d. 35. … Rxf2 36.
Df3 Re4 37. Dg4! með gagn-
færum.
35. … Rxe3 36. Df2 De5 37. Ka1
Rxg2 38. Rxg2 d4 39. Hg1 d3 40.
Hd1 De2!
- og hvítur gafst upp.
Heimsmeistaraefni Hollendinga
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skák
Nafn
Heimilisfang
Póstfang
Krossgáta