SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Qupperneq 42
42 10. júlí 2011
R
ómverjar byggðu sína veiga-
mestu borg norðan Alpafjalla
við Rínarfjót og nefndu Colonia
Agrippina. Enn í dag geta vökul
augu greint minjar þeirra tíma víðsvegar
um kjarna Kölnarborgar þótt ekki séu
minjarnar áberandi í heildarmyndinni og
raunar tilkomulitlar í samanburði við
fyrrum höfuðborg hins rómverska veldis,
Róm. Sameiginlegt með þessum borgum
er þó, að neðanjarðar finnast víða söguleg
lög mettuð menningararfleið. Í Köln voru
nýlega uppgötvuð þess konar lög sem hafa
vakið verðskuldaða athygli vegna þess að
tekist hefur með nýbyggingu að varpa
nýju ljósi á rómverskar minjar og jafn-
framt sögu og einkenni staðar miðsvæðis í
borginni.
Hin nýja bygging nefnist Kolumba en
það er nafnið á safni kaþólsku kirkjunnar
á listrænum munum og listaverkum frá
miðöldum allt fram á okkar tíma. Á
byggingarsvæðinu eru eru fornleifar,
rústir gotneskrar kirkju heilags Kolumba
og kapella sem byggð var eftir síðustu
styrjöld. Í samkeppni um safnið var tillaga
arkitektsins Zumthors valin til útfærslu af
því að hún, ein allra hugmynda, lagði til
að byggja safnið yfir allt svæðið, yfir rústir
og byggingar á staðnum. Zumthor notar
handunna tígulsteina líkt og Rómverjar
gerðu fyrir 2.000 árum og „heldur áfram“
að hlaða ofan á veggi sem fyrir voru. Múr-
verk líkt og í Pompei eða Róm, steinar 50
sm á lengd, 5 sm breiðir, handverk og
hleðsluaðferð sem á heima í Köln því að
engin borg norðan Alpafjalla er rómversk-
ari – Colonia Agrippina.
Tímalaus mynd
Með nýframkvæmdunum hefur orðið til
byggingalist sem tekur á eðlilegan hátt
mið af staðareinkennum og rómverskri
hefð Kölnarborgar og setur saman mynd
sem hæfir okkar tíma eða öllu fremur
tímalausa mynd. Sennilega hugsa margir
sem virða fyrir sér bygginguna að hún hafi
lengi staðið þarna, mjög lengi, eigi alla-
vega hvergi annarstaðar heima. Þess kon-
ar hugsanir láta sjaldan á sér kræla þegar
nýbyggingar borgarkjarna eru barðar
augum. Erindi tillögu Zumthors í
hugmyndakeppninni 1997 var að bygging
í vöxnu umhverfi eigi að vera andstæða
þeirrar sýndarmennsku sem einkenndi þá
nýopnað Guggenheimsafn í Bilbao. Það
safn var um aldamótin einmitt byrjunin á
herför „djarfra“ bygginga undir vernd-
arvæng menntaelítu og allskonar snobbs.
Nýverið mátti sjá sannfærandi árangur
12 ára byggingarsögu Kolumba. Hand-
unnir steinar, hlaðið beint ofan á gamla
veggi kirkjunnar og kapellunnar, mynda
lokaða eða hálfopna múrveggi. Op eru á
milli eftir þörfum til að skapa rými, tefla
saman ljósi og skugga. Þessi hugs-
unarfræði sýnir ljóslega að liðin tíð er allt-
af ný, sífellt lifandi eins og lífið. Hlutir sem
fallnir voru úr minni verða á nýjan leik
sýnilegir, aðrir breytast, enn aðrir hverfa.
Líðandi stund stjórnar því liðna líkt og
hljóðfæraleikarar að leika gamalt snilld-
arverk eins og það sé nýsamið verk.
Snilldarverk eru aldrei dauðir minn-
isvarðar.
Þegar komið er inn í Kolumba-safnið
liggur leiðin framhjá fornleifagreftrinum
sem nýtur sín vel í 12 metra háu hálfopnu
rými. Við erum í raun aftur stödd í útirými
en um leið inni í byggingunni. Múraðir
veggirnir hafa nægjanleg op til að hleypa
inn dagsbirtu sem veitir þessu „róm-
verska“ rými einstakan og töfrandi blæ.
Kapellan sem var endurgerð 1950 virkar
að vísu ekki sérlega vel í þessu rými þar
sem hún er kannski fremur minning um
uppbyggingu eftirstríðsáranna – en þetta
rými í heild hrærir við manni enda tilfinn-
ing oft sterkari en viska.
Inngangur og uppgraftarrými mynda
vinkil um inngarð þar sem í rauninni er
ekkert að finna nema örfínar hreyfingar
jarðvegs, smásteina, fáein tré og nokkra
stóla: innigarðurinn er tákn fyrir vita con-
templativa, kaþólska menningu og
klausturlíf sem hefur innblásið og verndað
margar manneskjur, líka íslenskar. Eða
var ekki klaustrið afgerandi undirstaða
Halldórs Kiljans í leit hans að visku og
sannleika lífsins?
Bygging er lifandi vera
Við hverfum frá sögulegum stað-
areinkennum jarðhæðar um stiga upp á
næstu hæð. Efnismeðferð breytist, gólf og
veggir. Múraðir veggir eru fínpússaðir með
leir, gamlir listmunir skiptast á við alveg
ný verk. Oftast verka þau gömlu sterkar.
Safnið er ekki ætlað gjörningahungruðum
fjöldanum. Hér ríkir kyrrð og ró fyrir þá
sem gefa sér tíma. Húsið er þannig hannað
að sífellt opnast óvænt rými og dagsbirta.
Stórir útsýnisgluggar á efstu hæð opna
spennandi sjónarhorn með útsýni yfir
borgina, dómkirkjuna, óperuna og aðrar
Kolumba nefnist safn
erkibiskupsdæmis
Kölnar, stofnað 1853.
Því var reist nýtt að-
setur í rústum got-
neskrar kirkju heilags
Kolumba og kapellu
sem byggð var eftir
síðustu styrjöld. Í sam-
keppni um safnið var
tillaga arkitektsins
Zumthor valin til út-
færslu af því að hún,
ein allra hugmynda,
lagði til að byggja safn-
ið yfir allt svæðið, yfir
rústir og byggingar á
staðnum.
Gunnlaugur Baldursson
info@baldursson.de Við byggingu Kolumba voru notaðir handunnir tígulsteinar líkt og Rómverjar gerðu fyrir 2.000 árum. Með nýframkvæmdunum hefur orðið til
byggingalist sem tekur á eðlilegan hátt mið af staðareinkennum og rómverskri hefð Kölnarborgar.
Úr Groß St. Martin kirkjunni í Köln.
Samhljómar
líðandi og
liðinna tíma
Lesbók