SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Qupperneq 43
10. júlí 2011 43
Í
slenski safnadagurinn er í dag og
mikið um að vera í söfnum um allt
land. Boðið er upp á fjölbreyttar
dagskrár og aðgangur víða ókeypis.
Það er því tilvalið að heimsækja söfnin í
tilefni dagsins. Í söfnum er sífellt tekist á
við nýjar áskoranir og spurt áleitinna
spurninga. Spurninganna hver erum við
og hvert stefnum við er spurt í Þjóðminja-
safni Íslands nú eins og fyrir 150 árum
þegar Þjóðminjasafnið var stofnað. Eitt
mest krefjandi verkefna safna á 21. öldinni
er að þróa leiðir til þess að varðveita
heimildir um flókna samfélagsgerð sam-
tímans til að átta sig betur á svörum við
ofangreindum spurningum. Þannig er
ekki einungis fengist við heimildasöfnun
um fortíðina, heldur er sjónum einnig
beint að nútímanum og hugað að framtíð-
inni. Víða innan safna er nú leitað leiða til
að skrásetja og rannsaka menningarþætti
þegar þeir eiga sér stað. Til þess að fanga
samtímann þarf að velja tiltekin sjón-
arhorn og viðfangsefni til heimildasöfn-
unar ekki síður en söfnun muna. Norræna
safnið í Stokkhólmi hefur allt frá árinu
1977 staðið fyrir skipulagðri sam-
tímasöfnum, en það er fyrst nú sem ís-
lensk söfn hafa tekið markviss skref á
þessu sviði.
Hér á eftir verður lýst þremur samtíma-
verkefnum sem öll eru nú til sýnis í Þjóð-
minjasafninu eða á vefsíðu þess. Á ljós-
myndasýningu Péturs Thomsen Ásfjall í
Myndasal safnsins sést vel hve ljós-
myndun er góð leið til þess að skrá og
skilja samtímann, og varðveita heimildir
um hann. Þar er fylgst með uppbyggingu í
nýju hverfi, Áslandi, þar sem er ein hæsta
byggð á höfuðborgarsvæðinu. Pétur
fylgdist með uppbyggingu hverfisins frá
árinu 2008 og myndaði húsin, fólkið og
umhverfið. Sjónarhorn Péturs er sam-
félagslegt samhengi byggingarlistar,
skipulags og náttúru, sem allt eru þættir
sem móta umgjörð samfélagsins og hafa
áhrif á það. Sýningin vekur áhorfendur til
umhugsunar um mannlíf og hugarfar á
tímum örra breytinga. Upphaflega stóð til
að ljósmynda hverfi í byggingu og áhrifin
sem byggingaframkvæmdir hafa á allt
umhverfið. Atburðir í samfélaginu breyttu
hins vegar framkvæmdunum í eitthvað
annað og meira. Byggð í nýju hverfi hafði
áður verið tákn fjölskyldulífs í úthverfi en
eftir efnahagshrunið 2008 varð hin nýja
byggð á ákveðinn hátt hlutgervingur
þeirra atburða. Í stað bjartsýni, urðu von-
brigðin í raun myndefni ljósmyndarans.
Ljósmyndir Péturs eru í senn ádeila á
meðferð okkar á landinu og skrásetning
sögunnar. Sýningin Ásfjall er samtíma-
heimild um uppbyggingu nýs hverfis, sem
og áhrif efnahagshrunsins á íslenskar fjöl-
skyldur.
Annað verkefni Ekki snerta jörðina –
Leikir 10 ára barna fjallar um leiki barna
nú til dags. Hin síðari ár hefur Þjóðminja-
safn Íslands leitt samstarfsverkefni ís-
lenskra safna þar sem sjónum er beint að
leikjum barna í samtímanum. Samvinna
var við nemendur og kennara í fimmta
bekk víða um land. Spurt var um hvernig
börn léku sér, tekin voru viðtöl við
börnin og fylgst með leikjum þeirra.
Leiddi það til áhugaverðra heimilda
um leiki barna á Íslandi árið 2010 og
farandsýningar sem fer milli safnanna og
opnuð var fyrst í Þjóðminjasafni Íslands í
vor ásamt upplýsingavef um leiki barna.
Þar eru allar niðurstöður athugunarinnar
aðgengilegar með yfirliti um vinsæla leiki
nútímans sem og nokkra skemmtilega
gamla leiki.
Þriðja verkefnið ber heitið Brauð í
norðri og er samstarfsverkefni safna á öll-
um Norðurlöndum og Eistlandi um brauð
og brauðneyslu. Áhersla var lögð á að
safna heimildum um þennan þátt í dag-
legu lífi og þróa nýjar leiðir til að miðla
þeim. Með söfnun frásagna og heimilda
var könnuð menningarleg fjölbreytni
þeirra landa sem þátt tóku í könnuninni.
Athugað var hvernig fólk velur sér brauð
og hvort það baki brauðin sjálft. Hér á
landi var meðal annars kannað hversu ný-
ungagjarnir landsmenn eru þegar kemur
að heimabakstri og hvort algengt sé að
notast sé við gamlar fjölskylduuppskriftir.
Áhugavert er að sjá hvaða minningar
laufabrauð, hverarúgbrauð og vestfirskar
hveitikökur vekja í huga landsmanna svo
nokkur dæmi séu tekin. Ekki er síður at-
hyglisvert að sjá hvernig fólk af erlendum
uppruna heldur tengslum við gamla land-
ið með því að baka brauð sem það ólst upp
við. Þessum og fleiri heimildum var safnað
á íslenska heimasíðu, Brauðbrunninn, en
heildarniðurstöður allra verkefnanna eru
á vefsíðu um norræna brauðmenningu ár-
ið 2011.
Umfjöllunarefni safna um samtímann er
ótakmarkað. Ofantalin verkefni hafa leitt
fram heimildir um tiltekna þætti í sam-
tímanum. Haldið verður áfram á þessari
braut í samræmi við safnastefnu á sviði
þjóðminjavörslu með völdum sjón-
arhornum á samtíma okkar. Á næstunni
er fyrirhugað að Þjóðminjasafn Íslands og
önnur söfn á Íslandi beini sjónum að fleiri
nærtækum verkefnum, svo sem heim-
ilislífi. Sannarlega verður áhugavert að
kynnast margbreytileika menningar þjóð-
arinnar í þeim verkefnum .
Sjá einnig:
http://www.thjodminjasafn.is/syningar/sersyningar/
syningar-i-gangi/nr/3158gangi/nr/3158
http://www.thjodminjasafn.is/ekki-snerta-jordina
http://www.braudbrunnur.wordpress.com
Að fanga samtímann….
’
Í söfnum er sífellt
tekist á við nýjar
áskoranir og spurt
áleitinna spurninga.
Spurninganna hver erum
við og hvert stefnum við
er spurt í Þjóðminjasafni
Íslands nú eins og fyrir
150 árum þegar Þjóð-
minjasafnið var stofnað.
Mynd af sýningunni Ásfjall, eftir Pétur Thomsen
Ljósmynd/Pétur Thomsen
Þankar um
þjóðminjar
Margrét
Hallgrímsdóttir
margret@-
thjodminjasafn.is
gamlar og nýjar byggingar Kölnarborgar.
Efnisval og útfærsla er fádæma einföld,
hnitmiðuð og vönduð. Hvergi truflar sýni-
leg tækni. Ögun og einfaldleiki eru af-
bragðs forsenda þess að listaverkin geti
notið sín til fulls.
Trúlega var við efnisval og gerð safnsins
leitað til eldri fyrirmynda í miðri Köln-
arborg. Ekkert er þá nærtækara en að
skoða þá kirkju sem best hefur verið end-
urbyggð eftir stríð: Groß St. Martin við
Rínarfljót. Hér má finna djásn með hrein-
leika og einfaldleika miðaldabygginga sem
aðlagað er nútímanum og er í ríkum mæli
verðug til fyrirmyndar. Hér má sjá að
bygging er lifandi vera þar sem margra alda
líf endurspeglast með því nýja. Í end-
urbyggingunni (1961/1985) var lögð áhersla
á að rýmið fengi að njóta sín með því að
útiloka skraut og nota hófsöm, látlaus efni
fyrir það sem er nýtt en hitt, sem gamalt er
og þess virði að halda í, er óbreytt.
Kolumba og St. Martin eru systkini í hóf-
semi sinni og naumleika. Bæði virða sög-
una, mynda ný svið fyrir ljós og skugga,
sýna að bygging er lifandi hlutur sem verk-
ar á vitsmuni og tilfinningar um ókomin ár.
Þau halda uppi heiðri Kölnarborgar sem
menningarstaðar. Og vissulega geta þessi
systkini að auki verið fyrirmynd í þeim
veruleika sem sérhver staður býr við. Til
þess þarf fyrst og fremst að sneiða vísvit-
andi hjá tískusveiflum og framandi stæl-
ingum og halda sig við þau einkenni og
hefðir sem gera hvern stað einstakan.