SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Qupperneq 47

SunnudagsMogginn - 10.07.2011, Qupperneq 47
10. júlí 2011 47 M agnús Kjartansson náði þeim merka áfanga að verða 60 ára 6. júlí síðast- liðinn. Afmælinu eyddi hann í faðmi fjölskyldunnar og í návist vina í sumarbústað í Reykjaskógi. Magnús Kjartansson fæddist í Keflavík árið 1951. Foreldrar hans voru þau Gauja (Guðrún) Magnúsdóttir húsmóðir og Kjartan Henry Finnbogason f.v. lög- regluvarðstjóri á Keflavíkurflugvelli. Byrjaði ungur Fyrstu kynni Magnúsar af tónlist voru þegar drengjalúðrasveit barnaskólans í Keflavík var stofnuð, en þar spilaði hann á trompet. Magnús lærði á hljóð- færi hjá drengjalúðrasveitinni, en færði sig síðan yfir í Tónlistarskóla Keflavíkur þar sem hann var undir handleiðslu Herberts H. Ágústssonar og Ragnars Björnssonar. Síðar lá leið Magnúsar til Reykjavíkur þar sem hann lærði á trompet og píanó í Tónlistarskóla Reykjavíkur. „Ég er búinn að vera að grúska í tónlistinni frá því ég var fimm- tán ára,“ segir Magnús. „Ég byrjaði snemma að læra á píanó og trompet og svo leiddi bara eitt af öðru þangað til allt varð vitlaust.“ Hljómsveitirnar eru margar sem Magnús hefur komið að, en þar ber helst að nefna hljómsveitirnar Trúbrot, Mannakorn, Brunaliðið, Brimkló, HLH- flokkinn, að ógleymdri hljómsveitinni Júdasi. Aðspurður hvort von sé á safn- plötu frá Júdasi, segir Magnús: „Það getur nú orðið eitthvað í það. Ætli við verðum ekki fyrst að reyna að koma því efni sem við eigum í hljómsveitinni Júd- as þannig fyrir að það verði aðgengilegt á tónlist.is, en það er verið að vinna að því þessa dagana.“ Þær eru komnar vel yfir 200, plöturnar sem Magnús hefur komið að, en hann hefur verið mjög af- kastamikill í hljóðversvinnu sem hljóð- færaleikari, útsetjari og upptökustjóri. Magnús hefur starfað í leikhúsum og samið tónlist fyrir kvikmyndir og sjón- varpsþætti. Þá vann Magnús lengi vel sem tónlistarmaður í sjónvarpi; í þátt- unum Á tali með Hermanni Gunn- arssyni og í þáttunum Óskastund, Hræringja og Stundinni okkar. Heiðursverkefni Í tilefni afmælisins hafa fjölskylda og vinir hrundið af stað heiðursverkefni í samstarfi við marga tónlistarmenn og tonlist.is. Á næstu vikum munu ýmsir tónlistarmenn taka lög úr smiðju Magn- úsar og setja í nýjan búning. Meðal flytj- enda eru Helgi Björnsson, Sigríður Bein- teinsdóttir, Helga Möller, Dikta, Selma Björns, Lay Low og Björgvin Hall- dórsson, ásamt fleirum. Lögin verða ekki gefin út á hljómplötu heldur verða þau aðgengileg á tonlist.is. En hvað finnst Magnúsi um þá þróun að tónlistin sé komin af vinýl yfir á netið? „Mér finnst það í sjálfu sér stórkostleg þróun. Ég sakna þess nú að hafa ekki harða kópíu, en tónlistin er létt og með- færileg á netinu og hefur það fram yfir mörg önnur fyrirbæri skemmtanaiðn- aðarins. Það er svona nokkuð fyrirséð að netið verður heimili tónlistarinnar á næstu árum, en hvað framtíðin ber í skauti sér er erfitt að segja fyrir mann sem er ekki spámaður. Þetta virðist passa vel saman, þ.e. tónlist og netið, en tónlistarmennirnir eiga erfiðara með að verja hagsmuni sína og það eru mjög margir sem halda að internetið sé mast- er-lykill af Reykjavík – að það megi bara labba inni í hvaða hús sem er og taka það sem þarf. Fólk á eftir að læra umgengnisreglur internetsins og það getur tekið tíma.“ Hvað er það sem stendur upp úr á tónlistarferlinum? „Það er nú sennilega farsælt og gjöfult samstarf mitt við Vilhjálm heitinn Vil- hjálmsson. Ég gerði með honum þrjár síðustu plöturnar og minningartónleika sem haldnir voru um hann fyrir 3 árum í Laugardalshöllinni. Samstarf mitt með Hermanni nokkrum Gunnarssyni, sem stóð í sjö ár, var einnig mjög farsælt og gott.“ Baráttumaður tónlistarmanna Magnús hefur verið í fullu starfi sem tónlistarmaður í 45 ár, en meðfram tón- listinni hefur hann meðal annars starfað á ferðaskrifstofunni Sunnu, hjá Sjón- varpsmarkaðnum í 3 ár og sem hljóm- sveitarstjóri á Hótel Sögu. Þá hefur Magnús um langt skeið verið virkur stjórnarmaður í Félagi tónskálda og textahöfunda (FTT) og setið fyrir félagið í stjórn Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF). Sem hljómsveit- arstjóri á Hótel Sögu kynnist hann mörgum af fremstu grínistum, landsins þar á meðal Hemma Gunn. Er Kevin Eubanks Maggi Kjartans Bandaríkjanna? „Nei,“ segir Magnús hlæjandi „ætli ég eigi ekki meiri samleið með honum Paul Shaffer, sem er í þættinum hjá David Letterman. Í þáttunum Á tali komu alls- konar tónlistarmenn fram og maður þurfti alltaf að vera að undirbúa og læra eitthvað nýtt, rétt eins og Paul Shaffer í David Letterman.“ En hvað hefur haldið Magnúsi í tón- listinni? „Ánægjan, félagsskapurinn við góða menn og ánægjan af tónlistinni sjálfri, kannski í bland við einhverja þrjósku og þráhyggju líka. Það sem hefur haldið mér í tónlistinni er í rauninni það sama og hefur haldið Tiger Woods í golfinu: Að fá að gera það sem manni finnst skemmtilegt. Þetta er náttúrlega fyrst og fremst sjálfselska,“ segir Magnús Kjart- ansson, sem vonar að enginn taki það illa upp að hann ætli að verða fjör- gamall. Ljósmynd/Ari Magg Samstarfið við Villa Vill stend- ur upp úr Tónlistarmaðurinn Magnús Kjartansson hélt á dögunum upp á 60 ára afmæli sitt. Magnús hefur starfað sem tónlistarmaður frá árinu 1966 og heldur því jafnframt upp á 45 ára tónlistar- afmæli á árinu. Róbert B. Róbertsson robert@mbl.is Maggi Kjartans varð sextugur 6.júlí síðastliðin og í tilefni þess hafa fjölskylda og vinir hrint af stað heiðursverkefni þar sem ýmsir tónlistarmenn flytja lög eftir hann. „Leiðir okkar Magga lágu saman þegar Bylgjan var að byrja,“ segir Hemmi. „Ég var með þætti á Bylgjunni sem fengu mikla hlustun og við ákváðum að slá upp sameiginlegri veislu á Hótel Sögu með hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar, sem þá spilaði þar. Við sendum beint út frá Súlnasal Hótels Sögu. Ári seinna byrjaði ég með þáttinn Á tali og þá lá beinast við að leita til þeirra miklu snillinga Magga Kjartans og Villa Guðjóns, og síðan höfum við brallað mikið saman og alltaf verið skemmtilegt, því hann er laufléttur og hæfi- leikaríkur. Það sem einkenndi þættina var góður andi og þá ekki hvað síst léttleikinn sem sveif yfir samstarfi okkar Magga. Það voru aldrei nein vandamál sem komu upp,“ segir Hemmi. „Við settum saman heljarmikla sýningu um Villa heitinn Vill, sem hét Á vængjum söngsins, en þar völdum við lögin saman. Sýningin var frumflutt í Keflavík og svo á Gamla Broadway inni í Mjódd. Þetta var frábær sýning, þótt ég segi sjálfur frá, og þarna komu fram allir þeir söngvarar sem höfðu verið hvað nánastir Villa Vill, eins og systir hans Ellý Vilhjálms, Rut Reginalds, Þorvaldur Hall- dórsson, Pálmi Gunnars og Björg- vin Halldórsson,“ heldur Hemmi áfram. „Ég hlakkaði alltaf til að vinna með honum Magga, það er bara svo gaman að vera nálægt honum og aldrei nein lognmolla,“ segir Hemmi jafnframt. „Maggi er gríðarlega hæfi- leikaríkur, góður vinur og með skemmtilegan húmor, en það sem lýsir honum kannski best er að hann er svona djúpþenkjandi grall- ari. Það er aldrei leiðinlegt í návist Magga. Hann, konan hans og krakkarnir eru stútfull af lífsgleði,“ segir Hemmi „Ég hugsa að Villi hafi haft rosa- lega góð áhrif á Magga, því Villi var svo víðsýnn og pældi mikið í yfir- skilvitlegum hlutum og efni and- ans, en hinsvegar var Maggi gam- all hippi. Þegar þeir lögðu leið sína saman þá varð úr alveg stórkost- legur bræðingur og úr þessu sam- starfi komu perlur eins og lagið Lít- ill drengur, svo dæmi sé tekið. Þeir löðuðu einhvern veginn það besta fram hvor í öðrum, því Maggi getur gert alveg frábæra tónlist ef hann bara skellir sér í það eins og hann sýndi bæði með Trúbroti og síðar þegar hann samdi tónlist fyrir Evró- visjón, en ég er ekki viss um að hann nenni því alltaf og allra síst núna þegar hann er kominn á kaf í hestana, sem ég átta mig nú ekk- ert á,“ segir Hemmi hlæjandi. „Þetta er eins og með forsetann sem var alltaf með vottorð í leik- fimi í menntaskóla, en fer svo á efri árum að stunda kraftgöngur á fullu,“ segir Hemmi að lokum. Samstarf Magnúsar og Hemma spannaði 7 ár í þáttunum Á tali, en Magnús stjórnaði frábærri hljóm- sveit þáttanna. Djúpþenkjandi grallari Hermann Gunnarsson

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.