SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Qupperneq 14
14 18. september 2011
K
ári Steinn útskrifaðist í vor sem
verkfræðingur frá Berkeley-
háskóla í Kaliforníu. Þar var
hann við nám í fjögur ár, æfði af
krafti á meðan með skólaliðinu og keppti á
vegum þess. Kári á Íslandsmet í bæði 5 og 10
km hlaupum en tekur nú stökkið upp í
maraþon, sem hann hefur reyndar stefnt að
lengi. Æfði að vísu ekki þá grein vestur við
Kyrrahaf því í keppni skólanna vestur þar er
ekki keppt í þeirri vegalengd.
Sitthvað eiga þeir sameiginlegt, Kári
Steinn og Sigurður P. Ungir stunduðu þeir
boltaíþróttir; Sigurður fótbolta og hand-
bolta, Kári fótbolta og körfubolta. Hlaupin
heilluðu samt snemma og á unglingsárum
sneru báðir sér alfarið að þeim.Báðir lögðu
stund á brautarhlaup en færðu sig smá sam-
an yfir í götuhlaupin
Miklir hæfileikar
„Kári Steinn sýndi snemma hæfileika sem
skipta máli við að ná langt í langhlaupum.
Hann er mjög einbeittur og harður keppn-
ismaður,“ segir þjálfari hans, Gunnar Páll
Jóakimsson, við Sunnudagsmoggann.
„Hans styrkur liggur í því að geta haldið
miklum hraða út hlaupið þó síðasti þriðj-
ungurinn sé orðinn erfiður. Þá gefa margir
eftir en hann hefur hausinn í að vinna á
miklu álagi í langan tíma. Lífeðlisfræðilega
getur hann unnið vel þó hann sé kominn
með mikla mjólkursýru í vöðvana. Mun
betur en aðrir sem ég þekki. Bæði Sigurður
Pétur og Kári fóru í gegnum háskólaár þar
sem þeir æfðu mikið með góðan og sterkan
æfingafélagahóp og þá með enn sterkari
hlaupurum – það hefur byggt þá mikið upp
sem hlaupara. Kári er talsvert hraðari á
styttri vegalengdum sem getur skilað sér
með réttri þjálfun í maraþonhlaupi,“ segir
Gunnar Páll.
Kári sett Íslandsmet í hálfu maraþoni í
Reykjavíkurmaraþoni í síðasta mánuði,
hljóp á 1:05:35 klst. og bætti met sem Sig-
urður hefur átt í aldarfjórðung.
Vill slá tvær flugur í einu höggi
„Ég hef alltaf verið í 5 og 10 kílómetra
hlaupum. Draumur minn hefur þó lengi
verið að fara í maraþon en það er ekki talið
ráðlegt á meðan maður er mjög ungur. Það
betra að ná upp hraða í styttri vegalengdum
fyrst en nú tel ég mig vera orðinn nógu
þroskaðan í þetta verkefni,“ segir Kári
Steinn við Sunnudagsmoggann.
Hann telur sig eiga möguleika á að ná
góðum árangri. „Stefnan er að setja Íslands-
met strax í þessu fyrsta hlaupi, í Berlín. Ég
geri mér grein fyrir því að það er meira en að
segja það á svona langri vegalengd; það gæti
orðið heitt, ég gæti farið of hratt af stað, þarf
að nærast rétt og svo framvegis, en ég er bú-
inn að æfa rosalega vel í allt sumar og síð-
ustu ár reyndar og það hjálpar til við mara-
þonundirbúninginn. Það þýðir ekkert
annað en setja stefnuna hátt.“
Íslandsmet Sigurðar er 2:19:46 klst. en
Kári Steinn er á því að hann geti farið vega-
lengdina á um það bil 2 klukkustundum og
15 mínútum. „Það er draumahlaupið mitt
núna, en ég set stefnuna í þetta skipti á 2:18
sem er ólympíulágmark og vel undir Ís-
landsmeti. Við viljum ekki vera of gráðugir í
fyrsta hlaupi, en ég vil slá tvær flugur í einu
höggi; setja met og ná lágmarki fyrir Ól-
ympíuleikana,“ segir hann.
Kári Steinn er viss um að maraþon henti
sér mjög vel. „Því lengra sem ég hleyp því
betra. Mér finnst skemmtilegra að hlaupa á
götunni í góðri stemningu en að fara hring
eftir hring á brautinni.“
Hann útskrifaðist frá Berkeley í vor sem
fyrr segir, hefur notað sumarið til æfinga en
hefur fljótlega 75% starf hjá Tækniþjónustu
Icelandair, ITS. „Ég vil einbeita mér eins
mikið og ég get að hlaupum og verð ekki í
fullri vinnu, en verð auðvitað að hafa ein-
hverjar tekjur!“
Gott að hlaupa í Berlín
Kári Steinn segist æfingarnar nú ekki mjög
frábrugðnar þeim sem hann stundaði áður.
„Ég hleyp þó aðeins lengra, eðlilega, en
málið núna er aðallega að æfa sig í að grípa
vatnsbrúsa á hlaupum og koma í mig orku á
fullri ferð! Það er meira en að segja það að
nærast á hlaupum!“
Maraþonið er svo langt að Kári Steinn
segist þurfa að byrja að drekka eftir fimmtán
mínútur. „Það er allt of seint að bíða þar til
maður verður þyrstur, þá myndi ég finna
fyrir vökvaskorti eftir 30 til 35 kílómetra.“
Að mörgu er sem sagt að hyggja.
Kári Steinn segir hlaupaleiðnia í Berlín
mjög góða og ekki sé tilviljun að þar nái
menn oft góðum tíma. „Þetta er eitt stærsta
og flottasta maraþon í heiminum, brautin
mjög flöt, stemningin alltaf frábær og að-
stæður allar mjög góðar. Þarna er líka alltaf
frábær samkeppni sem er mikilvægt.“
Hann segir tímasetninguna líka hafa
hentað sér vel. „Ég útskrifaðist í vor og hef
nú haft þrjá mánuði til þess að koma mér í
gírinn. Hitastigið er kjörið í Berlín, yfirleitt
nálægt 15 gráðum á þessum árstíma. Það er
engin tilviljun að heimsmetið í greininni var
sett á þessari braut og líka Íslandsmetið.“
Kári Steinn er fæddur árið 1986 og varð 25
ára í sumar. Hann stundaði boltaíþróttir af
krafti sem ungur strákur og segir velgengni í
þeim aðallega því að þakka að hann gat
hlaupið meira en aðrir, „og þessi íþrótt valdi
mig eiginlega en ekki öfugt því hlaupin lágu
vel fyrir mér. Ég er líka þannig týpa að ég
henta vel í einstaklingsíþrótt; þarf ekki fé-
lagsskap og finnst lítið mál að fara út að
hlaupa á hverjum morgni.“
Hann æfir mikið, hleypur allt að 12 sinn-
um í viku, frá 130 og upp í 185 kílómetra auk
þess að gera styrktaræfingar og fleira sem
nauðsyn krefur.
Mikil kúnst
að nærast á
harðaspretti
Kári Steinn Karlsson ætlar að bæta 26 ára Íslands-
met Sigurðar P. Sigmundssonar í maraþoni í Berlín
eftir rúma viku þegar hann keppir fyrsta sinni í
greininni! Sigurður setti metið í Berlín.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Methafinn og krónprinsinn! Kári Steinn Karlsson og Sigurður P. Sigmundsson.
Kári Steinn á fullri ferð í 5.000 m hlaupi á Ís-
landsmótinu á Laugardalsvellinum í fyrra.
Sigurður P. Sigmundsson í Berlínarmaraþon-
inu 1985 þegar hann setti Íslandsmetið.