SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Side 23
18. september 2011 23
R
ík tilhneiging er til þess hjá stjórnmálamönnum að sveigja tungumálið að
málstað sínum, þá gjarnan með því að afbaka orðin, og helgar tilgangurinn þá
jafnan meðalið. Þetta er þekkt aðferð í áróðursskyni og má kalla hana „new-
speak“ eða nýtungu eins og í skáldsögu George Orwell, 1984.
Til þess að ófrægja andstæðinginn í rökræðum er til dæmis sett samasemmerki á milli
afstöðu hans og þess að fremja glæp eða illvirki. Nokkrir stjórnmálamenn hafa í gegnum
tíðina kallað það „einelti“ þegar fjölmiðlar hafa verið þeim ósammála, jafnvel þó að gagn-
rýnin hafi verið sett fram með málefnalegum hætti. Og steininn tók úr þegar Jóhanna Sig-
urðardóttir forsætisráðherra talaði um það í viðtali á Mbl.is á fimmtudag að stjórnarand-
staðan sýndi „ofbeldi“ með því að beita málþófi.
Það er sammerkt með ráðherrum ríkisstjórnarinnar að þegar þeim hentar, þá verður
minnið eins og hjá gullfiskunum. Ráðherrar þessarar sömu ríkisstjórnar gengu harðast
fram í málþófinu er þeir voru í stjórnarandstöðu og Steingrímur J. Sigfússon hefur beitt
málþófi oftar og lengur en flestir aðrir í þingsögunni – enda verið í einstakri aðstöðu til
þess!
En nú heitir það „ofbeldi“.
Það er skylda stjórnarandstöðu á hverjum tíma að veita ríkisstjórninni aðhald og auð-
vitað á það ekkert skylt við ofbeldi.
Annað hrópandi dæmi um gullfiskaminnið var þegar forsætisráðherra brást ókvæða við
gagnrýni forsetans Ólafs Ragnars Grímssonar á framgöngu ríkisstjórnarinnar í Icesave-
málinu. Stjórnarþingmenn fylktu sér eins og nærri má geta á bakvið Jóhönnu og talaði
Björn Valur Gíslason um „forsetaræfilinn“.
Fljótt fennist í sporin.
Meirihluti þingmanna stjórnarandstöðunnar undir forystu Össurar Skarphéðinssonar,
þá formanns Samfylkingarinnar, og Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna,
gekk út úr þingsalnum haustið 2004 þegar Halldór Blöndal, þá forseti Alþingis, leyfði sér
að gagnrýna störf forseta Íslands í setningarræðu. Nú er hann kallaður „forsetaræfillinn“
og það þykir ekki vítavert.
Svo mikill er málafærsluþungi ríkisstjórnarinnar í stjórnarráðsmálinu að Jóhanna
kvartar undan því að stjórnarandstaðan þvælist fyrir og kveðst vera með ljósan meirihluta
fyrir frumvarpinu áður en Alþingi kýs um það. Og spurning vaknar til hvers stjórnar-
frumvörp eru yfirhöfuð borin undir þingið. Þetta er líka athyglisverður boðskapur úr
herbúðum Samfylkingarinnar – getur verið að flokkur umræðustjórnmálanna gangi til
umræðna á þingi með fyrirfram mótaða afstöðu?
Snýst þetta bara um að smala köttum?
Orðræða og gullfiskaminni
„Þeir eru búnir að væla sig úr stuði.“
Óskar Hrafn Þorvaldsson, sparkskýrandi RÚV, um
úrvalsdeildarlið KR.
„Það má aldrei gleyma því að bók-
menntir eru fyrir fólk.“
Bjarni Bjarnason rithöfundur.
„Ég væri til í að gefa hægri höndina
fyrir að enda þetta tímabil með Ís-
landsmeistaratitli.“
Heimir Hallgrímsson sem mun láta af
störfum sem þjálfari ÍBV í haust.
„Allir forsætisráðherrar
hafa ætíð verið velkomnir til
Bessastaða.“
Úr svari forsetaembættisins við spurn-
ingu Morgunblaðsins um hvort for-
sætisráðherra hafi óskað eftir fundi
með forseta Íslands vegna ummæla
hans um framgöngu ríkisstjórnarinnar
í Icesave-málinu.
„Ég fékk einn koss en þeir
máttu nú vera tveir.“
Magnús Jónsson sem kenndi Sigrúnu
Jónsdóttur reikning í gamla daga. Þau
giftust síðar og áttu 70 ára brúðkaups-
afmæli í vikunni.
„Ég er ekki að hnýta í
forsetaræfilinn með nein-
um hætti eða beina orðum
mínum til hans.“
Björn Valur Gíslason þingmaður VG í umræðum á
Alþingi.
„Hef ekki fengið eina ábendingu
um ummæli fjármálaráðherra um
forsetann og Icesave. Best að auglýsa
fundarlaunin. Kassi af Kalda fyrir
þann fundvísa.“
Huginn Freyr Þorsteinsson aðstoðarmaður Stein-
gríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra.
„Að sumu leyti er ég guðslif-
andi feginn yfir að þurfa ekki
lengur að leika einhverja lover-
boyja endalaust.“
Hilmir Snær Guðnason leik-
ari.
„Ég er á engan
hátt að stinga
höfðinu í
steininn.“
Vigdís Hauks-
dóttir, þingmaður
Framsóknarflokks,
í samtali við Stöð 2.
„Við erum
búnir að rembast
eins og rjúpa við
steininn.“
Þorvaldur Örlygsson þjálfari
Fram eftir sigurinn á Breiða-
bliki.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
ályktunum sem Alþingi hefur EKKI gert og krefst
þess að slíkum ályktunum sé fylgt eftir út í æsar.
Nú er svo komið að einungis fjórðungur þjóð-
arinnar treystir núverandi ríkisstjórn. Fyrr eða
síðar mun hún verða að lúta þeirri niðurstöðu.
„Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá.“ Þau ein-
kunnarorð frægra kaupahéðna á liðinni öld eiga
sér dýpri rót en þá. Fyrirheitin, loforð og skrum
eru ekki mælivarðinn. Núverandi ríkisstjórn hafði
þá meginskyldu að þjappa þjóðinni saman til
verka eftir mikið áfall. Hún brást því verkefni
sínu frá fyrsta degi. Hún ól á hatri. Blés í glæður
elds ásakana og heiftar og valdi að setja þau mál á
dagskrá sem hún vissi að mundu sundra þjóðinni
mest. Hennar tré báru því ekki aðra ávexti en
þrætueplin.
Ríkisstjórnin fékk göfugt verkefni og gullið
tækifæri. Hún gat sett þjóðinni háleit markmið og
þjappað henni á bak við þau. Hún gat treyst þann
grunn sem hafði skekkst. Hún gat stefnt ótrauð
gegn stöðnun og metnaðarleysi og ýtt undir
framfarir og árangur á öllum sviðum. Í þá átt stóð
straumurinn sem frá þjóðinni stafaði. En ríkis-
stjórnin ákvað að róa af öllu afli gegn honum.
Hún hóf dægurþrasið í öndvegi. Það nærist illa á
staðreyndum en sogar í sig illa grundaðar nei-
kvæðar úrtölur. Hún ýtti undir kyrrstöðu og
stöðnun, dró úr mönnum kjark til dáða og vilja til
verka. Hún hafnaði því að frumkvæði og fram-
takssemi væri vegurinn til velsældar. Þannig var
jarðvegurinn plægður. Í hann var sáð. Því átti
ekki að þurfa að koma neinum á óvart að þrætu-
eplin ein náðu einhverjum þroska. Af ávöxtunum
skuluð þér þekkja þá.
Morgunblaðið/Rax