SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Page 33
18. september 2011 33
einstakur staður, þvílík dýrð,“
segir Nonnie.
Rick rifjar upp að hann hafi
furðað sig á öllu þessu fólki
hlaupandi um með háfa. „Í
fyrstu héldum við að það væri
að veiða fiðrildi en við nánari
eftirgrennslan kom í ljós að það
var lundi. Merkilegur fugl,
lundinn. Ég hef aldrei smakkað
lunda en hann er svo smár að
það hlýtur að þurfa býsna
marga fugla til að búa til heila
máltíð.“
„Kannski fyrir þig,“ skýtur
Nonnie inn í.
Þau glotta hvort til annars.
„Lundinn er ekkert ósvipaður
dúfu á bragðið. Hefurðu smakk-
að dúfu?“ spyr Ned.
„Hvað segirðu? Dúfu? Ertu frá
þér,“ svarar Rick.
„Annars bragðast þetta allt
eins og kjúklingur, eins og við
segjum um framandi kjöt í
Bandaríkjunum,“ segir Ned
sposkur á svip.
Óverulegt sauðfall
Skipstjórinn er líka hrifinn af
Vestmannaeyjum. „Ég hef
hvergi séð aðra eins fugladýrð,
þar getur að líta hundruð þús-
unda fugla.“
„Og sauðfé hangandi utan í
hlíðunum. Það hlýtur að vera
umtalsvert sauðfall í eyjunum á
sumri hverju,“ skýtur Nonnie
inn í.
„Tvær til þrjár skjátur,“ segir
Ragnar ljósmyndari. Það eru
engar ýkjur, vestmanneyska
sauðfjárkynið er annálað fyrir
sjálfsbjargarviðleitni sína og
seiglu.
Ned Cabot er enginn nýgræð-
ingur á sjó. Frá blautu barns-
beini sigldi hann með foreldrum
sínum til Nova Scotia, Ný-
fundnalands og víðar og tók
sjálfur við stjórnvelinum um
leið og hann hafði aldur til.
Ned nam læknisfræði og
starfaði um árabil sem brjósta-
krabbameinsskurðlæknir. Á
þeim tíma hafði hann takmark-
aðan tíma til að sinna sigling-
unum. „Ég tók ákvörðun um að
setjast í helgan stein fyrir rúm-
um tíu árum, fyrst og fremst til
að helga mig siglingum. Síðan
hef ég siglt vítt og breitt um
höfin.“
Ned lét byggja Cielitu fyrir sig
árið 2002 en svo skemmtilega
vill til að Burnes-hjónin eiga
einmitt samskonar skútu.
Í kjölfar víkinganna
Cielita er sérhönnuð til Græn-
landssiglinga en Ned hefur mik-
ið dálæti á því landi. Þegar
Ragnar ljósmyndari heyrir það
færist hann allur í aukana og
skiptast þeir um stund ákafir á
reynslusögum.
Ned sigldi fyrst til Íslands á
Cielitu árið 2005. „Fyrst ég var
kominn til Grænlands, langaði
mig að halda áfram til Íslands og
Færeyja. Ég hef lengi haft áhuga
á þessum slóðum og langað að
sigla í kjölfar víkinganna. Ég var
búinn að lesa mikið um Ísland,
skoða kort og myndir, þannig
að ég renndi ekki alveg blint í
sjóinn. Landið hefur staðið fylli-
lega undir væntingum.“
Spurður hvernig vinir og
kunningar í Boston taki þessu
norðurhjaraflandri hans er Ned
fljótur til svars. „Þeir halda að
ég sé galinn.“
Hann brosir.
„Ég er þráspurður hvers
vegna ég sigli ekki frekar í suð-
urhöfum en svarið er einfalt:
Það er of heitt, drullugt og fjöl-
mennt í suðurhöfum fyrir minn
smekk. Ég kann mun betur við
mig hérna norður frá.“
Líkurnar á að hitta aðrar
bandarískar skútur eru hverf-
andi hér um slóðir en Ned, sem
hefur kynnt sér málið, segir í
mesta lagi tylft bandarískra
skútna hafa siglt til Grænlands.
„Það hafa örugglega ekki mikið
fleiri komið hingað,“ segir skip-
stjórinn sem hefur verið dug-
legur að herma af ferðum sínum
í fagtímaritum vestra.
Frúnni illa við úthöfin
Eiginkona Neds fer með honum
í styttri siglingar en fæst ekki til
að sigla á úthöfunum. Hún kom
hins vegar fljúgandi hingað fyrir
sex árum ásamt börnum þeirra
hjóna og sigldi með ströndinni.
„Við erum öll búin að smita
börnin okkar af þessum Íslands-
áhuga,“ segir Nonnie. „Elsti
sonur okkar Ricks er einmitt að
koma hingað í helgarferð ásamt
eiginkonu sinni og vinafólki
seinna í haust en hann var ein-
mitt með okkur hérna árið
1985.“
Finn Perry, sem er bygg-
ingaverktaki, er einnig að koma
öðru sinni til Íslands. Hann
sigldi hingað á eigin skútu árið
2004. „Ég hafði aldrei komið til
Færeyja og þess vegna slóst ég í
hópinn nú,“ segir hann, „en
auðvitað spillti það ekki fyrir að
komast aftur til Íslands.“
Aðspurður kveðst hann hafa
alveg jafnmikið yndi af því að
vera óbreyttur skipverji og
skipstjóri. „Maður siglir reyndar
ekki með hverjum sem er. Skip-
stjórnin verður að vera fumlaus
eins og hjá Ned.“
Skipstjórinn þakkar honum
hólið. „Þú ert einum of al-
mennilegur, Finn,“ segir hann
og horfir síðan á mig. „En þér er
samt alveg óhætt að birta
þetta!“
Aye, aye captain!
Ned Cabot lagði skurðhnífinn á hilluna til að geta helgað sig siglingum.
’
„Og sauðfé
hangandi utan í
hlíðunum. Það
hlýtur að vera um-
talsvert sauðfall í
eyjunum á sumri
hverju,“ skýtur Non-
nie inn í.
Rick og Nonnie Burnes hafa komið í ófá sjávarplássin á
Íslandi og dást að því hversu góðar aðstæðurnar eru
almennt. „Það er eins og svart og hvítt að koma í sjáv-
arpláss á Íslandi og í Bandaríkjunum. Heima er allt í
niðurníðslu og andinn á stöðunum eftir því. Hér er allt
í tipptopp standi, hafnirnar eins og best verður á kosið
og hugur í fólki,“ segir Rick.
Hann gerir hlé á máli sínu, hugsi.
„Ég veit að Ísland er búið að sækja um aðild að Evr-
ópusambandinu. Hvers vegna? Gangið þið í sam-
bandið myndi það hafa skelfilegar afleiðingar í för með
sér fyrir þessar byggðir. Ég skil ekki hvers vegna þið
ættuð að taka þá áhættu.“
Rick er nýbúinn að lesa bók um hrunið, þar sem
þeirri spurningu var velt upp hvort Ísland ætti yfir
höfuð að vera sjálfstætt ríki. Hann hristir höfuðið þeg-
ar hann færir þetta í tal. „Þvílík endemis vitleysa. Af
mínum kynnum að dæma eruð þið Íslendingar full-
færir um að gera hlutina eins vel og aðrir – ef ekki bet-
ur.“
Sjávarpláss í blóma