SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Qupperneq 39
18. september 2011 39
B
er fólki í sambandi skilyrðislaust að stunda kynlíf með
makanum? Dómari nokkur í Nice í Frakklandi virðist
vera á þeirri skoðun en hann sektaði 51 árs gamlan
mann um rúmar 1,5 milljónir króna fyrir að stunda ekki
kynlíf með nú fyrrum konu sinni. Úrskurð sinn byggði dómarinn
á lagagrein sem segir að gift hjón skuli lifa „samlífi.“ Túlkun dóm-
arans er sú að kynlíf sé órjúfanlegur hluti hjónabandsins.
Á tímum þegar löggjafinn víða um heim er loks farinn að með-
höndla nauðganir og kynferðisofbeldi innan hjónabands eða sam-
bands sem glæpi, þá hringir þessi túlkun dómarans viðvör-
unarbjöllum.
Þrátt fyrir að fólk hafi venjulega þær væntingar þegar það geng-
ur í hjónaband að kynlíf sé partur af pakkanum, ef ekki nema til að
fjölga kyninu, þá er það ekki endi-
lega sjálfsagður hlutur. Það er ekki
samningsbundin kvöð og er sann-
arlega ekki að finna í þeim heitum
sem farið er með á brúðkaupsdag-
inn. Þess vegna virðist það ekki
bara gamaldags að vera fundinn
sekur um að hafa ekki stundað
kynlíf með makanum, heldur
villimannslegt, sérstaklega þegar
litið er til þess að kynverund fólks
breytist á hinum ýmsu ævistigum.
Áhugi fólks og löngun eftir kynlífi getur minnkað hvenær sem
er af ýmsum ástæðum, líkamlegs, tilfinningalegs og andlegs eðlis.
(Eiginmaðurinn sem sóttur var til saka sagði lítinn áhuga sinn á
kynlífi mega rekja til þreytu og heilsufarsvandamála.) Fyrirætlanir
fólks, þegar það gengur í hjónaband, geta einnig breyst og kynlífið
lent neðarlega á forgangslistanum.
Niðurstaða dómarans og sú réttlæting sem hann gefur fyrir
henni: „Við það að ganga í hjónaband samþykkir parið að deila
saman lífinu og í því felst greinilega að stunda kynlíf hvort með
öðru,“ er truflandi. Ákvörðunin og réttlætingin bergmála sjón-
armið Michaels Hale, yfirdómara á Englandi á 17. öld, sem lýsti því
yfir að ekki væri hægt að finna mann sekan um að nauðga eig-
inkonu sinni, „því fyrir gagnkvæmt samþykki og sáttmála hjóna-
bandsins hefur konan að þessu leyti gefið sig eiginmanninum svo
ekki verður aftur tekið.“
Þessar tilvitnanir virðast benda til þess að þú eigir engra kosta
völ þegar kemur að kynlífi innan hjónabands. Þú hefur engan rétt
á að segja nei. Beiti maki þinn þig kynferðislegu ofbeldi og/eða
nauðgi þér, átt þú enga vernd undir lögunum. Og nú getur hann
lögsótt þig!
Það er auðvelt að finna til með eiginkonunni, sem sótti um
skilnað vegna skorts á kynlífi í 21 árs löngu hjónabandi. Að vera
neitað um slíka nánd, ástúð og snertingu má, á margan hátt, túlka
sem tilfinningalegt ofbeldi, sérstaklega þegar viðkomandi hefur
augljóslega tjáð kynferðislegar þarfir sínar.
Á sama tíma er það hreint út sagt óskiljanlegt að hægt sé að
draga fyrrum maka fyrir dómstóla fyrir að hafa ekki viljað lifað
kynlífi. Hvort sem hjón hafa verið gift í tvö ár eða tuttugu, ráða
báðir einstaklingar yfir sínum líkama og þar með hvort þeir stundi
kynlíf eða ekki.
Ekki er nóg að kyssast í hjónabandi, fara þarf alla leið.
Reuters
Það er glæpsamlegt
að geta lögsótt
vegna kynlífsleysis
’
Túlkun dóm-
arans er sú
að kynlíf sé
órjúfanlegur hluti
hjónabandsins.
Kynfræð-
ingurinn
Dr. Yvonne Kristín
Fulbright
mann fyrir því að straumarnir á milli þeirra hafi
verið góðir og að Clooney hafi sjaldan virkað af-
slappaðari. Einn heimildarmaðurinn sagði að
hún lúffaði ekkert fyrir strákunum og að þau
hefðu bæði notið sín í veislunni, sem þau fóru
saman í.
Keibler hefur sjálf sagt við tímaritið People að
allir sem þekki hana viti að hún sé strákastelpa.
Hún segist aðlaga sig ýmiss konar umhverfi, að
hún geti verið stelpuleg og klætt sig upp en eigi
samt sem áður ekki í neinum vandræðum með
að hanga með strákunum og fara í bjór-
samkvæmisleiki.
Hamingjusöm og elskar allt við Clooney
Hún er að minnsta kosti hamingjusöm, að því
kemur fram í People. „Ég er alltaf glöð. Allir sem
þekkja mig vita það að ég er mjög hamingjusöm
manneskja.“
Aðspurð um hvað það sé sem henni líki í fari
Clooney: „Allt saman.“
„Ég get ekkert að því gert hvað ég er myndarlegur og hæfileikaríkur,“ er hægt að ímynda sér að George Cloo-
ney sé að segja á nýafstaðinni Kvikmyndahátíð í Feneyjum, þar sem hann hafði nóg að gera.
REUTERS
’
Hún segist aðlaga sig ýmiss
konar umhverfi, að hún
geti verið stelpuleg og klætt
sig upp en eigi samt sem áður
ekki í neinum vandræðum með
að hanga með strákunum og fara
í bjórsamkvæmisleiki.
Guðmundur Kjærnested var á skipum Landhelgisgæslunnar í
fjörutíu ár. Hann fékk margvíslega viðurkenningu fyrir störf sín, en
líklega einna besta þegar breskir togaramenn kröfðust þess í sept-
ember 1972 að Guðmundur sem þá var skipherra á Ægi yrði tafarlaust
rekinn. Ástæðan var sú að þá hafði varðskipið klippt togvíra aftan úr
tveimur breskum togurum þegar þeir voru að veiðum innan fimmtíu
mílna landhelgismarkanna. Sögðu sjómennirnir bresku að erfitt væri
að „halda stillingu“ við slíkar aðstæður. Skipherrann yrði því að
fjúka, ella yrði gripið til aðgerða svo yfirgangur íslensku varðskip-
anna úti á miðunum yrði stöðvaður. Leiða má traust rök að því að
með þessu hafi Íslendingar fengið ákveðið sóknarfæri í baráttunni
við Breta sem var áróðursstríð öðrum þræði. Enda fór svo að þeir
hopuðu vorið 1976 enda stóðu þeir höllum fæti gagnvart Íslendingum
á flesta lund; baráttuþrekið búið og freigáturnar illa laskaðar.
Guðmundur Kjærnested er einn fárra Íslendinga sem í lifanda lífi
varð þjóðhetja. Þjóðin leit upp til hans sakir dirfsku hans við að verja
fiskimiðin og auðlindirnar sem aftur hefur verið grundvöllur efna-
hagslegs styrks Íslendinga. Það var því kannski ekki að ástæðulausu
að hann væri nefndur til sögunnar vorið 1980 þegar Íslendingar leit-
uðu eftir nýjum húsbónda á Bessastöðum. Mörgum þótti vel við hæfi
að á forsetastóli sæti reffilegur karl sem margra sigra hefði unnið og
gæti fyrir vikið talist ótvíræður leiðtogi þjóðarinnar. Þessum bolla-
leggingum tók hann hins vegar fjarri en sagði síðar að sér þætti mið-
ur að þorskastríðin hefðu í raun gleymst. Þjóðin væri ekki sem skyldi
meðvituð um hve miklu máli skipti að sigra Bretana í baráttunni um
fiskimiðin. Guðmundur lést í Reykjavík í september 2005.
Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is
’
Þjóðin væri
ekki sem skyldi
meðvituð um
hve miklu máli skipti
að sigra Bretana í
baráttunni um fiski-
miðin.
Guðmundur
Kjærnested
Maður í New York hefur lögsótt
hamborgarakeðjuna White Castle
og heldur því fram að básarnir í
einu útibúi veitingastaðarins séu
of litlir. Martin Kessmann, segir að
hann hafi verið niðurlægður árið
2009 þegar hann reyndi að troða
sér í bás í White Castle í Nanuet í
New York-ríki. Hann rak hnéð í járn-
fót undir borði og meiddi sig.
Kessman er 183 cm og 132 kg. Í
lögsókninni segir að veitingastaðurinn hafi ekki boðið
uppá sæti fyrir mann af stærð Kessman og það sé
klárt brot á lögum. Talsmaður veitingastaðarins segir
að búið sé að loka þessu útibúi og verið sé að inn-
rétta nýjan stað með rúmbetri básum.
Of lítil sæti
Hamborgari frá
White Castle.
Stytta af pulsumanni birtist skyndi-
lega í bænum Council Bluffs í Iowa
í Bandaríkjunum. Íbúi bæjarins
hringdi í lögregluna þegar hann
taldi sig hafa séð mann í pulsubún-
ingi nálægt strætisvagnastöð þar
sem börn eru jafnan fjölmenn. Þeg-
ar lögregla mætti á staðinn kom í
ljós að þetta var ekki maður heldur
stytta, um 180 cm á hæð, af
manni sem er eins og pulsa með
öllu. Reyndar vantar hendurnar á hana að hluta og
þegar hún fannst var hún með bandaríska fánann á
bakinu. Styttan hafði áður sést annars staðar í borg-
inni en enginn veit hvaðan hún kemur. Pulsustyttan
er í geymslu hjá lögreglunni þangað til einhver vitjar
hennar.
Óvænt pulsustytta
Umrædd
pulsustytta.