SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Qupperneq 44

SunnudagsMogginn - 18.09.2011, Qupperneq 44
44 18. september 2011 Irene Nemirovsky - Jezebel bbbbn Í kjölfar vinsælda Frönsku svítunnar hafa eldri bækur Irene Nemirovsky verið endurútgefnar og hér á landi eru þær í bókaverslunum í enskum útgáfum. Ein þeirra er Jezebel sem kom fyrst út í Frakklandi árið 1940. Kona er leidd fyrir rétt sökuð um að hafa myrt ungan elskhuga sinn. Smám saman skýrist samband hennar við unga manninn jafnframt því sem ástæða glæpsins verður ljós. Fyrirmynd persónunnar var móðir Nemirovsky, Fanny, sem var, eins og aðalpersóna bókarinnar, sjúklega upptekin af því að varðveita unglegt útlit Þess má geta að eftir dauða Fanny, sem ólíkt dóttur sinni lést í hárri elli, fannst eintak af þessari bók í peningaskáp hennar. Þetta er stutt og afar læsileg og áhugaverð saga um konu sem steypir sjálfri sér og fólki í kringum sig í ógæfu eingöngu vegna hégóma. Nem- irovsky er athugull mannþekkjari og henni tekst einkar vel að lýsa ör- væntingu konu sem er sjúklega upptekin af útliti sínu og reynir allt hvað hún getur að sannfæra sjálfa sig og aðra um að hún sé enn ung, þótt árin segi annað. Á einstaka stað verður melódramatíkin þó full- mikil, sérstaklega í kafla er varðar örlög dóttur aðalpersónunnar. Það breytir þó engu um það að þetta er bók sem er mikil ánægja að lesa enda kann Nemirovsky að byggja upp spennu, auk þess sem hún er góður stílisti. José Saramago - The Elephant’s Journey bbbbb Portúgalski Nóbelsverðlaunahafinn José Saramago lést árið 2010, 87 ára gamall. The Elephant’s Journey, eins og verkið heitir á ensku, var ein af síðustu bókum hans. Greini- legt er að Saramago hefur haldið listrænum þrótti allt fram á síðstu stundu, því hér eru engin ellimerki. Árið 1551 ákveður konungur Portúgals að gefa Max- imilian erkihertoga í Vín fíl í brúðkaupsgjöf. Og fíllinn Solomon leggur af stað í langa ferð ásamt gæslumanni sínum og fylgdarliði. Leiðin liggur meðal annars til Ítalíu og yfir Alpana og hættur og undur mæta þeim. Alls kyns fólk kemur svo við sögu. Þetta er hugmyndarík, stórskemmtileg og fyndin bók og reyndar býsna hugljúf. Kannski ein notalegasta bók þessa frábæra rithöfundar. Kaldhæðni Saramago er þó enn á sínum stað í verki sem fjallar meðal annars um hina ríku þörf manna til að gefa hlutum merkingu og túlka þá á þann hátt sem þeim þykir best samræmast þeirra eigin hug- myndum. Þetta endurspeglast hvað best í frásögninni af því þegar fíll- inn fremur kraftaverk fyrir framan kirkju. Sá hluti bókarinnar er ekk- ert annað en tær snilld. Saramago er höfundur sem flestir ættu að kynna sér. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Erlendar bækur 28. ágúst – 10. september 1. Prjónað úr íslenskri ull – Ýmsir höfundar / Vaka- Helgafell 2. Stóra Disney- köku- & brauðb. – Walt Disn- ey / Edda 3. Lýtalaus – Þorbjörg Alda Mar- inósdóttir / JPV útgáfa 4. Einn dagur – David Nicholls / Bjartur 5. Gagnfræðakver handa há- skólanemum – Friðrik H. Jónsson / Háskólaútgáfan 6. Frönsk svíta – Irène Ném- irovsky / JPV útgáfa 7. Hollt nesti heiman að – Mar- grét Gylfadóttir / Salka 8. Justin Bieber – Eins og hann er – Elise Munier / Sögur út- gáfa 9. Frelsarinn – Jo Nesbø / Upp- heimar 10. Hús syndarinnar – Margit Sandemo / Jentas Frá áramótum 1. Ég man þig – Yrsa Sig- urðardóttir / Veröld 2. 10 árum yngri á 10 vikum – Þor- björg Haf- steinsdóttir / Salka 3. Bollakökur Rikku – Friðrika Hjördís Geirsdóttir / Vaka- Helgafell 4. Djöflastjarnan – Jo Nesbø / Undirheimar 5. Betri næring – betra líf – Kol- brún Björnsdóttir / Veröld 6. Einn dagur – David Nicholls / Bjartur 7. Léttir réttir Hagkaups – Frið- rika Hjördís Geirsdóttir / Hag- kaup 8. Ljósa – Kristín Steinsdóttir / Vaka-Helgafell 9. Mundu mig, ég man þig – Do- rothy Koomson / JPV útgáfa 10. Matur sem yngir og eflir - Þor- björg Hafsteinsdóttir / Salka Bóksölulisti Lesbókbækur Skannaðu kóðann til að lesa Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bóka- búðinni Eskju, Bókabúðinni Hamra- borg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu- stúdenta, Bónus, Hagkaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum- Eymundssyni og Samkaupum. Rann- sóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Þ að er óhætt að segja að ýmsum hafi brugðið þegar síðasti stuttlisti Booker- verðlaunanna var birtur og bók Alans Hollinghursts, The Stranger’s Child, var ekki á listanum. The Stranger’s Child er fimmta bók Hollinghursts; fyrst kom The Swimming Pool Library 1988, þá The Folding Star 1994, The Spell 1998, The Line of Beauty 2004 og svo The Stranger’s Child í júní síðast- liðnum. Bókin segir frá efnilegu skáldi, Cecil Valance, sem deyr aðeins 25 ára árið 1916, eða réttara sagt frá því hvernig minningu Valance er haldið á loft áratugina eftir fráfall hans. Valance er tilbúin persóna, en hann hrærist í heimi sem er ekki tilbúinn nema að hluta, í bókinni koma fyrir persónur sem voru uppi í raun og veru, aðallega þó Rupert Brooke, sem er nærstaddur þó hann sé ekki sýnilegur, en Brooke, „mynd- arlegasti ungi maður í Englandi“, eins og hann var kallaður, var tvíkynhneigður og lést 1915, aðeins 28 ára gamall í misheppnaðri innrás Breta í Gallipoli í Tyrklandi í október 1915. Eins og getið er snýst bókin helst um minn- ingu skáldsins og það hvernig því farnast eftir andlát sitt, en lykilpersóna í því á snúna inn- komu í bókina (birtist um miðja bók í tæplega 600 síðna doðranti); bankastarfsmaðurinn Paul Bryant fer að vinna með barni stúlku sem Val- ance átti hugsanlegan ástarfund með, eða svo hafa menn túlkað ljóð sem hann reit í gestabók sem ungur maður. Bryant er að safna gögnum til að skrifa ævisögu skáldsins þar sem ekkert verði dregið undan um samkynhneigðina, en Bryant er samkynhneigður sjálfur. Enn er verið að kallast á við minningu Brookes, því tvíkyn- hneigð hans mátti ekki spyrjast út þegar gerð var glansmynd af stríðsskáldinu Rupert Brooks. Það þykir ósvinna að Bryant ljóstri upp um það að ástarljóðið í gestabókinni var ekki ort til stúlkunnar Daphne Sawle heldur til George bróður hennar, enda hafði Churchill lofað ljóðið eftir andláts skáldsins. Í sögunni er Hollinghurst að leika sér með það hvernig minning skálds getur orðið að glans- mynd, miðlungsskáld, eins og Cecil Valance vissulega er, er hafið til skýjanna í pólitískum eða menningarlegum tilgangi, gert að táknmynd fyrir tímaskeið eða hugsjónir þó viðfangið eigi kannski lítið sem ekkert skylt við viðurkennda helgimynd, opinbera goðsögn. Þegar menn síð- an taka til við að endurskrifa söguna, eins og Bryant gerir þegar hann leiðir í ljós að ljóðið var samið til pilts en ekki stúlku, og að auki hafa verið felldir úr því djarfir og beinlínis dónalegir kaflar, verður til ný mynd sem er þó ekki síður goðsögn, bara öðruvísi goðsögn. Í kjölfar þess að The Stranger’s Child féll út í lokavali fyrir stuttlistann og einnig skáldsaga írska skáldsins Sebastians Barrys, hafa ýmsir brugðist illa við og því verið haldið fram að að- eins væru eftir bækur sem sniðnar væru fyrir bókaklúbba og sem efniviður í kvikmynda- handrit. Í The Telegraph sagði rithöfundurinn Philip Hensher, sem verið hefur í dómnefndinni og átt bækur á tilnefningalista, að engin bók- anna sem eftir eru á listanum komist með tærn- ar þar sem The Stranger’s Child hefur hælana. Að hans mati eru menn vísvitandi að velja bæk- ur sem þeir telja að fólk muni lesa, frekar en eftir gæðum. Stella Rimington, sem stýrir Book- er-nefndinni að þessu sinni, tekur í raun undir gagnrýnina í samtali við Telegraph, enda segir hún beinlínis um stuttlistann: „Við vorum að leita að ánægjulegum bókum. Ég tel að bæk- urnar séu mjög lesvænar. Við vildum að fólk myndi kaupa þessar bækur og lesa þær. Ekki kaupa þær og dást að þeim.“ Það þykir mörgum hneyksli að The Stranger’s Child eftir Alan Hollinghurst sé ekki á Booker-stuttlistanum. Minning skálds og helgimynd af því Það vakti deilur í Bretlandi þegar ný skáldsaga Alans Holl- inghursts, The Stranger’s Child, komst ekki á stuttlista Booker-verðlaunanna. Árni Matthíasson arnim@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.