SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Page 14

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Page 14
14 25. september 2011 Þ að er eyða í hjartanu mínu. Þó að frétt þess efnis að R.E.M. hefði ákveðið að leggja upp laupanna eftir 31 árs starf hafi ekki komið á óvart þannig séð, enda hafa síðustu ár verið sorgleg eyðimerkur- ganga, það verður bara að segjast, var þetta engu að síður sjokk. Tilfinningin er eins og að sjá á eftir gömlum og góðum vini sem er að kveðja í hinsta sinn, vini sem gat skilið og huggað þegar mann- legur máttur réð eigi við slíkt. Á ekki að vera hægt Ferill R.E.M. er algerlega ótrúlegur og það sem sveitin kom til leiðar verður ein- hvern veginn skýrara nú. Árið 1983 gaf sveitin út Murmur, sem er gjarnan nefnd til sögunnar sem besta frumraun allra tíma. Árið 1985 kom út platan The Fables of the Reconstruction, plata sem setti nýja staðla í einlægu og tilfinninga- þrungnu neðanjarðarrokki. Árið 1992 kom svo meistaraverkið Automatic for the People út en ég held að aldrei hafi jafn innihaldsrík plata komið út innan vé- banda hins miskunnarlausa markaðar. Listræn heilindi hennar eru alger, um leið og útvarpsslagararnir eru þarna í hrönnum. Þetta átti hreinlega ekki að vera hægt en þá sem áður sýndi sveitin fram á hversu öflugur brautryðjandi hún var. „The Sidewinder Sleeps Tonite“, „Everybody Hurts“, „Man on the Moon“, „Nightswimming“ og „Find the River“. Þessi lög eru öll á einu og sömu plötunni! Hér nefni ég til sögunnar þrjár tíma- mótaplötur (frá einni og sömu sveitinni) en get ekki platna eins og Life’s Rich Pa- geant, Document, Green og New Ad- ventures in Hi-Fi, sem eru allt meist- araverk líka. Nei, það er ekki skrítið að menn hafi nánast furðað sig á vangetu þessarar hljómsveitar til að búa til lélega tónlist. Frá Murmur (1983) og fram að Automatic for the People (1992), á níu ára tímabili, komu út átta breiðskífur, hver annarri betri. Öldungis ótrúlegt. Bylting Mikilvægi sveitarinnar er þó enn meira en svo. R.E.M. var í forvígi bandarískra hljómsveita á níunda áratugnum sem voru hægt og bítandi að breyta tónlistar- landslaginu og umbylta þeim iðnaði sem Seinni tíma R.E.M. kveðja eftir vel heppnaða tónleika. Bræðralagið var mikið í sveitinni og fyrst og fremst var um vinahóp að ræða. Það vildi síðan þannig til að hann var líka hljómsveit. Augnaflökt ei meir Bandarísku rokksveitina R.E.M. þraut örendið um miðja þessa viku. Tónlistin kveður þar með eina merkustu sveit allra tíma, sveit sem hóf neðanjarðarrokkið upp og út fyrir allt það sem mögulegt var talið fram að tilkomu hennar. Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is R.E.M snemma á tíunda áratugnum, um það leyti er Automatic for the People kom út. AP Bono og Michael Stipe eiga margt sameiginlegt og þessum ofurstjörnum er vel til vina.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.