SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 43
25. september 2011 43 hugmynd,“ rifjar Ulrich upp. Lulu var skellt á borðið. Breyting fyrir lífstíð Reed átti í fórum sínum texta og drög að nokkrum lögum sem hann hafði unnið fyrir leikstjórann og danshöfundinn Ro- bert Wilson vegna uppfærslu hans á Lulu-leikritunum. „Hann spurði hvort við værum til í tuskið,“ segir Ulrich, „og þessi reynsla hefur breytt okkur fyrir lífstíð.“ James Hetfield, söngvari og gítarleik- ari, kveðst hafa verið mjög spenntur fyr- ir samstafinu við Reed en ekki vitað hvernig best væri að fara inn í það. „Þess vegna var frábært þegar hann sendi okk- ur textana. Við gátum stungið okkur á bólakaf í þá. Ég gat hætt að hugsa sem söngvari og textahöfundur og einbeitt mér að tónlistinni. Þetta voru sterkir textar með tónlistarlegri umgjörð og andrúmslofti. Við Lars settumst niður með kassagítarinn og réðumst til atlögu við tóman strigann. Það var mikil gjöf að mega þrykkja ’tallica á hann. Og það gerðum við.“ „Það þrykk næst ekki af,“ bætir Reed við sposkur. Hann kveðst hafa verið lengi með verkefnið í vinnslu en aldrei fundið al- mennilegan flöt á því. Síðan datt honum í hug að rokka það upp og þá kom aðeins ein hljómsveit til greina – Metallica. „Lulu mín var með höfuð en vantaði búk. Þeir voru klárir í bátana og í hljóðverinu létum við á þetta reyna. Lulu hefur ekki alltaf orðið, í huganum skipti ég stundum um gír, karaktera. Þetta er ekki einfalt. Lulu er engin partíplata. Svona lagað get- ur gerst þegar maður reynir að lyfta her- legheitunum upp á sama plan og Selby, Poe, Burroughs, Inge, Tennessee Willi- ams … Þurfirðu að hugsa, segja sumir, geturðu ekki rokkað. Það er fráleitt, hug- urinn er næmasta fyrirbæri sem ég þekki. Þetta er ný stefna hjá okkur og við negl- um þetta. Hér vil ég framvegis vera.“ Ekki seinna vænna að finna sinn stað, karlinn verður sjötugur á næsta ári. Fallegt en óþægilegt Saga Luluar er saga um mannlegan breyskleika. „Þetta gæti átt eftir að verða óþægilegt,“ segir Rob Trujillo bassaleik- ari um upplifunina af plötunni, „en á sama tíma gæti þetta átt eftir að verða fallegt. Kenndirnar renna saman.“ Lögin á plötunni eru tíu talsins, mörg hver engin smásmíði. Tvö þeirra losa ellefu mínúturnar og lengsta lagið er hálf tuttugasta mínúta að lengd. Spurður hvort hann hafi dregið Me- tallica út á sléttuna með þessu verkefni hlær Reed og svarar með annarri spurn- ingu: „Hvenær dregur maður þessa gaura út á sléttuna?“ Metallica-liðar eru eigi að síður sam- mála um að þeir hafi aldrei upplifað neitt þessu líkt á löngum ferli. „Þetta hefur verið ósvikið ferðalag, augljóst og hvatvíst í senn. Við vorum ekki alltaf klárir á því hvert við værum að fara en ferðalagið var eigi að síður helvíti skemmtilegt,“ segir Ulrich. Kirk Hammett gítarleikari segir að Lulu sé klárlega ekki Metallica-plata, ekki heldur Lou Reed-plata. „Hún er eitthvað allt annað, ný skepna, blend- ingur. Enginn í málmheimum hefur gert neitt þessu líkt.“ „Við erum betra band fyrir vikið,“ segir Trujillo. „Sumir eiga eftir að fara yfir um þegar þeir heyra plötuna. Það er besta mál.“ Látum meistara Lou Reed draga þetta saman: „Þetta er það besta sem ég hef nokkru sinni gert. Og ég gerði það með besta bandi sem ég gat fundið í gjörv- öllum heiminum. Allir voru ærlegir, verkið kemur tært og ómengað í heim- inn. Við þöndum okkur út að ystu mörkum veruleikans.“ ’ Metallica og Cher hefði ver- ið undarlegt samstarf. En við? Það samstarf lá í augum uppi. Lars Ulrich og James Hetfield í essinu sínu í Egilshöllinni um árið. Þeir gera afar góðan róm að samstarfinu við Lou Reed og segja það hafa breytt sér fyrir lífstíð. Morgunblaðið/ÞÖK Umslag væntanlegrar plötu „Loutallica“. Frank Wedekind (1864-1918) fæddist í Hannover en bjó lengst af og starfaði í Münc- hen. Hann vann til skamms tíma hjá Maggi-súpugerðinni áður en hann lagði fyrir sig söng og leiklist og sló í gegn með satíríska kabarettinum Die elf Scharfrichter árið 1901. Satíran var vinsælt form í Þýskalandi á þessum tíma og hikuðu menn ekki við að draga stjórnvöld sundur og saman í háði. Wedekind galt fyrir það með níu mánaða fangels- isvist eftir að ljóðabók hans, Simplicissimus, kom út. Eftir það gerðist Wedekind drama- túrg við leikhúsið í München. Meðfram öðrum störfum sínum skrifaði Wedekind tólf leikrit, hið fyrsta 1891 og það síðasta 1917. Þeirra frægust eru Lulu-leikritin, Erdgeist (1895) og Die Büchse der Pan- dora (1904). Verk Wedekinds voru flest umdeild enda höfundurinn bersögull með af- brigðum. Einkum gengu kynferðislegir tilburðir á sviðinu fram af fólki. Margir hafa lagt út af Lulu-leikritunum gegnum tíðina. Má þar nefna þöglu myndina Pandora’s Box, sem G.W. Pabst gerði með Louise Brooks í aðalhlutverki árið 1929 og rómaða óperu Albans Bergs (1937) sem þykir eitt af lykilverkum tónbókmenntanna á 20. öldinni enda þótt Berg næði ekki að ljúka við það. Af yngri listamönnum sem glímt hafa við Lulu má nefna söngvarann Rufus Wainwright sem sendi í fyrra frá sér breiðskíf- una All Days Are Nights: Songs for Lulu. Nú er röðin komin að Lou Reed og Metallica. Sat inni fyrir satíru Þýska leikskáldið Frank Wedekind.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.