SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 23
25. september 2011 23 N ú veit enginn hvað er list og hvað ekki, sagði meistari Kjarval í samtali við skáldið og ritstjórann Matthías Johannessen í Kjarvalskveri. Með nýrri útgáfu á Listasögu Íslands hefur verið gerð tilraun til að skil- greina listina. Og mikið er í lagt, stórvirki í fimm bindum á vegum Forlagsins og Listasafns Íslands og markmiðið að skrifa fræðilega sögu sem jafnframt er aðgengileg almenningi. Tíðindin í slíkri útgáfu eru ekki aðeins að þar er gefin yfirsýn um stefnur og strauma í íslenskri myndlist, samhengið við aðrar listgreinar og senuna utan landsteinanna, heldur umfram allt að eðli slíkrar útgáfu er að stuðla að dýpri og frjórri umræðu. Það er kominn útgangspunktur, hvort sem fólk er sammála eða ekki. „Er þetta kannski of alvarlegur tónn, herra blaðamaður?“ hélt Kjarval áfram er hann ávarpaði Matthías. „Eða hvað segir þú um það, heldurðu að þetta endi með andlegum uppblæstri? Gættu þín á því sem heyrir til skvaldrinu. Listin er einstæðingur og vantar stundum fyrirvinnu til að brúa bilið milli staðreyndanna og þess sem gæti verið til, ef ekki yrði allt húmorsleysi að bráð. En það er von að fólk sé hrætt við listamennina, því þeir eru orðnir svo margir. Séní eða ekki séní, skiptir það einhverju máli? Svo eru þeir hræddir við þann sem vinnur verkið, og því er bezt að fara varlega. Ekkert reklame. Ég hef lagt stolt mitt í að vera kammerat í listinni eins og þegar ég var með strákunum á sjó. Ég er búinn að vera útlagi hér í 40 ár.“ Matthías stóðst ekki mátið og skaut inn í: „Útlagi, þú? Frá mosanum kannski?“ „Ég fann mosann en ekki þið,“ sagði meistarinn. „Við töpuðum ykkur úr fyrirvinn- unni. Þið byggið listahöll og blaðið er of stórt. Ég uppgötvaði mosann, en það voruð þið sem áttuð að lyfta grettistaki. Og má satt kyrrt liggja. En hvílíkur munur á blaðamönnum nú eða um aldamótin,“ bætti hann við og benti á ennið á Matthíasi. „Nú sést ekki hrukka á nokkrum blaðamanni. Það er mikill munur eða um aldamótin.“ Satt er það, að Kjarval uppgötvaði mosann, eins og málverkið Fjallamjólk ber með sér í blaðinu í dag, og komst með því inn að kviku sálarlífsins. Hverjum hefði dottið í hug að sú leið væri vörðuð mosa? Og gagnrýni Kjarvals á vel við tæpum fjórum áratugum síðar. Ef manneskjan gerði meira af því að gaumgæfa mosann og legði minna upp úr hátimbruðum listahöllum, þá væri hún eflaust sáttari við tilveruna. Ef til vill er það eitt af hlutverkum listarinnar, ef listin hefur yfirhöfuð hlutverk, að afhjúpa samtímann með þessum hætti. Listasögu Íslands er hins vegar ætlað að afhjúpa listina. Og það verður fróðlegt að fylgj- ast með viðbrögðunum, hvort þetta er ekki örugglega kveikja að orðræðu eða „skvaldri“. En þrátt fyrir allt stendur listin og fellur með listamanninum sjálfum – þar er hann einn. Eins og tilvitnun í Matthías ber með sér úr Tilvitnanabók Kolbrúnar Bergþórsdóttur: „Óttinn við sig sjálfan, umhverfið og óvissu dauðans er innblástur allrar mikillar listar. Sá sem best er útbúinn óttast mest. Því meira sem hann veit því berskjaldaðri verður hann. Því meiri listamaður sem hann er því skelfdari verður hann við list sína.“ Hvað er list og hvað ekki? „Það halda margir að ég sé eitthvað brjálaður en það er fólk sem þekkir mig ekki.“ Egill Atlason sem ekki má æfa með knatt- spyrnuliði Víkings eftir ósætti við þjálfarann. „Þegar ég heyri lög af Post fer ég aftur í tímann og get næstum fundið lyktina af 1995.“ Kamilla Ingibergsdóttir um plötuna sem henni þykir vænst um, Post með Björk. „Við elskum börn.“ David Beckham, sem útilokar ekki að eignast fleiri börn með eiginkonu sinni, Victoriu. „Þú eyðileggur ekkert átakið þó þú stelist í tvær kexkökur einn dag- inn.“ Svanhildur Þorgeirsdóttir sem sigraði í svokallaðri Metroform-keppni. „Það var einhver mánudagur og einhver fiðringur. Þetta var ekkert mál.“ Einar Örn Benediktsson borg- arfulltrúi um meintan ágreining innan Besta flokksins. „Við getum verið ungar stúlkur, við getum verið kynæsandi verur og við getum líka bara verið mömmur með brjóst að gefa mjólk.“ Soffía Bæringsdóttir, einn skipuleggjenda ís- lensku Brjóstagjafarvikunnar. „Svo er nauðsynlegt að vera smá klikkaður.“ Aron Leví Rúnarsson um það hvað þurfi til að vera góður í íshokkíi. „Hvaða framtíð er fyrir ungt fólk á Íslandi og hvað bíður okkar þegar bankarnir munu eiga börnin okkar og barnabörnin?“ Bubbi Morthens sem er ósáttur við stjórnvöld í landinu. „Ekki segja okkur hvernig við eigum að klæða okkur, segið þeim að nauðga ekki.“ Áletrun á skilti kvenna sem voru að mótmæla því að Fauzi Bowo, borgarstjóri Jakarta, hvatti nýverið konur til að klæðast ekki stuttum pilsum í almenningsvögnum, eftir að 27 ára konu var hópnauðgað í einum slíkum fyrr í mánuðinum. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal bóginn síðasta orðið um þetta samkomulag. Og um það samkomulag tjóir ekki að fást. Nauðsynlegt er að umgangast orðið frjálslyndi af miklu frjálslyndi Sjálfstæðisflokkur er stofnaður með samruna tveggja flokka, íhaldsflokks og frjálslynds flokks. Eftir orðanna hljóðan mætti eins sameina olíu og vatn í einn flokk. (Við núverandi aðstæður fengi slíkur flokkur sjálfsagt bærilegt fylgi.) En þrátt fyrir nafnið á Íhaldsflokknum snerist stefna hans ekki síst um efnahagsleg málefni og flokkurinn var einmitt mun frjálslyndari en aðrir flokkar í þeim efnum. Og frjálslyndi í pólitík á sér einnig mörg andlit eins og íhaldssemin. Framsóknar- flokkurinn hefur þannig lengi verið í alþjóðlegu sambandi frjálslyndra flokka. Það hefur örugglega sumum þótt stangast á við sinn skilning á orðinu. Í Bandaríkjunum er talað um að menn séu frjáls- lyndir (liberals) og í munni margra, ekki síst repúblikana, er þá átt við að viðkomandi sé „kommi“ eins og það var löngum kallað á Íslandi. Sú útlegging á pólitíska hugtakinu „frjálslyndur“ kemur vísast framsóknarmönnum spánskt fyrir sjónir. En í ritstjórnargrein í síðasta tölublaði Skildis, tímarits um menningarmál, segir svo: „Fyrir nokkru las ég skemmtilega vísu í einni af bókum Halldórs Laxness sem heitir Grikklandsárið. Vísan er svona: Oft á fund með frjálslyndum fyr ég skunda réði. En nú fæst undir atvikum aðeins stundargleði. Vísa þessi er eftir Húnvetninginn Gísla á Eiríks- stöðum og Halldór veltir fyrir sér hvað orðið frjálslyndur merkti í þessu tilfelli. Halldór segir: Einu sinni fór ég norður til að leita að húnverskri merkingu þessa orðs úr stöku Gísla á Eiríks- stöðum. Orðið frjálslyndur reyndist í því landslagi hafa eftirtaldar sérmerkingar: búlaus hestamaður, gortari, drykkjumaður, klámhundur, þjófur, landabruggari, spilafífl, lygari, slagsmálahundur, trúvillingur, kvennaflagari og skáld.“ Ef almennt samkomulag gildir víðar í veröldinni um þennan gamla húnvetnska skilning á orðinu frjálslyndi þá hljóta fundir í Heimssambandi frjálslyndra flokka að vera með þeim skemmtileg- ustu sem þekkjast. Það flækir málið aðeins að Ís- lendingar skuli þurfa að ganga í Framsókn- arflokkinn til að geta átt nokkra von um að vera hleypt inn á samkundur félagsins. Þoka í Reykjavík Morgunblaðið/RAX

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.