SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 15

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 15
25. september 2011 15 þar þrífst. R.E.M. var neðanjarðarsveit sem krafsaði sig upp á yfirborðið með fá- heyrðri reisn. Jakkalakkarnir neyddust til að bugta sig og beygja fyrir þessum hetjum sem þrýstu á um ný viðmið og reglur, ekki ósvipað og Bítlarnir knúðu á um á sjöunda áratugnum. Allt í einu var áleitin tónlist farin að glymja í útvarpinu og almenningur keypti verk manna sem áttu rætur í pönki og utangarðslist. Að lag eins og „It’s the End of the World as We Know It (And I Feel Fine)“ nyti vin- sælda var einkar fáheyrt en er kristaltær vitnisburður um mátt og megin sveit- arinnar. Hún gerði það sem listgyðjan bauð en átti á sama tíma afskaplega greiða leið að hjörtum almennings. Það húmar að Það er augljóst nú að sveitin hélt ekki al- mennilega haus eftir að Bill Berry, trommari, gekk úr skaftinu árið 1997. Það sem gerði R.E.M., eitthvað sem ligg- ur undir þessari ótrúlegu farsæld, er þessi hreina og sanna vinátta sem allir með- limir áttu og eiga. Hún skar í gegnum veruleika hljómsveitarinnar og gerir mönnum kleift að ganga frá þessari arf- leifð sælir og sáttir. Sem þríeyki brölti bandið áfram nokk óþægilega og engin af plötunum sem komu út í þeirri lokaumferð getur talist framúrskarandi. Það eru skemmtilegir sprettir á Up (1998) en Reveal (2001), Around the Sun (2004), Accelerate (2008) og Collapse into Now (2011), allt er þetta meira og minna handónýtt. Ég hef þá kenningu að meðlimir hafi ekki endilega verið orðnir þreyttir á því að spila tónlist eða vinna saman, það hlýtur að vera meira þreytandi að vera sífellt að ljúga að sjálfum sér – og fjölmiðlum – að þú sért með eitthvað sem þú ert svo aug- ljóslega ekki með lengur. Þar sem maður er í undarlegum erfi- drykkjuham, skrifandi þetta, langar mig til að ljúka þessu á textabroti úr hinu ljúfsára „Fall on Me“. Þetta er söngkafl- inn þar sem raddarinn mikli, Mike Mills, kemur með þessar óræðu en undarlega fallegu línur: „Well I could keep it above/ But then it wouldn’t be sky anymore/So if I send it to you you’ve got to promise to keep it whole …“ Og að endingu: Bill, Mike, Michael og Peter. Takk fyrir tónlistina! R.E.M. í góðu grilli með Prúðuleikurunum. Þetta var ekki bara eintóm melankólía. Kornung R.E.M. lætur líða úr sér baksviðs eftir eitthvað sveitt klúbbagiggið. Mynd þessi var tekinn í kynningarskyni fyrir síðustu plötu R.E.M., Collapse into Now. ’ Tilfinningin er eins og að sjá á eftir gömlum og góðum vini sem er að kveðja í hinsta sinn, vini sem gat skilið og huggað þegar mannlegur máttur réð eigi við slíkt. Bláfánann?*að Bláa Lónið var fyrsti staðurinn á Íslandi til þess að fá afhentan *Til að flagga Bláfánanum þarf að uppfylla strangar kröfur hvað varðar hreinleika, vatnsgæði, öryggismál og verndun umhverfisins. Vissir þú

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.