SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 24
24 25. september 2011 F élagsskapurinn Maddömm- urnar, hópur starfsfólks úr Ár- skóla á Sauðárkróki, ákvað að gefa kreppunni langt nef og gera eitthvað uppbyggilegt fyrir bæinn sinn. Útkoman varð Maddömukot, skemmti- legt lítið hús við Aðalgötuna, sem er ekk- ert venjulegt handverkshús heldur eitt- hvað miklu meira. „Ástæðan fyrir því að við ákváðum að gera eitthvað var að við vorum svo leiðar á þessu krepputali. Það var svo leiðinlegt að koma í kaffi og það var ekki talað um neitt annað en kreppu. Fólk verður bara leitt á að hlusta á svona tal. Þá sagði ein- hver: Getum við ekki gert eitthvað fyrir bæjarbúa?“ segir Karlotta Sigurðardóttir, ein af þessum rösku Maddömum. „Þetta byrjaði á því að við buðum bæj- arbúum upp á kjötsúpu,“ segir hún en þá buðu þær upp á súpuna í Minjahúsinu en voru með jólamarkað í litlu húsi við hlið- ina á því, sem gengur undir nafninu Maddömukot í dag. Þetta var fyrir jólin 2008. Árlegur jólamarkaður „Þetta var fyrstu helgina í aðventu en síðan hafa málin þróast áfram. Við feng- um húsið til afnota en eigum það ekki,“ segir Karlotta en núna er kjötsúpan orðin að hefð og verður bæjarbúum og gestum boðið upp á súpu fyrsta í aðventu í ár líkt og síðustu ár. Sama dag verður enn- fremur opnaður jólamarkaður Madda- manna, sem verður á laugardögum til jóla. Maddömurnar eru þegar búnar að skapa sér fleiri hefðir. „Það eru haldnir lummudagar árlega hérna í Skagafirð- inum, við tökum þátt og steikjum lumm- ur og bjóðum bæjarbúum upp á kaffi,“ segir hún en svo má ekki gleyma að í Maddömukoti er haldin sýning á hverju sumri. Lokað er í Maddömukoti þar til við upphaf aðventu enda framkvæmdir í vændum. „Við erum að fara að vinna í því að loka suðurhliðinni fyrir veturinn því hún er svolítið götótt,“ segir Karlotta en Maddömurnar hafa staðið í heilmiklum framkvæmdum í þágu hússins frá því þær fengu það til afnota. „Við erum búnar að skipta um þak á húsinu og einangra þakið innan frá. Það var stjörnubjart þarna inni!“ Hún segir að ekki sé vitað mikið um sögu hússins. „En það sem við vitum er að þarna voru saltaðar nautshúðir og ég veit líka dæmi um það að þarna var búið á efri hæðinni. Tengdamamma mín sagði mér það en hún kom þarna sjálf sem krakki,“ segir hún en eftir opnun Mad- dömukots fór fólk sem kom við að segja þeim hitt og þetta um húsið. „Þarna var saltaður fiskur og fyrsta vínbúðin á Króknum.“ Margt óvænt hefur komið í ljós þegar unnið hefur verið að því að gera húsið upp. „Gluggarnir á framhliðinni eru gluggar sem við fundum þegar við tókum forskalninguna frá innan á,“ segir hún en utan frá voru þetta gervigluggar. Réttara sagt þá var annar glugginn svona en hjá hinum gerviglugganum var ekkert undir en þá færðu þær glugga af suðurhliðinni á nýjan stað. „Við erum mikið fyrir að gera þetta sjálfar en auðvitað getum við ekki gert allt. Við höfum verið með einn karlmann með okkur sem er kallaður Maddömu- sonurinn. Hann hjálpaði okkur meðal annars að setja bita undir gólfið á efri hæðinni til að lyfta loftinu,“ segir hún og bætir við að það hafi verið mikill munur enda hafi það verið sigið. Karlotta hefur greinilega ástríðu fyrir því að varðveita þetta gamla hús. „Það er búið að fjarlægja mörg hús, sem manni finnst í dag að hefði aldrei átt að taka,“ segir hún en Maddömurnar hafa safnað saman myndum af þessum gömlu hús- um. Þetta gamla hús setur sannarlega svip sinn á bæinn og eftir því er tekið þó það sé ekki stórt. „Við tökum eftir því að fólk er farið að frétta af þessu húsi,“ segir Karlotta en það er sannarlega hægt að mæla með heimsókn í Maddömukot. Lokaður hópur með einkennisklæðnað Maddömurnar eru 22 talsins. „Enginn utan skólans kemst inn,“ segir Karlotta sem er sjálf matráður í skóladagvistun Árskóla og sér þar um mat fyrir 85 manns. Þær eiga sér sérstakan klæðnað. „Við þæfðum okkur vesti úr ull og erum með skotthúfur sem eru handsaumaðar af okkur sjálfum úr leðri og fiskroði.“ Í Maddömukoti eru aðeins til sölu vörur eftir Maddömunar en Karlotta seg- ir að það sé um helmingurinn sem gerir eitthvað í höndunum. Sjálf gerir hún vörur úr leðri og roði. Ennfremur er heil- mikið prjónahandverk til sölu, þæfðar vörur, veski og fleira. „Við erum alltaf að reyna að finna eitthvað nýtt að gera.“ Þær baka líka rúgbrauð og gera sultur. Svo má ekki gleyma því að gestum kots- ins er gefið kaffi úr dýrindisbollum og ef vel liggur á Maddömunum er boðið upp á vöfflur eða pönnukökur. Sýning á hverju sumri Stemningin í húsinu er vissulega einstök, þetta er eins og að vera boðið heim til einhvers sem býr í gömlu húsi á safni. Maddömurnar eru nefnilega líka safnarar og síðastliðið sumar var boðið upp á skemmtilega sýningu á gömlum skóla- bókum, námsgögnum og leikföngum og var sýningin styrkt af Menningarsjóði Norðurlands vestra. Fyrsta sumarið voru þær með sýningu á myndum af gömlu fólki í bænum og gömlum húsum og sumarið eftir með Byrjaði með kjötsúpu Við Aðalgötuna á Sauðárkróki í Skagafirði stendur snoturt svart hús, sem nefnt hefur verið Maddömukot eftir vöskum hópi, sem þar rekur einstaka verslun og samkomustað. Texti og myndir: Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Kassinn var gjöf frá Verslun H. Júlíussonar. Pokarnir eru skemmtilegir, gerðir úr eintökum af héraðsblaðinu Feyki. Maddömurnar leggja sig fram við að bjóða uppá fjölbreytt handverk til sölu í kotinu. Hér er eitt dæmi um úrvalið. Ýmsir gamlir munir eru líka til sölu á staðnum. Ágóði af sölu þessara hluta rennur til enduruppbyggingar hússins.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.