SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 20
20 25. september 2011 Þ ær eru allar vel tilhafðar, í pils- um, hælum og kápum, með uppsett hár og maskara. Þær bera ímynd kvenleikans ein- staklega vel og ekkert sem minnir á karl- menn í fari þeirra þegar við setjumst nið- ur með þeim á kaffihúsi í borginni. Samt sem áður bregða þær sér reglubundið í hlutverk karlmanna og nú skemmta þær um helgar í Þjóðleikhúskjallaranum und- ir nafninu Pörupiltar. Þetta eru leikkon- urnar og vinkonurnar Alexía Björg Jó- hannesdóttir, María Pálsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir. Hvernig datt ykkur í hug að skipta um kynjahlutverk og skemmta þannig? María: Fyrir tíu árum fór ég í fram- haldsnám til Finnlands í leiklist og þar var dragnámskeið og kennarinn sem hélt það kom á svo frábærum tímapunkti. Strákarnir í bekknum höfðu verið í svo stórum hlutverkum og við sátum bara á varamannabekknum. Við vorum því mjög móttækilegar fyrir þessu þegar kennarinn kom og við fórum að klæða okkur og hegða okkur eins og karlmenn. Alexía: Ég fór síðan á námskeið hjá Maríu fyrir nokkrum árum þar sem hún var að kenna það sem hún hafði lært í Finnlandi. Þar var alveg fullt af leik- konum og okkur fannst þetta öllum svo gaman að við höfðum allar áhuga á að gera eitthvað með þetta og skemmtum í kjölfarið á Kringlukránni. Sólveig: Ég lærði líka hjá Maríu og var svo beðin um að taka þátt í dragkeppni í Leikhúskjallaranum af því að það vantaði konur í keppnina. Mér hafði alltaf þótt fegurðardrottningardraumurinn spenn- andi þegar ég var lítil og svo þegar ég fór í dragkeppnina 2006 og vann, þá hugsaði ég þegar ég fékk borðann utan um mig og blómvöndinn: Jæja, þetta er samt mjög fínt líka. Ef ég hefði getað skrifað ævi mína fyrirfram þá hefði mér aldrei dottið í hug að ég myndi vera í þessari aðstöðu. Ég er stundum svo ferköntuð þannig að mér fannst mjög fyndið að standa með kórónu og borða og fara með ljóð uppi á sviði og hugsaði bara, enginn veit sína ævi fyrr en öll er. María: Ég var í dómnefnd þá og var sko ekkert hlutdræg. Hún var bara langbest. Sólveig: Svo er þetta náttúrlega bara svo hrikalega skemmtilegt. Það er svo gaman að finna viðbrögð áhorfenda við þessum gaurum. Svo er fólk líka stund- um smástund að átta sig á því að við séum konur. Svo komum við ótrúlega huggulegar og sætar fram eftir sýn- inguna. Rapparaljóðskáld varð til hjá Hjálpræð- ishernum En hvernig kom það til að þið fóruð að vinna í Þjóðleikhúsinu? Sólveig: Það hefur lengi verið draumur að gera meira með þessa karaktera. Svo ákvað ég að vera duglegi leikarinn og skella mér í opna prufu hjá Þjóðleikhús- inu síðasta vor. Í stað þess að fara með einræðu eða syngja prófaði ég að fara sem Dóri Maack. Í kringum mig voru bara nýútskrifaðir flottir leikarar. Ég sat þarna í gervinu sem Dóri með skegg og var eig- inlega síðust. Ég var síðan að fara að flytja ljóð og þá hugsaði ég; Ohh, hvað er ég að gera? Svo verður maður öruggari og öruggari með það sem maður er að gera og þetta varð síðan bara skemmti- legt uppbrot í prufunum. En eftir þessa prufu spurði Tinna Gunnlaugsdóttir mig hvort Pörupiltar vildu ekki koma og vera með uppistand í Leikhúskjallaranum. Getið þið sagt mér aðeins frá ljóð- skáldinu Dóra Maack? Alexía: Sólveig leikur Dóra Maack og hann er svona strákur sem allir elska og vilja taka með sér heim og hugsa um. Sólveig: Þegar ég byrjaði að vinna með Dóra Maack þá var hann í fyrstu svona ljóðskáldstýpa með trefil og svoleiðis. Svo vantaði mig almennilegan búning og fór í Hjálpræðisherinn og fann öll þessi föt sem hann er í þar og þá horfði ég í spegil og þá var Dóri mættur, en þá var hann bara orðinn rapparaljóðskáld. Það hafa stundum komið stelpur upp að okk- ur þegar við erum búnar að skemmta og sagt: Guð minn góður, ég svaf hjá honum Dóra Maack. Alexía: Já, ég lenti einu sinni í því að ein sagði við mig: Þú ert fyrrverandi kærastinn minn. Það tengja einhvern veginn allir við þessar týpur. Það er svo gaman hvað þeir eru ólíkir. Er þessi vinna eitthvað ólík þeirri leikhúsvinnu sem þið hafið áður unnið? María: Já, þetta er ekki svona leikara- vinna sem maður fer oft í, að leita innan frá og leita að tilfinningum. Í þessu tilfelli litum við bara í spegilinn og karakterinn var fundinn. Svo getur maður tekið sér tíma í að leita að þessum gæja. Þetta er sem sagt meira vinna utan frá og inn. Alexía: Ef það líður langt á milli þess sem maður fer í karakterinn þá verður maður svo glaður þegar maður hittir karakterinn aftur, þetta er svona eins og að hitta gamlan vin, einhvern sem manni þykir vænt um. Hvað gerið þið til að fela þetta kven- lega? María: Það er svo einfalt. Við reyrum niður á okkur brjóstin og setjum gervi- typpi á milli lappanna. Alexía: (hógvær og hálfhvíslandi): Það er sko smokkur fylltur með bómull. María: Já, við veljum okkur bara þá stærð sem við viljum hafa. Svo klippum við niður hár og límum framan í okkur. Það er horft á konur en hlustað á karla En hefur þetta breytt sýn ykkar á karl- menn? María: Já, það er í raun hollt fyrir alla að setja sig í spor hins kynsins. Við vor- um margar sem upplifðum það að þegar við vorum svona sex, sjö, átta ára stelpur þá leyfðist okkur allt. Svo þegar við vor- um að nálgast unglingsárin þá var eins og við værum settar í eitthvert box og það á alveg örugglega við um strákana líka. Allt í einu átti maður ekki að sitja svona Frelsi að brjót- ast úr viðjum kvenleikans Konur í karlmannsfötum skemmta undir nafninu Pörupiltar í Þjóðleikhúskjallaranum ásamt söngdúettinum Viggó og Víóletta. Við forvitn- umst um hvað það er sem skilur á milli kynjanna og hvernig það er að skipta um kynhlutverk. Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Þær Alexía Björg Jóhannesdóttir, María Pálsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir telja það hollt fyrir alla að prófa að skipta um kynhlutverk. Morgunblaðið/Eggert Hemmi Gunn, Dóri Maack og Nonni Bö tilbúnir að stíga á svið. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.