SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 45
25. september 2011 45 Lesbók Á dögunum kom út enn ein bókin um hinn stórskemmti- lega, sænska dreng Einar Áskel. Undirritaður hefur lengi verið aðdáandi Einars og föður hans (hefur hann ein- hvern tíma verið nefndur á nafn?), haft unun af því að lesa bækur Gunnillu Bergström um feðgana fyrir son sinn sem nú er orðinn fjögurra ára. Það sem gerir lesturinn einkum skemmtilegan fyrir undirrit- aðan eru samskipti feðganna sem oft og tíðum eru kunn- ugleg. Faðirinn er eins og hver annar maður á miðjum aldri, vill fá sinn frið til að lesa dagblaðið og horfa á kvöld- fréttirnar. Það getur verið erfitt þegar menn eiga ærsla- fullan dreng sem þarf sína athygli. Má þar nefna sér- staklega bókina Góða nótt, Einar Áskell, þar sem Einar á erfitt með að sofna og pabbinn þarf að hlaupa fram og aftur, sækja eitthvað að drekka, finna bangsann o.s.frv. Undir lok bókar er faðirinn orðinn svo uppgefinn að hann sofnar á stofugólfinu, búinn að teygja sig eftir bangsanum sem liggur undir sófa. Og aldrei kemur mamma Einars við sögu, þ.e. ekki fyrr en í nýjustu bókinni, Einar Áskell og allsnægtapok- inn. Þar rifjar pabbinn upp gamlan draum. Í honum hafi hann hitt elskuna sína, mömmu Einars. Þá hafi hann verið glaður og það dögum saman. Meira fær lesandinn ekki að vita um mömmuna, skemmtileg kitla þar frá Bergström. Nú kann að vera að fullorðnir lesendur hafi velt því fyrir sér hvað varð um mömmuna, það er mikil ráðgáta en aldrei hefur fjögurra ára son- ur undirritaðs velt því fyrir sér enda er ekkert óeðlilegt við að einstæður faðir ali upp barnið sitt. Mamman er bara ekki hluti af sögunni, það er svo einfalt. Pabbinn stendur sig, hjálpar drengnum sínum að leysa lífsins gátur og þær eru margar. Hvort mamman dó eða yfirgaf þá kemur kannski í ljós í næstu bókum. Eða ekki. Móðir Einars Áskels ’ Þar rifjar pabb- inn upp gamlan draum. Í honum hafi hann hitt elskuna sína, mömmu Ein- ars. Orðanna hljóðan Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is J ón Kalman Stefánsson tók við bókmenntaverð- launum Per Olov Enquist á bókakupstefnunni í Gautaborg sl. fimmtudag. Í úr- skurði dómnefndar nefndi hún sérstaklega bókina Himnaríki og helvíti. Per Olov Enquist tók viðtal við Jón sem birtist í sænska dagblaðinu Expressen í gær og lesa má á vef blaðsins. Þar spyr Enquist Jón meðal annars að því hvaða bækur hafi haft áhrif á hann sem barn, hvort hann hafi lesið mikið og þá hvers konar bækur. Jón svarar því til að hann hafi lesið mikið og snemma hrifist af bókum sem veittu innsýn í framandi heim, ekki síst leynd- an, týndan heim, og nefnir Tarzan-bækurnar sem dæmi. Hvað áhrifavalda og eft- irminnilega höfunda varði þá nefni hann helst höfunda sem hann hafi lesið sem fullorðinn; José Saramago, César Vallejo, Hannes Pétursson, Werner Aspenström, Knut Hamsun, en líka Astrid Lindgren; „ég man ekki betur en að ég hafi verið skotinn í Línu þegar ég var tíu ára og dreymdi um líf með henni. Ég var líka rauðhærður, eins og hún, og líka móð- urlaus“. Þegar hér er komið sögu bendir Enquist á að Jón sneiði framhjá Íslendingasögunum, enda sé það hans skoðun að frásagnarhefð norrænna bók- mennta sé upprunnin þar. Jón svarar því til að þótt hann langi stundum til að halda því fram að Íslendingasögurnar hafi engin áhrif haft á hann sem höfund, þá sé það nú svo að margir þeir höfundar sem verið hafi áhrifavaldar hans, og hann því þurft að skrifa sig frá, hafi verið undir sterkum áhrfum af sögunum, til að mynda Halldór Laxness, Knut Hamsun, Gunnar Gunnarsson og Ernest Hem- ingway. Hann hafi síðar kennt ungmennum Njálu í skóla og hann sé þeirrar skoðunar að Ís- lendingar séu með Íslend- ingasögurnar í blóðinu. Íslendingasögurnar í blóðinu Jón Kalman Stefánsson segist stundum vilja geta haldið því fram að Ís- lendingarsögurnar hafi engin áhrif haft á hann sem höfund. Morgunblaðið/RAX LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar ÞÁ OG NÚ 22.9. -31.12. 2011 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14 í fylgd Halldórs Björns Runólfssonar safnstjóra. HÖFUNDAKYNNING, miðvikudaginn 28. sept. kl. 12.10 - Kynning á 1. bindi Íslenskrar listasögu, Ólafur Kvaran og Júlíana Gottskálksdóttir. SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara. SÚPUBARINN, 2. hæð Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar um þróun íslenskrar myndlistar. „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“ Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýn- ingin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar Dúkka. Valgerður Guðlaugsdótt- ir. 1. sept. – 16. okt. Óvættir og aðrar vættir. Grafík. 1. sept.- 16. okt. Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Fjölbreyttar sýningar: Ljósmyndir Emils Edgrens Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Guðvelkomnir góðir vinir! Útskorin íslensk horn Pétur Thomsen: Ásfjall Kurt Dejmo: Ljósmyndir úr Íslandsheimsókn 1955 Útskornir kistlar Glæsileg safnbúð og Kaffitár Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 11-17. Lokað á mánudögum ALMYNSTUR Arnar Herbertsson JBK Ransu Davíð Örn Halldórsson Sunnud. 25. sept. kl. 15-18 Tangó dagskrá: Kristín Bjarnadóttir rithöfundur og félagar í Tangófélaginu OPIÐ: alla daga. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði 26. ágúst – 23. október Í bili / In between Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson, Daníel Björnsson, Grétar Reynisson, Haraldur Jónsson, Hildigunnur Birgisdóttir, Hugsteypan (Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir & Þórdís Jóhannesdóttir), Ingirafn Steinarsson, Jeannette Castioni, Magnús Árnason, Olga Bergmann, Ólöf Nordal og Skyr Lee Bob (Erna Ómarsdóttir, Guðni Gunnarsson & Lieven Dousselaere). Sýningarstjóri, Ólöf Gerður Sigfúsdóttir. Sunnudag 25. september kl. 14 Fjölskylduleiðsögn um sýninguna Í bili fyrir gesti á öllum aldri. Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis 15. maí – 15. sept. Farandsýning Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna Opið alla daga kl. 11-18 www.husid.com Sími 483 1504 HILDUR HÁKONARDÓTTIR „þar sem ég bjó og það sem ég lifði fyrir“ 17. sept. til 9. okt. 2011 Í tengslum við sýningu Hildar í Listasafni ASÍ verður haldinn á sunnudaginn 25. september nk. kl. 15:00 rabbfundur í Ásmundarsal, þar sem fjallað verður um náttúruunnandann, hugsuðinn og skáldið Henry David Thoreau (1817-1862). Áhugamenn úr hinum ýmsu sviðum munu stíga á stokk og lýsa kynnum sínum af verkum Thoreau og ræða hvaða erindi þau eiga við samtímann. Allir eru velkomnir og verður boðið upp á léttar veitingar. Opið 13-17, nema mánudaga. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is Aðgangur ókeypis. LISTASAFN ASÍ HLUTIRNAR OKKAR – úr safneign safnsins Leiðsögn Elísabetar V. Ingvarsdóttur um sýninguna sunnudaginn 25. september kl. 14 Opið alla daga nema mánudaga Kl. 12-17. Verslunin KRAUM í anddyri. Aðgangur ókeypis alla miðvikudaga. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.