SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 26
26 25. september 2011 H raðbanki var tekinn í notkun í Monkey Bay í síðasta mán- uði. Víðs vegar um þorpið eru múrsteinar í tugatali al- búnir að taka á sig mynd og umbreytast i verslanir og þjónustufyrirtæki. Það fer ekki milli mála að Apaflóaþorpið er á uppleið þótt engir séu byggingarkran- arnir. Tem reka leiguhjólaþjónustu, þeir bíða á vegamótum stæltir hjólreiðak- napar með dúnmjúka bögglabera og taka tvö hundruð kall íslenskan fyrir að skjótast bæjarleið með farþega. Karlpen- ingurinn situr einn að þessari atvinnu- grein og farþegarnir oftast nær konur og því er það undrun þegar kona sést á reiðhjóli með svartan karl á bögglaber- anum. Hún er enda hvít og aðkomu- maður. Höfðingi heim að sækja Spurðir að því hvort ekki væri bæj- arstjóri í Monkey Bay svöruðu malavísk- ir starfsmenn Þróunarsamvinnustofn- unar með því að skella upp úr. Bæjarstjóri! Nei, nei, en hins vegar væri þorpshöfðingi í nágrenninu sem réði yfir átta þorpum, vænsti maður, og það gæti verið áhugavert að ná af honum tali. Hann er líka höfðingi heim að sækja, þorpshöfðinginn James Laini. Búinn að draga fram tvo stássstóla út á bæj- arhlaðið fyrir framan fábrotið einbýlis- húsið sitt skammt utan við Monkey Bay til að taka á móti gestum. Hann er með bláan snjáðan hött á höfðinu, klæddur bandarískri hermannskyrtu merkri US Army á brjóstinu og blæs gráum sígar- ettureyk út í heiðríkjuna á þessum vor- degi í þrjátíu gráða hita. Það er hlýja í augunum sem hann pírir á móti sólinni undir hattbarðinu um leið og hann tekur síðasta smókinn og lætur ljósbrúnan fil- terinn falla í þurran sandinn. Höfðing- inn er berfættur í lúnum sandölum. ICEIDA, segir hann – þið komuð Monkey Bay á kortið. Þegar ICEIDA hóf starfsemi hér á þessu svæði fyrir rúmum tuttugu árum var þorpið mjög lítið, nánast ekkert, en núna er blómleg starf- semi og viðskipti af ýmsu tagi. Hann lofar íslenska stuðninginn í hástert, nefnir ICEIDA á nafn í öðru hverju orði og það er hreinræktað þakklæti, oflof er ekki háð í hans munni og hann rifjar upp samfélagsbreytinguna sem varð með byggingu sjúkrahússins, umbæt- urnar í skólamálum og vatnsverkefnin í þorpunum sem hafi breytt heilsuleysi í heilbrigði. Og þegar hann er spurður um nýju menningarmiðstöðina í útjaðri þorpsins sem reist var fyrir íslenskt þróunarfé kveðst hann vera sérstaklega ánægur með það hús. Ekki aðeins geti hann séð enska boltann þar á laugardögum heldur hafi húsið gerbreytt aðstöðu þorpshöfð- ingjanna en í sýslunni allri eru 116 þorpshöfðingar sem lúta yfirráðum yf- irþorpshöfðingjans T/A Nankumba. Hann segir að áður fyrr hafi höfðingja- fundirnar verið haldnir í ómögulegu húsi en salurinn í menningarmiðstöð- inni rúmi þá alla og þar fari vel um hóp- inn. Embættið fylgir fjölskyldum Spurður um persónulega hagi svarar hann því skilmerkilega, sem er alls ekki sjálfgefið í Malaví, að hann sé fæddur 27. Það er hlýja í augunum Á fáum stöðum á jarðkringlunni eru Íslendingar jafn vel kynntir og í þorpinu sem kennt er við Apaflóa í Malaví. Á þessum slóðum hefur Þróun- arsamvinnustofnun Íslands stutt við uppbygg- ingu fátæks fiskimannasamfélags í rúmlega tutt- ugu ár fyrir íslenskt þróunarfé, reist sveitasjúkrahús með nýrri fæðingardeild og skurðstofu, umbylt vatns- og hreinlætismálum, stórbætt menntun barna og fullorðinna og reist menningarmiðstöð, svo fátt eitt sé talið. Texti og myndir: Gunnar Salvarsson Það fer ekki milli mála að Apaflóaþorpið er á uppleið þótt engir séu byggingakranarnir. Þorpshöfðinginn James Laini og frú glöð í bragði. Bjart er yfir ungmennum í Apaflóa. Innandyra hjá þorpshöfðingjanum ræður einfaldleikinn ríkjum.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.