SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 2
2 25. september 2011 Við mælum með Fimmtudagur 29. september Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu kl. 19.30. Á efn- isskrá eru verk eftir Toru Take- mitsu og Gustav Mahler. Ein- leikari verður Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari sem er einn fremsti hljóðfæraleikari Ís- lands af yngri kynslóðinni. Með þessum tónleikum tekur Ilan Volkov formlega við stöðu aðal- stjórnanda Sinfóníunnar. Morgunblaðið/Kristinn Mahler og Melkorku 13 Þunglyndi og kvíði ... Með því að veita fólki með geðraskanir stuðning á vinnustað má halda því í starfi með eðlilegum afköstum. 16 Hrundu fjölmiðlarnir líka? Fyrirtæki sem áður var talið að stæðu styrkum fótum reyndust vera á brauðfótum, segir í fréttaskýringu Guðrúnar Hálfdánardóttur. 20 Frelsi að brjótast … Konur í karlmannsfötum skemmta undir nafninu Pörupiltar í Þjóðleikhúskjallaranum ásamt Söngdú- ettinum Viggó og Víóletta. 24 Byrjaði með kjötsúpu Við Aðalgötuna á Sauðárkróki stendur snoturt svart hús, sem nefnt hefur verið Maddömukot eft- ir vöskum hópi. 28 Ófeimin við að spyrja ... Hildur Hákonardóttir vefari og rithöfundur ræð- ir um vefnaðinn og listina og þróunina í verkum sínum. Einnig berst talið á SÚM og rauðsokkum. Lesbók 42 Af syndinni sprettur gleðin Metallica og Lou Reed skyggnast inn í myrkustu kima mannshugans á nýrri plötu sem kemur út í haust og byggist á Lulu-leikritunum. 44 Meistaraverk eftir Michelangelo Getur verið að málverk sem um árabil var geymt á bak við sófa sé eftir Michelangelo? Því heldur forvörðurinn Antonio Forcellino fram í bók. 14 Efnisyfirlit Forsíðumyndin er af listaverki eftir Huldu Hákon úr bókinni Íslensk listasaga. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Börkur Gunnarsson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Silja Björk Huldudóttir, Skapti Hallgrímsson. Augnablikið Þ arna mætast allir á jafnréttisgrundvelli, einstaklingar sem hafa lifað með for- dómum samfélagsins gagnvart geð- sjúkdómum, starfsfólk, vinir og velunn- arar. Það er haldið stórmót við Hverfisgötu 47 í húsakynnum Vinjar. Hver leikur er ígrundaður og meðal þátttakenda leynast skákmeistarar sem hafa stóran hluta af lífi sínu verið í felum. Það er létt yfir gestum og þátttakendum skákmótsins en áhyggjur af framtíð þessa griðarstaðar leyna sér ekki þar sem nú stendur til að leggja starfsemi Vinjar niður í mars á næsta ári. Vin er athvarf fyrir fólk með geðraskanir og hefur verið starfrækt frá árinu 1993. Markmið Vinjar hefur frá upphafi verið að draga úr félagslegri einangrun geðfatlaðra og draga úr endurinnlögnum á geðdeildir. Í Vin móta gestirnir starfsemina í sam- starfi við starfsfólkið. Reglubundnir gestir líta á Vin sem sitt annað heimili og sjá svartnætti eitt vegna komandi aðgerða. Einn gestur Vinjar sagði m.a.: „Vin gefur tilgang í líf- inu, lífi þeirra sem skugga ber á vegna alls konar ill- vígra geðsjúkdóma.“ Það er sárt þegar einstaklingar sem þurfa að lifa með stöðugum kvíða eru sviptir þeim eina stað þar sem þeir stöku sinnum geta lagt kvíðann á hilluna og samsamað sig með öðrum. Svartur á leik og hernaðaraðgerðir á tvílitum velli koma andstæðingnum í opna skjöldu. Hvítur verst af hugkvæmni og á borðinu fyrir framan áhyggjufulla velunnara Vinjar endurspeglast yfirvofandi aðgerðir. signy@mbl.is Morgunblaðið/Sigurgeir S. Skák og mát í Vin Fræg er sagan af því þegar Íkarus blessaður flaug á vængjum sem faðir hans gerði úr vaxi og fjöðrum. Kappinn hirti hins vegar ekki um aðvaranir og flaug of nálægt sólinni. Fyrir vikið bráðnaði vaxið og aumingja Íkarus hrapaði til bana. Sennilega hefur ástralski rugbyleikmaðurinn Adam Ashley-Cooper litið á örlög Íkarusar sem víti til varnaðar, alltént hélt hann sig nálægt jörðinni þegar hann flaug inn í endamarkið í leik gegn Bandaríkjunum á HM á Nýja- Sjálandi á föstudaginn. Ástralía vann leikinn örugglega, 67-5. Úr myndasafni Reuters Íkarus endurborinn? 22.9. - 2.10. RIFF - Al- þjóðleg kvik- myndahátíð í Reykjavík - er haldin í áttunda sinn. Hátíðina sækja tugþúsundir manna ár- lega til að njóta kvikmynda, sérviðburða, málþinga, kvik- myndasmiðja og tónleika. RIFF vill rækta hið unga og ferska í kvikmyndagerð. 27.9. Felix Bergsson í Salnum kl. 20. Felix syng- ur á þessum útgáfu- tónleikum ástarljóð Páls Ólafs- sonar en nokkrir af helstu laga- höfundum þjóðarinnar hafa samið ný lög við ljóðin. Meðal lagahöfunda eru Jón Ólafsson og Magnús Þór Sigmundsson. 38

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.