SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 38
38 25. september 2011 L ítil frétt getur orðið stórmál í fyllingu tímans, enda segir máltækið að mjór sé mikils vísir. Kennaraverkfallið kom sér vel enda var þá hægt að fá kennara og nokkra verkefnalausa nemendur til að raða í hillur og sinna fleiri tilfallandi verk- efnum. Og víst er það svo að margs þarf búið við, þegar opna skal verslun. Þetta er efnislega haft eftir Jóhannesi Jónssyni kaupmanni í Morgunblaðinu 12. apríl 1989. Hann hafði þá fáum dögum fyrr opnað sína fyrstu verslun undir merkjum Bónuss í 400 fermetra húsnæði við Skútuvog í Reykjavík. „Verslunin gengur ákaflega vel … Móttökur hafa verið hreint frábærar og við getum ekki annað en verið mjög ánægðir,“ var haft eftir kaupmanninum sem var kunnur borgari í Reykjavík eftir að hafa um langt skeið stýrt matvöruverslunum Slát- urfélags Suðurlands. Bónus fékk fljúgandi start. Salan varð strax verulega meiri en ráð var fyrir gert og strax á fyrstu mánuðum í rekstri fyrirtækisins var opnuð verslun við Faxafen í Reykjavík. Þeim var fjölgað enn frekar íStrikamerkingar voru nýmæli í verslun sem Bónus innleiddi. Jón Ásgeir Jóhannesson var í framlínu Morgunblaðið/Árni Sæberg Myndasafnið 23. ágúst 1990 Kennaraverk- fall kom sér vel S arah Jessica Parker er auðvitað best þekkt fyrir hlutverk sitt í Beðmálum í borginni (Sex and the City) en þar lék hún rithöfundinn og blaðakonuna Carrie Bradshaw. Þætt- irnir voru geysivinsælir (á dagskrá á árunum 1998-2004) og hreppti Parker m.a. fern Golden Globe-verðlaun og tvenn Emmy-verðlaun.Til viðbótar voru gerðar tvær Beðmála- kvikmyndir. Parker er líka hæst launaða leikkona í heimi, ásamt Angelinu Jolie, en báðar hafa þær um 3,5 milljarða króna í árstekjur samkvæmt For- bes.com. Mikið af tekjunum kemur frá endursýningum á Beðmál- unum en Parker var ekki aðeins aðalleikona í þáttunum heldur líka framleiðandi. Hún halar ennfremur inn tekjur af fleiru en leik en hún þénar heilmikið á ilmvötnum sínum og alls kyns auglýsinga- samningum. Parker fæddist 25. mars árið 1965 og er því 46 ára. Hún er gift leik- aranum Matthew Broderick. Saman eiga þau þrjú börn, soninn James Wilkie Broderick, f. 28. október 2002, og tvíburadæturnar Marion Lorettu Elwell og Tabithu Hodge, f. 22. júní 2009, en þær komu í heiminn með staðgöngumæðrun. Móðir í hjáverkum Nýjasta mynd Parker, sem er sýnd um þessar mundir í íslenskum bíóhúsum, heitir I Don’t Know How She Does It, bein þýðing: Ég veit ekki hvernig hún fer að þessu. Myndin er gerð eftir met- sölubók með sama heiti, eftir Allison Pearson, sem hefur verið þýdd á íslensku undir nafninu Móðir í hjáverkum. Parker leikur Kate Reddy, konu sem hefur náð langt í við- skiptaheiminum, en á jafnframt eiginmann og tvö börn og lýsir myndin átökunum á milli þess að hugsa um hjóna- band, börn og vinnu. Myndin hefur ekki fengið góða dóma og þykir taka heldur yfirborðskennt á vandanum sem leitin að hinu gullna jafnvægi er. Parker hefur ferðast um að undanförnu til að kynna myndina og hefur þurft að svara mörgum spurningum um jafnvægi milli einkalífs og vinnu af þessu tilefni. Henni er jafnan stillt upp eins og „ofurkonunni“ í myndinni en hún reynir þó ekki að ýta undir þessa ímynd. Sarah Jessica Parker er launahæsta leikkona í heimi en hún er líka mikil tískudrottning og þénar vel á sölu ilmvatna og á auglýsingasamningum. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Sarah Jessica Parker klæddist þessum síðkjól frá Elie Saab á kvik- myndahátíðinni í Cannes í vor. Hvernig fer hún að þessu? Frægð og furður Reuters

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.