SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Page 27

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Page 27
25. september 2011 27 N ú er uppskerutími, hér áður fyrr var haustið besti tími ársins. Á þessum tíma árs var fólkið að uppskera erfiði undanfarinna mánaða, það var nóg að bíta og brenna. Í hinum kaþólska heimi eru haldnar uppskeruhátíðir á haustin, til að fagna uppskerunni, slaka á og skemmta sér eftir erfiði uppskerutímans og þakka almættinu fyrir gjafir náttúrunnar. Nú er laxveiðinni að ljúka, hreindýraveiðum er nýlokið, gæsaveiðar standa nú sem hæst og það fer hver að vera síðastur að fara í berjamó. Þá þarf að fara að taka upp kartöflurnar. Veiðimenn fara með lax- ana í reyk, víða er verið að búa til sultur og ljúffengt chutney (kryddað ávaxtamauk). Þá fjölgar þeim stöðugt sem taka slátur, sem er hollur og ódýr matur. Frystikisturnar eru fylltar af ljúffengum matvælum, ekki veitir nú af, nú á tímum kreppu og stöðugt hækkandi verðs á matvælum. Nú er rétti tíminn að skella sér í helgarferð til meginlands Evrópu, til dæmis í Rínar- eða Móseldalinn en þar eru nú haldnar fjölmargar uppskeruhá- tíðir eins og raunar í flestum vín- ræktarhéruðum álfunnar. Eitt fegursta vínræktarsvæði í Evrópu er Loirdalur sem er í vest- urhluta Frakklands. Haustið er rétti tíminn að njóta þess sem svæðið hefur upp á að bjóða, lítil vinaleg þorp, fallegar hallir, útimarkaðir, uppske- ruhátíðir og yndisleg hvítvín. Nánari upplýsingar á www.vallee-du- loir.com og www.winetours.co.uk Annar fallegur staður í Frakklandi er Poitou-Charentes (skammt frá La Rochelle) Þarna er hæðótt landslag vaxið gömlum eikarskógum. Frábært lítið sveitahótel er þarna, sem rekið er af breskum hjónum, kjörið er að ferðast um sveitina á reiðhjóli og fara í gönguferðir í skógunum. Á svæðinu er vel skipulagt net hjóla og göngustíga. Nánari upplýsingar www.headwater.com Áhugafólk um hjólreiðar, góðan mat og vín ætti að bregða sér til Alsace-héraðs sem mun vera Mekka hjól- reiðafólks. Héraðið er hæðótt og utan í hæðunum eru afar falleg lítil þorp og vínakrar. Nánari upplýsingar á www.inntravel.co.uk Áhugafólk um mat ætti að bregða sér til Provence í Suður-Frakklandi. Þar gefst fólki kostur á að kynn- ast franskri alþýðumatargerð, fara á markaðinn og versla og svo að matreiða hráefnið. Nánari upplýsingar á www.bastide-adrech.co Og enn um hjól- reiðar, Piedmont á Norður-Ítalíu er afar fagurt hérað, fjöll og skógi vaxnar hæðir, gamlir bæir, fagrar byggingar og litskrúðugt mannlíf. Nokkur vína héraðsins eru ein þau bestu sem framleidd eru á Ítalíu, matargerð héraðsins er mjög áhugaverð, skemmtileg blanda af frönskum og ítölskum hefðum. Rétta leiðin til að kynnast Piedmont-héraði er að ferðast um sveitirnar á reiðhjóli, nánari upplýsingar á www.Inntravel.co.uk. Aftur heim til Íslands. Íslenskt útiræktað grænmeti er einstaklega gott enda er grænmeti sem vex hægt mun bragðmeira en grænmeti sem vex hratt á suðlægari slóðum eða í gróðurhúsum. Nú er hægt að fá mikið úrval af alls konar grænmeti hér á landi. Garðyrkjumenn hafa verið duglegir að hefja ræktun nýrra tegunda og kynna þær. Með hlýnandi veðurfari er orðið auðveldara að rækta ýmsar teg- undir grænmetis en áður. Þá hefur áhugi almennings á skóg- og garðrækt aukist mikið á síðari árum. Margir rækta því sitt eigið grænmeti enda er eig- ið ræktað grænmeti alltaf betra og hollara en það sem við kaupum út í búð. Víða um land eru á haustin haldnir bænda- eða útimarkaðir, hér á höf- uðborgarsvæðinu er einn slíkur í Mosfellsdal, svo er það Fröken Lauga á Laugalæknum og ekki má gleyma Kolaportinu. Þá hafa stórmarkaðirnir af og til grænmetis- og bændadaga þar sem hægt er að kaupa úrvals útiræktað grænmeti. Ýmsar kenningar eru til um nær- ingu og hollustu. Þessar kenningar eru allar sammála um að við eigum að borða mikið af grænmeti og endilega lífrænt ræktað, ferskt kjöt og fisk. Þá er villibráð einhver hollasti matur sem völ er á, kjötið fitusnautt og án allra óæskilegra aukaefna. Þá eigum við að neyta matvæla sem eru framleidd á því svæði sem við búum á eða í nágrenni heimila okkar. Öll matvæli eru best og hollust þegar þau eru ný. Þess vegna eigum við núna að snæða ferskt kjöt, villibráð, nýtt grænmeti, ber og ýmsa garðávexti. Eitthvert það besta og hollasta grænmeti sem hugsast getur er hvítkál. Það er auðvelt að rækta hvítkál og það má matreiða hvítkálið á ýmsa vegu. Einhverra hluta vegna er hvítkálið „misskilið“ grænmeti, þykir ekki fínt. Franski matreiðslumeist- arinn Joël Robuchon heldur mikið upp á hvítkál. Hér kemur uppskrift frá honum. Skerið hvítkálið í örþunnar sneiðar, fjarlægið grófu stilkana. Hvít- kálið er snöggsoðið í sjóðandi saltvatni, svona eina mínútu, og svo kælt í ís- vatni. Hvítkálið er svo léttsteikt í smjöri á pönnu, kryddað með ögn af salt og pipar. Nokkrum matskeiðum af rjóma (5 msk fyrir 750 g hvítkál) er blandað saman við kálið. Þessi réttur passar einstaklega vel með fiski, til dæmis laxi. Karnival haustsins ’ Með hlýnandi veðurfari er orðið auðveld- ara að rækta ýmsar tegundir grænmetis en áður. Hvítkál Sigmar B. Hauksson júlí 1939, hann sé tvíkvæntur og hafi eignast fimm börn, fyrri eiginkonan hafi látist og einnig fjögur barnanna en barnabörnin séu orðin sautján að tölu. Um stöðu þorpshöfðingja segir hann að embættið fylgi fjölskyldum og hafi menn verið valdir í hlutverkið gegni þeir því fram á dánardag. Um laun fyrir starfið segir hann að ríkisstjórnin greiði smá- ræði til höfðingja mánaðarlega en einnig hafi þeir nokkrar tekjur af sáttamiðlun – þegar slær í brýnu milli manna, hjóna eða annarra, sé leitað sátta hjá höfðingj- anum. Mannasættirinn fái síðan nokkra umbun fyrir sáttagjörðina. Og svo er boðið til stofu. Fyrst er þó myndataka af þeim hjónum fyrir framan heimilið. Frúin tekur utan um kallinn og þau eru sæt í morgunsólinni og brosa við linsunni. Innandyra ræður einfald- leikinn ríkjum. Stofan er búin tveimur stólum og einu borði, á veggjum dagatal frá Global Development Fund og ein- hverjir munir, inn af er svefnherbergi, fataherbergi og geymsla fyrir m.a. reið- hjól heimilisins, en utan dyra í garð- inum sturtuaðstaða, geymsla fyrir maís og í einu horninu eru vappandi hænur og gargandi. Náðhúsið enn utar. Það er ánægjulegt að heimsækja höfð- ingjann og eiga þessa stund með þeim hjónum. Hann segist ekki síður vera ánægður með heimsóknina. Ég lofa að senda honum mynd. ’ Ekki aðeins geti hann séð enska bolt- ann þar á laug- ardögum heldur hafi húsið gerbreytt aðstöðu þorpshöfð- ingjanna en í sýsl- unni allri eru 116 þorpshöfðingar sem lúta yfirráðum yfirþorpshöfðingj- ans T/A Nank- umba. Viðskipti blómstra á mörgum sviðum í Apaflóa.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.