SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 18
18 25. september 2011 Ábyrgðin ekki hjá blaðamönnunum Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamanna- félags Íslands, segir það ekki rétt hjá Styrmi, að Blaðamannafélagið hafi setið hjá og ekki farið ofan í saumana á þætti fjölmiðla í hruninu. Það hafi verið gert í skýrslu starfsnefndarinnar sem fjallað er um hér til hliðar. Hann segist ekki geta tekið undir það að blaðamenn eigi að lýsa yfir ábyrgð á því hvernig fór. Í fyrsta lagi megi velta því fyrir sér að fjölmiðlar og þeir sem þar starfa endurspegli þjóðfélagið. Þeir hafi ekki vit fyrir þjóðfélaginu heldur séu þeir beinir þátttakendur í samfélaginu. Í öðru lagi segist Hjálmar ekki skilja þá kröfu sem gerð er til blaðamanna um að þeir upplýsi um allt sem betur mætti fara. Blaðamenn þurfi að ganga í öll mál og lítill möguleiki sé fyrir þá að sérhæfa sig í einstökum málaflokkum. „Hvernig er hægt að gera þá kröfu til blaðamanna að þeir hafi átt að vita að hverju stefndi þegar háskólasamfélagið allt saman steinhélt kjafti? Ef einhverjir hefðu átt að hafa vit á því sem fram fór voru það há- skólamennirnir. Ef eitthvað klikkaði í þessu samhengi þá er það háskólasamfé- lagið. Ég er ekki sammála því að blaða- menn hafi staðið sig illa eða það hafi verið einhver kerfislæg villa innan fjöl- miðlanna, til að mynda vegna eigna- tengsla, sem gerði það að verkum að þeir stóðu sig ekki í starfi,“ segir Hjálmar. Hann segist vita það af eigin störfum fyrir Morgunblaðið á sínum tíma að blaðamenn þar reyndu sem þeir gátu að kafa ofan í mál banka og annarra fjár- málastofnana. Hins vegar var hljóm- grunnurinn enginn fyrir slíku í sam- félaginu á árunum 2006 og 2007. „Svo þegar maður les rannsóknarskýrsluna eftir á og sér hlutina í samhengi þá blasir þetta við. En á þessum tíma blasti þetta samhengi ekki við manni. Síðan má ekki gleyma því hvað þetta var stutt tímabil, bankarnir voru einkavæddir árið 2003 og þeir hrundu 2008. Þetta voru fimm ár, sem er ótrúlega stuttur tími,“ segir Hjálmar og bætir við að það sé alltaf sama sagan í jafnlitlu samfélagi og Ísland er, starfsskilyrði blaðamanna séu mjög erfið. „Mér finnst að reynslan sem við eigum að draga af þessu sé að upplýs- ingastreymið sé alltaf látið njóta vafans. Ekki á hinn veginn. Það skiptir öllu máli fyrir allt samfélagið svo þjóðfélagið sé heilbrigt. En því miður virðist enginn hafa áhuga á því á Íslandi að hér sé frjálst og mikið upplýsingastreymi. Því miður. Við sópum drullunni undir teppið og hún kemur engum utanaðkomandi við,“ seg- ir Hjálmar. Eldveggir blekking Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, ritstjóri Smugunnar, segir að á árunum fyrir hrun hafi eldveggir á milli ritstjórna og eigenda verið vinsælt umræðuefni og ef- laust hafi einhverjir trúað því að slíkir eldveggir væru til staðar. „En það máttu allir vita, einkum og sér í lagi fjölmiðla- fólk sem á að beita gagnrýninni hugsun, að þetta væri blekking því eigendur fjöl- miðla ráða stjórnendur fjölmiðla sem síðan velja sína starfsmenn. Það eru þeir sem ráða framgangi í starfi inni á fjöl- miðlunum og ef þú fetar ekki þá slóð sem þér er ætluð ertu óvelkominn í hópinn. Það verður að vera hægt að treysta því að starfsmenn fjölmiðla séu trúir undirstöðuatriði blaðamennsk- unnar, að trúnaðurinn sé við almenning – ekki eigendurna,“ segir Þóra Kristín. Hún telur nauðsynlegt að gagnsæi ríki um fjölmiðla og fyrir hvað þeir standa. „Ef við tökum Smuguna sem dæmi þá er hún umræðu- og fréttavettvangur fólks á vinstri væng stjórnmálanna og það fer ekki leynt. En ég myndi setja stórkost- legt spurningarmerki við Smuguna ef hún kæmi fram og þættist vera frjáls og óháður fjölmiðill í eigu Steingríms J. Sigfússonar. Ég lít hins vegar á að trún- aður minn sé við lesendur, ekki eig- endur, en eignarhaldið þarf að vera öll- um ljóst. Ef við lítum hins vegar á stóru fjölmiðlana á Íslandi þá eru þeir undir stjórn sjálfstæðismanna. Það eru þeir sem stjórna umræðunni og upplýsingum sem við fáum og hverjir fá framgang inni á fjölmiðlunum. Það er því nauðsynlegt að vera með vettvang fyrir aðra í þjóð- félaginu og það er ástæðan fyrir tilveru Smugunnar.“ Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður og fyrrverandi forstjóri fjölmiðlasamsteyp- unnar Norðurljósa (sem er undanfari 365 miðla), segir að frá árinu 2004 og allt þar til í október 2008 hafi völdin í ís- lensku samfélagi færst frá stjórnmál- unum yfir á fjóra hópa sem stýrðu öllu athafnalífi í landinu. „Þessir sömu aðilar kepptust um að komast yfir sem flesta fjölmiðla og hefur hugmynd þeirra væntanlega verið sú að fá meiri völd og að stýra umræðu miðla í sína þágu,“ segir Sigurður. Hann segir að stórir að- ilar í viðskiptalífinu hafi alltaf notað auglýsingar sem hótun á fjölmiðla. „Til að mynda hótaði Jón Ásgeir því að draga auglýsingar Baugsfyrirtækja út af Stöð 2 vegna viðtals í morgunsjónvarpinu sem hann var ekki sáttur við. Flugfélög, olíu- félög og fleiri fyrirtæki hafa í gegnum tíðina notað þetta. Ef þú stýrir mörgum stórfyrirtækjum og átt fjölmiðla þá aug- lýsir þú í þínum fjölmiðlum og dælir þannig fé inn í rekstur fjölmiðilsins,“ segir Sigurður. Svipað var upp á teningnum þegar Morgunblaðið fór að birta fréttir af er- lendri gagnrýni á hendur íslensku fjár- málafyrirtækjunum. Íslandsbanki dró mjög úr auglýsingum í Morgunblaðinu á þessu tímabili og bankastjóri Lands- bankans sagði við ritstjórnarfulltrúa á Morgunblaðinu að blaðinu bæri skylda til að hjálpa bönkunum, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis. Á þessum tíma var aðaleigandi Lands- bankans, Björgólfur Guðmundsson, að- aleigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Árvakurs. Samþjöppun veldur áhyggjum Innan Evrópusambandsins er rík áhersla lögð á að vernda fjölbreytni fjölmiðla, sem jafnan er talin eitt af frumskilyrðum þess að réttur til upplýsinga og tjáning- arfrelsis sé tryggður með fullnægjandi hætti. Aukin samþjöppun á fjölmiðlamarkaði og áhrif hennar á fjölbreytni fjölmiðla og tjáningarfrelsi hefur valdið fram- kvæmdastjórn sambandsins áhyggjum og hefur hún hrundið af stað áætlun til að efla umræðuna um fjölbreytni fjöl- miðla innan Evrópusambandsins. Áætl- unin byggist á því að innan hugtaksins fjölbreytni fjölmiðla rúmist ekki ein- ungis dreift eignarhald á fjölmiðlum heldur einnig að borgararnir hafi aðgang að margvíslegum upplýsingum svo að þeir geti myndað sér skoðun án þess að verða fyrir óhóflegum áhrifum frá einum ráðandi fjölmiðli. Þá þurfi borgararnir einnig gagnsætt kerfi sem tryggi að tiltrú þeirra á raunverulegt sjálfstæði fjölmiðla sé til staðar. Íslenskir blaðamenn eru ekki ólíkir starfssystkinum sínum í nágrannalönd- unum þegar kemur að því sem þeir telja „Hversu mikið eða lítið traust berð þú til eftirfarandi aðila?“ Þeir sem sögðu „frekar/mjög lítið“ eða „frekar/mjög mikið“ 80 60 40 20 0 -20 -40 -60 -80 Fr ek ar /m jö g m ik ið Fr ek ar /m jö g lít ið Fréttastofa Sjónvarps/ RÚV Mbl.is Morgun- blaðið Fréttastofa Stöðvar 2 Frétta- blaðið Visir.is Viðskipta- blaðið Frétta- tíminn Pressan.is Dv.is Eyjan.is DV 6. desember 2008 14. apríl 2011 76 ,7 % 71 ,5 % 63 ,9 % 49 ,8 % 62 ,6 % 42 ,9 % 49 ,0 % 41 ,7 % 45 ,2 % 37 ,3 % 32 ,5 % 32 ,7 % 29 ,8 % 26 ,4 % 18 ,1 % 13 ,8 % 9, 4% 13 ,6 % 7, 8% 4, 7% 9, 4% 5, 6% 7, 0% 8, 4% 21 ,7 % 10 ,1 % 27 ,9 % 15 ,1 % 18 ,3 % 17 ,7 % 18 ,9 % 19 ,9 % 19 ,6 % 9, 8% 11 ,8 % 14 ,9 % 32 ,7 % 56 ,1 % 13 ,4 % 23 ,6 % 69 ,4 % 55 ,5 % Innbyggt kjarkleysi Blaðamannafélagið setti fljótlega eftir útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á fót starfsnefnd til að fara yfir fjölmiðlahluta skýrslunnar um bankahrunið. Nefndin skilaði af sér á vordögum 2010 og þar kemur meðal annars fram að rannsaka þurfi hvernig þöggun, og þar með innbyggt kjarkleysi, náði tökum á íslensku blaða- mannastéttinni. „Íslensk blaðamannastétt er um margt enn samofin gamla pólitíska kerfinu og sýnir gamaldags hollustu við gildi þess valdamynsturs sem nú hefur verið afhjúpað sem einn helsti orsakavaldur eina kerfishruns fjármálastofnana heillar þjóðar í láns- fjárkreppunni sem reið yfir heiminn árið 2008. Augljóslega þarf að rannsaka hvernig þöggun og þar með innbyggt kjarkleysi náði tökum á lítilli blaðamannastétt á 320 þúsund manna málsvæði.“ Telja nefndarmenn að ef blaða- og fréttamenn eigi að geta sinnt aðhaldshlutverki sínu og upplýsingaskyldu þurfi að verja þá gegn hvers konar þrýstingi, hvort sem hann kemur að utan eða innan. Þess vegna sé fyrst og fremst brýnt að efla til muna starfsöryggi stéttarinnar. Lagaákvæði um sjálfstæði ritstjórna, þar sem meðal annars væri kveðið á um skilyrði áminningar og brottvikningar, væri skref í þá átt og hvatti nefndin til þess að slíkar reglur yrðu samþykktar. Þrýstingur á fjölmiðlamenn þarf þó ekki aðeins að koma að utan heldur einnig að innan og þarf því að búa þeim umhverfi sem dregur úr líkunum á sjálfsritskoðun, segir ennfremur í áliti nefndar Blaðamannafélagsins.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.