SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 25
25. september 2011 25 sýningu tileinkaða merkum skagfirskum konum er fallnar eru frá. Karlotta segir að núna eigi bara eftir að ákveða sýningu næsta sumars og eru Maddömur byrjaðar að leggja höfuðið í bleyti. Ennfremur eru til sölu ýmsir gamlir munir til styrktar húsinu, sem eins og áður segir er sífellt verið að endurbæta. Þær eru nýlega komnar með hitaveitu og rafmagn. „Þetta er allt annað líf!“ Gamlir hlutir setja líka svip sinn á hús- ið eins og gömul Rafha-eldavél og forláta peningakassi sem Maddömunum áskotn- aðist úr hinni merku Verslun H. Júl- íussonar. Til viðbótar verður að nefna ritvélina sem er gestabók hússins. „Það eru eitt- hvað um 1800 manns sem kvittuðu í gestabókina í sumar og það skrifuðu ekk- ert allir. Það hafa aldrei komið eins margir til okkar en við höfum heldur aldrei haft eins mikið opið. Þetta eru jafnt Íslendingar sem útlendingar. Fólk er duglegt að koma til okkar. Sumt fólk hérna í bænum kemur nokkrum sinnum yfir sumartímann til að skoða, fá kaffi og spjalla. Þetta er rosalega gaman.“ Gestabókin er í formi þessarar gömlu ritvélar. Það er margt forvitnilegt að sjá í Maddömukoti. Maddömurnar eru liðtækar í eldhúsinu og baka og sulta. Gamlar skólabækur og námsgögn á sýningunni í sumar. ’ Maddömurnar eru líka safn- arar og síðastliðið sumar var boðið upp á skemmtilega sýningu á gömlum skólabókum, námsgögnum og leikföngum. Maddömukot er lítið og áhugavert. Stendur við Aðalgötuna á Sauðárkróki við hlið Minjahússins. Karlotta Sigurðardóttir stendur vaktina í Maddömukoti en hún er ein Maddamanna úr Árskóla, sem hún segir vera heldur betur skemmtilegan félagsskap.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.