SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Qupperneq 31

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Qupperneq 31
25. september 2011 31 N ú er sláturtíðin hafin, þá hugsa ég til baka þegar ég vann í sláturhúsinu á Akureyri með skólanum. Það var stemning sem ég held að sé svipuð og hjá fiskverkafólki á vertíð. Svo ekki sé minnst á kartöfluuppskeruvertíð sem ég prófaði einhvern tímann líka. Þetta er það sem undirstrikar árs- tíðabundið hráefni, ég velti því fyrir mér hvort ungt fólk í höfuðborginni tengi nýjar kartöflur við haustið, ég veit það eftir umræður núna síðsumars að margir alþingismenn hafa ekki hugmynd um að lambakjöt er árstíðarvara og lömbum er einungis slátrað á haustin. Ég er ekki mikill áhugamaður um útflutning á kjöti og finnst að við eigum heldur að flytja inn ferðamenn til að borða lambið hér. Umræðan um lambakjötsskort í sumar finnst mér mjög skrýtin, ég lagði mig fram og fór á milli verslana til að velta þessu fyrir mér, eins hafði ég samband við nokkra birgja þar sem ég stóð í talsverðum veisluhöldum og lambakjötið lék þar stórt hlutverk. Ég var í engum vandræðum að fá það hráefni sem vantaði og upplifði ekki vöntun. Nema þá kanski í versl- unum Haga enda held ég að umræðan hafi hafist þar, líklega út af áhuga þeirra á að flytja inn lambakjöt með því yfirvarpi að það sé í þágu neit- enda. Einhverjir spekingar töluðu um að búið væri að flytja út alla hryggi og læri en það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég talaði við tvo stóra kjötbirgja að helsta aukningin í útflutningi þeirra hafi verið í slögum sem notuð eru í kebab í Bret- landi, beinum sem flutt eru til Nígeríu og innmat til Asíu; allt eru þetta afurðir sem við Íslendingar notum lítið í dag. Íslenskt lambakjöt er einstakt á heimsvísu og talsvert frábrugðið lambakjöti eins og flestir aðrir þekkja, bæði aldur, uppeldisskil- yrði, meðhöndlun, hlutun og eldamennska. Við eigum að nýta okkur þá sérstöðu að vera eyja og eiga þessa einstöku náttúruafurð, bera virðingu fyrir henni og njóta. Það má eflaust endurskoða styrkjamálin, en ég vil benda á að ýmislegt annað er styrkt hér á landi sem við viljum ekki missa, eins og t.d. menning og listir. Hrósið fær verslunin Víðir í Skeifunni, þar var full búð af lambakjöti og útsala á súpukjöti, meðan sumir vældu yfir að ekki væri til lambakjöt í land- inu. Verslunin fær mig líka til að hugsa til baka, minnir á gömlu hverfisbúðirnar sem voru um all- an bæ fyrir norðan og í Vesturbænum sem ég heimsótti oft þegar ég var hjá ömmu og afa. Vissu- lega er Melabúðin ennþá til og Guði sé lof fyrir það. Í Víði geislar ástríða eigenda og starfsmanna í bjartri og vel verðmerktri búð, þar sem vöruúr- valið er í senn þjóðlegt og nútímalegt. Fullorðnir starfsmenn sem leggja metnað sinn í vinnuna og vilja allt fyrir viðskiptavinina gera með bros á vör. Ég verð að viðurkenna að mér finnst ekki gaman að versla, en ég gleymi mér í matvöruverslunum, þarna er engin tilgerð, ekki verið að reyna að selja þér sokka eða nærbuxur rétt áður en þú kemur að kassanum, og það virðist breiður kúnnahópurinn kunna að meta. Mín hverfisbúð er Fjarðarkaup sem er líka einstök, en það er frábært að vera bú- inn að fá Víði í hópinn með „litlu“ kaupmönn- unum. Ekki skemmir fyrir að nú í vikunni þegar ég skrapp í búðina tóku á móti mér glæný íslensk aðalbláber og krækiber um leið og ég var minntur á sláturtíðina með gullfallegum innmat. Þess vegna vil ég nota tækifærið og hvetja landsmenn alla til að taka slátur. Skrýtin umræða um skort á lambakjöti Ég var í engum vandræðum að fá það hráefni sem vantaði og upplifði ekki vöntun. Morgunblaðið/Jim Smart Matarþankar Friðrik V A ð greina er að skilja. Stundum er að greina það sama og að dæma. Þess vegna eru foreldrar hræddir við grein- ingar. Með greiningu óttumst við foreldrar að barnið verði stimplað og dæmt óhæft. Það þarf að umgangast greiningar með ákveðinni virðingu og aldrei gleyma öllu hinu sem fell- ur ekki undir greininguna. Greining er leið til að skilja hvers vegna barn á erfitt með hluti sem öðrum þykir einfalt að gera. Hún verður þó gagnslaus nema notuð sé til að koma til móts við barnið, hjálpa því að takast á við takmarkanir sínar. Hin síðari ár hafa gæði grein- inga aukist mjög mikið. Sam- hliða þessu hefur áhersla á hefð- bundna skólagöngu barna aukist. Þannig verður auðveld- ara að sjá ef barn sker sig mjög úr hópnum. Það verður líka erf- iðara að taka tillit til slíkra barna þegar ekki er almennilega vitað hvað angrar og hvernig hægt er að taka tillit til þess. Stundum hef ég pirrað mig stórkostlega á því að nútíma- samfélagið gefur fólki lítinn sveigjanleika til að vera öðru- vísi. Við verðum að passa inní ákveðna hillu í „Kerfinu“. Sam- hliða þessu hef ég líka leitt hug- ann oft að öllu fólkinu sem hefði fengið greiningu í dag en var uppi á öðrum tímum. Ég hugsa til allra óþekku villinganna í skólanum mínum og ýmissa fjarskyldra ættingja sem ein- hvern veginn voru ekki sam- stiga samferðafólki sínu. Flestir standa sig bara vel og lifa góðu lífi. Hins vegar er ég alveg viss um að möguleikar þessara ein- staklinga til að vaxa og dafna hefðu verið mun meiri hefðu þeir fengið þann stuðning sem í boði er í skólakerfinu í dag. Heimur „greininga“ opnaðist nýlega fyrir mér. Ég er sek um flesta þá sleggjudóma sem al- mennir eru um „greind börn“. Það var ekki fyrr en ég neyddist til að lesa allt sem ég komst yfir um ADHD og einhverfu og mál- þroskaröskun, þunglyndi barna, lesblindu, kvíða- og þroskaraskanir að ég fór að skilja betur út á hvað þetta gengur allt saman. Það sem gerðist líka, og mér skilst að sé algengt, var að ég byrjaði að greina alla. Afsakið, ættingjar og vinir en ég hef greint hegðun ykkar í fortíð og nútíð með nýj- um „greiningargleraugum“. Þetta þroskaferli, allur lest- urinn og sjálfsskoðunin hefur hjálpað mér að sættast við hug- takið „greiningu“. Tilgangur þess er ekki að stimpla það sem er mér dýrmætast heldur að skilja. Til að hjálpa þurfum við að skilja. Þar sem þetta er erfitt þroskaferli finnst mér mik- ilvægt að miðla þessu. Því fyrr sem gripið er inní, þeim mun meiri árangur næst! Greining Móðurhlutverkið Agnes Ósk Sigmundardóttir agnesosk@gmail.com Beyoncé Knowles elskar myndavélarnar og myndavél- arnar elska Beyoncé Knowles. Þetta fór ekki framhjá nokkrum manni þegar söngkonan ástsæla kynnti nýtt ilmvatn, sem kennt er við hana, Beyoncé Pulse, í verslun Macy’s í New York í vikunni. Ekki verður annað sagt en Beyoncé, sem er með barni, hafi verið í sínu besta formi við þetta tækifæri en stúlkan hélt einmitt upp á þrítugsafmæli sitt fyrr í mánuðinum. Veröldin Reuters Bjart yfir Beyoncé Nýtt hefti Þjóðmál – tímarit um stjórnmál og menningu – hefur nú komið út í sjö ár undir ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar. Þjóðmál koma út fjórum sinnum á ári – vetur, sumar, vor og haust. Tímaritið fæst í lausasölu í helstu bókabúðum og nokkrum stórmörkuðum, en ársáskrift kostar aðeins 4.500 kr. Hægt er að gerast áskrifandi á vefsíðunni www.thjodmal.is eða í síma 698-9140. www.thjodmal.is Bókafélagið Ugla

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.