SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 17
25. september 2011 17 um eignarhalds á fjölmiðlum. Tvær kannanir MMR frá því miðju hruninu eða í desember 2008 og í apríl 2011 sýna svart á hvítu að traustið til fjölmiðlanna hér á landi hefur minnkað. Allir fjölmiðlar njóta minna trausts nú en þeir gerðu í könnun MMR í desember 2008, einungis nokkrum mánuðum eftir hrun, fyrir utan Vísi og DV. Vilja sjálfstæði Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, sem kom út í apríl 2010, kemur fram að það sé umhugsunarverð staða fyrir ís- lenska fjölmiðlun að langflestir fjöl- miðlar landsins hafi verið í eigu helstu eigenda fjármálafyrirtækjanna í byrjun árs 2008. Þáttur fjölmiðla var meðal þess sem rannsakað var í aðdraganda hrunsins og rætt við fjöldann allan af blaða- og fréttamönnum auk stjórnenda á fjöl- miðlum. Í skýrslunni kemur meðal ann- ars fram að blaðamenn telji að setja þurfi reglur um sjálfstæði ritstjórna og gagn- sætt eignarhald. Þessi ósk blaðamann- anna náði fram að ganga í fjölmiðlalög- unum sem sett voru á Alþingi í vor en í þeim er kveðið á um bæði sjálfstæði rit- stjórna og gagnsætt eignarhald. Jafn- framt er þar kveðið á um vernd heim- ildamanna sem hefur verið eitt af baráttumálum blaðamanna um langt skeið. Varð blaðamönnum, sem skýrsluhöf- undar ræddu við, tíðrætt um hvernig mætti efla fagmennsku og sjálfstæði blaðamanna með sterka meðvitund fyrir faginu og meginreglum þess; að frumskylda blaðamanns sé að hafa það að leiðarljósi að hann sé að skrifa fyrir almenning í landinu. Miðað við nið- urstöðu könnunar Capacent sem vísað er hér til að framan virðist sem al- menningur hafi hins vegar ekki trú á því að blaðamenn á íslenskum fjöl- miðlum sinni meginreglu starfsins; að hafa hagsmuni almennings að leið- arljósi, ekki eigenda eða annarra. Sænski fræðimaðurinn Gunnar Ny- gren segir að rannsóknir sem unnar hafi verið á síðustu 15–20 árum sýni að markaðshyggja skipi sífellt stærri sess í fjölmiðlum á kostnað hefðbundinnar blaðamennsku. Svo nefnd samlegð- aráhrif njóti sífellt meiri vinsælda og ritstjórnir eru fengnar til þess að skapa ný sóknartækifæri fyrir viðkomandi fjölmiðil með því að finna út hvað selji og hvert birtingarformið eigi að vera til þess að miðillinn seljist betur. Þetta þýðir með öðrum orðum að formið tek- ur völdin á kostnað efnisins. Þrátt fyrir alla ímyndaða og raun- verulega Kínamúra á fjölmiðlum er raunin sú að á flestum fjölmiðlum er erfitt og í raun nánast ómögulegt að halda markaðsdeildum alfarið utan rit- stjórna miðlanna. Samkvæmt bandaríska fræðimann- inum Louis A. Day, sem hefur sérhæft sig í fjölmiðlarétti, skýrist það að hluta af því að flestir yfirmenn ritstjórna, rúmlega 75%, telja að það skipti meira máli að skemmta lesendum og áhorf- endum/hlustendum fremur en að fræða þá og upplýsa. Óttast ýmsir að þetta þýði að gæðum frétta og fréttatengds efnis hraki og um leið minnki vægi „leiðinlegra“ frétta, allt í þágu mark- aðarins og um leið fjármagnsins. Á sama tíma sé reynt að selja fréttir, jafn- vel í fleiri en einum miðli í eigu sömu fjölmiðlasamsteypu. Aftur á móti sé hætta á að það geti komið niður á gæð- unum, bakgrunnurinn ekki kannaður nægjanlega og þess ekki nægjanlega gætt að setja upplýsingar í rétt sam- hengi, oft með hörmulegum afleið- ingum. Meðal þeirra sem hafa rannsakað áhrif eigenda á fjölmiðla og sjálfstæði blaða- manna er bandaríski fræðimaðurinn Ro- bert W. Chesney. Hann segir að meðal þess sem valdi honum áhyggjum varð- andi blaðamennsku í dag sé krafa eig- enda um arð af fjárfestingunni. Afleið- ingarnar verði að margir blaðamenn velja að skrifa auðveldar fréttir sem lík- legt sé að veki gleði í brjóstum hluthafa viðkomandi fjölmiðils. Þörf á frekari rannsóknum Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir um fjölmiðla að full ástæða sé til þess að frekari rannsóknir fari fram á starfs- og rekstrarumhverfi þeirra. Styrmir Gunn- arsson, fyrrverandi ritstjóri Morg- unblaðsins, tekur undir þetta og að hans áliti á Alþingi að setja í gang rann- sókn á fjölmiðlunum sjálfum í aðdrag- anda hrunsins. Annar meginþáttur hennar á að vera að leiða fram fjár- mögnun fjölmiðlafyrirtækja, smárra og stórra, á 21. öldinni. Jafnframt eigi að fara fram könnun á umfjöllun fjölmiðla um stöðu bankana og útrásarfyrirtækj- anna síðustu árin fyrir hrun þannig að hvort tveggja liggi fyrir. „Síðustu árin fyrir hrun stóð yfir pólitískur hernaður á Íslandi. Fjöl- miðlum var beitt í þeim hernaði. Ákveðinn hópur blaðamanna tók beint þátt í honum á vegum þeirra, sem hann stunduðu. Í grófum dráttum má segja að sá hópur blaðamanna hafi verið í svipaðri stöðu og þeir blaðamenn í Bretlandi, sem tóku beint þátt í að brjótast inn í farsíma fólks og/eða skrifa fréttir, sem byggðust á upplýsingum, sem þannig voru fengnar. Telur Blaða- mannafélag Íslands að það sé óþarfi að ræða þennan veruleika? Geta blaða- menn gert kröfu til annarra um uppgjör eftir hrun án þess að gera sjálfir upp þátt einhverra úr eigin hópi í því sem leiddi til hrunsins? Getur blaða- mannastéttin litið á sjálfa sig sem ein- hverja fjórðu stoð án slíks uppgjörs?“ spyr Styrmir. Morgunblaðið/Kristinn

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.