SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 8
8 25. september 2011 T ískusýning Burberry á nýliðinni tískuviku í London sló alveg í gegn, bæði fötin og framsetningin. Þeir sem fylgjast með Burberry á Twitter sáu fatalínuna á undan ritstjóra bandaríska Vogue, Önnu Wintour, Kanye West, Philip Green, Si- ennu Miller og öllum hinum stórstjörnunum sem sátu í fremstu röð til að fylgjast með vor- og sumarlínunni 2012. Tískuhúsið sendi mynd- ir af hverjum einasta alklæðnaði út á sam- skiptasíðunni Twitter áður en fyrirsæturnar gengu út á sýningarpallinn. Í kjölfarið varð Burberry þriðja vinsælasta efnið á síðunni þeg- ar tískuáhugafólk víðs vegar um heiminn bar saman nótur Bailey vildi „fagna hlutum sem tekur tíma að gera,“ að sögn Style.com. Handverki af ýmsu tagi var hampað, fléttum, prenti, hekli, vefnaði og perlusaumi. Sjálfur lýsti Baily sýningunni sem „glaðlegri með fortíðarþrá“. Burberry er eins breskt fyrirtæki og þau verða og því komu að mörgu leyti indónesísku og afrísku áhrifin í fötunum á óvart. Bailey lagði áherslu á að skilaboðin lægju í handverk- inu en ekki fjölmenningunni. „Ég hef gaman af þessari mótsögn á milli stafræna heimsins, sem við hjá Burberry tilheyrum, og heimi tímafreks handverks þar sem þarf að reiða sig á hæft fólk,“ sagði hann baksviðs til útskýringar, eins og greint er frá á vef Guardian. „Báðir heim- arnir eru hluti af Burberry og í dag langaði mig til að sameina þá.“ Tíska á Twitter Burberry leið- andi tískuhús í margmiðlun Sýningin var á vor- og sumarlínunni 2012. Burberry varð fyrst þekkt fyrir rykfrakka og eru slíkir frakkar í hverri línu. Vikuspegill Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Listrænn stjórnandi Burberry- tískuhússins er Christopher Bailey. Hlutverk listræns stjórnanda þýðir að hann er ekki aðeins ábyrgur fyrir hönn- un fatnaðarins og annarra vara frá Bur- berry heldur hefur hann líka yfirumsjón með öllu tengdu ímynd fyrirtækisins eins og auglýsingum og hönnun verslana. Hann er fæddur árið 1971 í vesturhluta Jórvíkurskíris á Englandi. Hann er sonur smiðs og gluggainnstillingahönnaðar fyrir Marks & Spencer. Hann útskrifaðist frá Royal College of Art með meistaragráðu árið 1994 og var árið 2004 sæmdur heið- ursnafnbót frá háskólanum. Hann var hönnuður hjá Donnu Karan árin 1994 til 1996 og yfirhönnuður kvenfatnaðar hjá Gucci í Mílanó árin 1996-2001. Hann fór til Burberry árið 2001 og hefur tískuhúsinu vegnað sérlega vel undir hans stjórn. Burberry hefur hrist af sér gam- aldags ímynd sína og hefur veltan aukist úr 79 milljörðum króna í 274 milljarða króna á tíu árum. Listrænn stjóri Burberry Christopher Bailey hefur stýrt Burberry örugglega. sínar. Þetta er í fyrsta skipti sem tískuhúsið gerir þetta en áður hefur það sýnt beint frá tískusýningum á vefnum. Ekki lengur njósnir Þetta er mikil breyting frá því sem áður var þegar kringlubúðir þurftu að smygla njósn- urum inn á tískusýningar til þess að fá ein- hverja hugmynd um hvað kæmi í búðir frá stóru tískuhúsunum eftir hálft ár. Nú sem fyrr var líka sýnt beint frá sýning- unni á vefsíðu Burberry, á Facebook-síðunni fyrir 8,4 milljónir aðdáenda, á YouTube fyrir 20.000 áskrifendur og í fleiri en 45 verslunum, að því er fram kemur á vefsíðunni Mashable- .com. Ekki var aðeins sýnt beint frá sýningunni heldur var útsendingin vel framleidd, m.a. með viðtölum á rauða dreglinum á undan. Stjörn- urnar sem mættu voru því að mörgu leyti hluti uppákomunnar frekar en aðeins áhorfendur. Upplifun úr hjarta samfélagsins Burberry var búið að dreifa myndum frá stemningunni baksviðs áður en nokkur fjöl- miðill hafði einu sinni fengið tækifæri til að mynda baksviðs, hvað þá miðla myndunum. Til viðbótar tók ljósmyndarinn Mike Kus fjölmarg- ar myndir, sem hann setti jafnóðum inn á In- stagram-reikning Burberry. Mashable.com ræddi við Christopher Baily, fatahönnuð og listrænan stjórnanda Burberry, eftir sýninguna og spurði hann hvort hann teldi að Burberry næði til fleira fólks með þessum leiðum heldur en með hefðbundinni fjölmiðla- umfjöllun. „Vörumerki snýst ekki bara um vöruna, það snýst líka um upplifun og upplif- unin verður að koma úr hjarta samfélagsins,“ svaraði hann. Hann sagði að tilgangurinn með þessari net- miðlun væri ekki að gefa lítið úr hefðbundinni fjölmiðlun heldur önnur leið fyrir fólk til að kynnast vörumerkinu. „Mér finnst gaman að nota þessar mismunandi leiðir til að hafa sam- skipti við allskonar fólk víðs vegar að úr heim- inum og sýna því hvað við erum að gera,“ sagði hann. Bailey var spurður að því hvort það væri akkur fyrir fyrirtækið að staðsetja sig sem stafrænan frumkvöðul og svaraði því þann- ig að þetta snerist minnst um það. „Staf- ræn miðlun og tækni er hluti af lífi fólks í dag. Við erum 155 ára gamalt fyrirtæki með ungt starfslið. Það væri skrýtið ef við gerðum þetta ekki.“ Tölvur og tímafrekt handverk Nú að fötunum sjálfum. Fólkið á netinu og tískutímaritunum er sammála, sýn- ingin var vel heppnuð. Kápa sem er undir afrískum áhrifum.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.