SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Qupperneq 6

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Qupperneq 6
6 25. september 2011 M ig langar að ávarpa MacPhail- fjölskylduna,“ sagði Troy Davis og lyfti höfðinu upp af bekknum, þar sem hann var ólaður niður. Heyra mátti saumnál detta í aftökuklefanum í fangelsinu í Jackson, Georgíu. Davis var við það að vera tek- inn af lífi fyrir morðið á lögreglumanninum Mark MacPhail og bað um að beina sínum hinstu orðum að fjölskyldu fórnarlambsins. „Ég ber ekki ábyrgð á því sem gerðist þetta kvöld,“ hélt hann áfram og horfði á gestina. „Ég var ekki með byssu. Það var ekki ég sem myrti föður ykkar, son og bróður.“ Að því búnu bað Davis, sem var 42 ára, sína eig- in fjölskyldu að bugast ekki og Guð almáttugan að sjá aumur á ræfils fólkinu sem fékk það hlutverk að sprauta eitrinu í æðar hans. Fáeinum mínútum síðar var hann allur. Tuttugu ár eru liðin síðan Davis var dæmdur til dauða fyrir morðið á MacPhail en aftöku hans, sem upphaflega átti að fara fram árið 2007, var frestað í þrígang. Raunar var henni frestað í fjórða sinn síðastliðið miðvikudagskvöld um fjórar klukkustundir meðan hæstiréttur Bandaríkjanna yfirfór málið í síðasta skipti. Niðurstaðan var sú sama og áður, dauðadómnum skyldi fylgt fram. Réðu fordómar í garð blökkumanna för? Aftaka Davis hefur vakið reiði langt út fyrir raðir andstæðinga dauðarefsingar enda eru áhöld um sekt hans. Lögmaður hans, Thomas Ruffin, hefur talað um réttarmorð og fullyrt að fordómar hafi ráðið för en Davis var blökkumaður. „Á þessum morgni eru 48,4% fanga á dauða- deild í Georgíu svartir karlmenn,“ sagði hann við fjölmiðla eftir aftökuna. „Samt eru þeir ekki nema 15% íbúa ríkisins.“ Tildrög málsins eru þau að kvöld eitt í ágúst 1989 hafði Mark MacPhail, lögreglumaður á auka- vakt sem öryggisvörður, afskipti af manni sem var að ganga í skrokk á umrenningi í Savannah, Georgíu. Þeim viðskiptum lauk með því að MacPhail var skotinn til bana. Fjórum dögum síð- ar var Troy Davis handtekinn, grunaður um verknaðinn. Hann neitaði strax sök. Saksóknari byggði mál sitt að mestu á fram- burði níu vitna sem báru fyrir dómi að þau hefðu séð Davis skjóta MacPhail. Engin áþreifanleg sönnunargögn voru lögð fram við réttarhaldið og morðvopnið hefur aldrei fundist. Sjálfur bar Davis að hann hefði séð eitt vitnanna, Sylvester „Redd“ Coles, berja umrenninginn umrætt kvöld, en hann hefði verið farinn af vettvangi þegar skotárásin fór fram. Kviðdómur hunsaði orð Davis og dæmdi hann sekan. Dauðadómur var upp kveðinn. Fátt gerist nú í málinu fyrr en dagblað í Atlanta birtir árið 2003 frásögn þess efnis að sjö af vitn- unum níu, sem sögðust hafa séð Davis skjóta MacPhail, hafi dregið framburð sinn til baka. Munu sum vitnanna hafa sagt að lögregla hafi beitt þau þrýstingi til að benda á Davis. Önnur vitni létu svo ummælt að þau hefðu heyrt Sylvester „Redd“ Coles stæra sig af morðinu. Þrátt fyrir þetta fékkst mál Davis ekki tekið upp að nýju enda þótt aftökunni væri frestað í rúm fjögur ár. Mikil mótmælaalda gekk yfir dagana fyrir aftökuna og lögðust málsmetandi menn á borð við Jimmy Carter, fyrrverandi forseta, á ár- arnar. „Þegar ekki liggja fyrir óyggjandi sannanir fyrir sekt manns á vitaskuld ekki að taka hann af lífi,“ sagði hann. Allt kom fyrir ekki. Ekki ég sem myrti son ykkar og föður Troy Davis tekinn af lífi þrátt fyrir takmarkaðar sannanir Of mikill efi. Mótmælandi í Georgíu biður Davis griða á aftökudeginum. Reuters Ekki voru allir á bandi Davis. Þessi maður heiðrar minningu lögreglumannsins Marks MacPhails. Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Fjölskylda Marks MacPhails fagnaði aftöku Davis. „Hann var búinn að fá endalaus tækifæri. Þessu hlaut að ljúka,“ sagði Anneliese MacPhail, móðir fórnarlambs- ins, við AP-fréttastofuna. Blaðamaður sem var við- staddur bar að sumir fjöl- skyldumeðlima hefðu gengið brosandi út að aftöku lokinni. Sumir gengu brosandi út Hinn líflátni fangi, Troy Davis. Stuðningsmenn Davis fagna eftir að aftökunni var frestað á mið- vikudagskvöldið. Það var skammgóður vermir. „Mitt í fjölmiðlafárinu og bar- áttuvökunum hættir mönnum til að missa sjónar á manninum sjálf- um, þeim er var á dauðadeildinni. Troy Davis var fjölskyldumaður og í kvöld syrgir fjölskyldan hann,“ sagði lögmaðurinn Jason Ewart, sem aðstoðaði við baráttu Davis fyrir náðun. Martina Correia, systir Davis, stóð vaktina fyrir utan fangelsið síðustu dagana fyrir aftökuna um- vafin vinum og velunnurum. Áður hafði hún heitið því að berjast fyrir afnámi dauðarefsingar í Banda- ríkjunum. „Barátta bróður míns hlýtur að verða öðrum hvatning. Skilaboð hans eru einföld: Þið getið lagst niður og gefist upp eða risið upp á afturfæturna og barist.“ Troy Davis var skilnaðarbarn og ólst upp með fjórum yngri syst- kinum, sem kunnugir segja hann hafa reynst vel. Hann flosnaði ungur upp úr námi og átti við aga- vandamál að stríða, mætti til að mynda illa í vinnu. Ári fyrir morðið á MacPhail var Davis sektaður fyrir vopnaburð. Hann var aðeins 21 árs gamall þegar hann var hnepptur í gæsluvarðhald grun- aður um morðið. „Í kvöld syrgir fjölskyldan hann“ Martina Correia, systir Troys Davis, mótmælir fyrir utan fangelsið í Georgíu. Hún berst fyrir afnámi dauðarefsingar í Bandaríkjunum. Reuters

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.