SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 11

SunnudagsMogginn - 25.09.2011, Blaðsíða 11
25. september 2011 11 Skar og skarkali | 7 Þorgrímur Kári Snævarr Þ að er ákveðin nostalgía fólgin í áhugamáli Þrastar Þórs Höskuldssonar en hann hefur undanfarin þrjú ár safnað saman kúluspilum og spila- kössum. „Elsta kúluspilið mitt er frá árinu 1977 og þegar maður kveikir á því er eins og maður sé að setja gufu- vél í gang, það koma hin undarleg- ustu hljóð og smellir.“ Þröstur er bæði með sveinspróf í rafeindavirkjun og að auki er hann lærður tölvunarfræðingur. Menntun hans nýtist honum því vel í þessu sérkennilega áhuga- máli. „Þetta byrjaði allt á einum Star Wars kassa. Hann var bil- aður og ég taldi mig hljóta að geta gert við hann. Ég sló til, keypti kassann og eyddi næstu vikunum í að koma honum í stand.“ Þröstur á 15 kúlu- spilakassa og 15 spila- kassa með skjám, flesta af kössunum má rekja til varn- arliðsins. Ástandið á kössunum er af- ar misjafnt þó að flestir þarfnist ein- hvers konar lagfæringa og umbóta enda segir Þröstur það vera það skemmtilegasta við áhugamálið, að koma kössunum í gang aftur. „Ég spilaði voða lítið kassana hér í gamla daga. Ég hef í rauninni miklu meira gaman af því að gera við þetta en spila. Þannig að það er eiginlega svo- lítið þannig að ef að ég er að spila er ég alltaf að leita að einhverju til að laga.“ Ekki góð viðskiptahugmynd að opna spilakassasal En hvers vegna að gera upp gömul, plássfrek leikföng? „Gamli skólinn heillar mig rosalega mikið. Ég hef verið að gera upp gömul húsgögn og gamlan bíl. Þetta er síðan eitt það skemmtilegasta sem ég hef komist í. Þetta er það tímabil sem er skemmti- legt fyrir rafeindavirkja. Maður getur rakið sig í gegnum allt og það er meira gaman að því en nýja dótinu. Ef það bilar þá er það í flestum til- vikum ónýtt og maður hendir því bara. Þessa gömlu kassa er hægt að endurlífga alveg endalaust. Það virð- ist alla vega vera svolítið sterkt í þessu ef það er hægt að spila á hvern kassa allt að 120.000 sinnum og jafn- vel oftar.“ Þröstur segir spilakassamenn- inguna vera fyr- irferðamikla í Banda- ríkjunum og að hún sé að smita út frá sér til Evrópu. „Það eru alls konar furðufuglar sem hafa áhuga á þessu,“ segir Þröstur og hlær. Þröstur starfar sem tölvunarfræðingur hjá Calidris og starfsmenn þar njóta góðs af áhugamáli hans en tvö af kúluspilum hans eru inni á kaffistofunni svo starfsmenn- irnir geti leikið sér í matartímanum. Þröstur hefur einstaka sinnum opnað bílskúrinn og leyft nágrönnum sín- um að taka í nokkur spil. „Kannski verð ég vinsælasti pabbinn í hverf- inu.“ Þröstur hefur lagt töluverðar fjárhæðir í þetta áhugamál sitt og hefur því hugleitt að leigja kassana út til að ná upp í kostnaðinn. Þegar Þröstur er inntur eftir því hvort að hann ætli ekki bara að opna spila- kassasal hlær hann og segir, „Það er ekki viðskiptahugmynd sem ég stefni í að láta verða að veruleika.“ Þröstur segist vera orðinn svolítið saddur á kössunum í bili en stenst samt ekki freistinguna og auglýsir hér eftir fleiri kössum þar sem hann segir mestu vinnuna fólgna í því að nálgast þá og safna þeim saman. signy@mbl.is Þegar vinir Þrastar koma til hans í póker sækjast þeir gjarnan eftir því að tapa til að komast í kúluspilin hans, enda ekki hægt að ganga lengur að þeim vísum í Leik- tækjasalnum Fredda. Morgunblaðið/Eggert Vinsælasti pabb- inn í hverfinu Flestir tengja kúluspil og spilakassa við átt- unda og níunda áratuginn. Þröstur Þór hef- ur aftur á móti tekið þessa spilakassamenn- ingu með sér inn í nútíðina ’ Þannig að það er eig- inlega svo- lítið þannig að ef að ég er að spila er ég alltaf að leita að einhverju til að laga.“

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.